Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
399. fundur 18. maí 2017 kl. 17:00 - 17:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsaðstoð - 2012120016

Á 417. fundi félagsmálanefndar var lagt til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á orðalagi á 1., 11., 14. og 19. gr. í reglum um fjárhagsaðstoð.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045

Á 417. fundi félagsmálanefndar var lagt til við bæjarstjórn að breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í Ísafjarðarbæ verði samþykktar, í samræmi við ábendingar félags- og jafnréttisráðherra.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Á 973. fundi bæjarráðs var lagt til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi tillögu um niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingu íbúðarhúsnæðis, bæjarráði var falið að útfæra tillöguna frá 398. fundi bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn samþykkir að fella gatnagerðargjöld af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga niður á lóðum við þegar tilbúnar götur í sveitarfélaginu. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 31. desember 2017. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Deiliskipulag - Rauðsstaðir - 2017040056

Tillaga frá 477. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 17. maí 2017 um heimild til að greinargerð dags. 12.05.2017 og uppdráttur dags. 12.05.2017 verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Dýrafjarðargöng - Stofnun lóðar fyrir vegsvæði - 2017050052

Tillaga frá 477. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 17. maí 2017 um að heimila stofnun lóðar undir vegsvæði Vegagerðar.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 973 - 1705003F

Lögð er fram fundargerð 973. fundar bæjarráðs sem haldinn var 5. maí sl., fundargerðin er í 21 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

7.Bæjarráð - 974 - 1705010F

Lögð er fram fundargerð 974. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. maí sl., fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Kristján Andri Guðjónsson.

Lagt fram til kynningar.

8.Félagsmálanefnd - 417 - 1704019F

Lögð er fram fundargerð 417. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 3. maí sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47 - 1705004F

Lögð er fram fundargerð 47. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. maí sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?