Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Uppbygging knattspyrnumannvirkja á Torfnesi - 2017010066
Á 473. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar, 8. mars sl., óskaði nefndin heimildar bæjarstjórnar til að hefja formlega skipulagsvinnu á Torfnesi.
2.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Kaldárvirkjun Önundarfirði - 2017030014
Á 473. fundi sínum, 8. mars sl., lagði skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Kaldárvirkjunar í Önundarfirði.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
3.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Þverárvirkjun Önundarfirði - 2017030013
Á 473. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 8. mars sl., lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna Þverárvirkjunar í Önundarfirði.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Act Alone - styrkbeiðni - 2017020093
Á 964. fundi bæjarráðs, 20. febrúar sl., var bæjarstjóra falið að ræða um við forsvarsmenn Act Alone um endurnýjun samnings vegna hátíðarinnar. Á 966. fundi bæjarráðs, 6. mars sl., lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna viðbótarstyrkveitingar að upphæð kr. 200.000,- til Act Alone leiklistarhátíðarinnar. Heildarstyrkveiting til Act Alone 2017 yrði því kr. 700.000,-.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
5.Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 966. fundi sínum, 6. mars sl. að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2017, vegna úttektar á frárennslislögnum Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
6.Gjaldskrá Safnahússins 2017 - 2016020047
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 966. fundi sínum, 6. mars sl., að samþykkja breytta gjaldskrá Safnahússins.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
7.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn á 966. fundi sínum, 6. mars sl., að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Skíðafélag Ísfirðinga vegna uppbyggingar í Tungudal.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Sigurður J. Hreinsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður J. Hreinsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður J. Hreinsson situr hjá við atkvæðagreiðsluna.
8.Asahláka í febrúar 2015 - 2015020033
Á 967. fundi sínum 13. mars sl., vísaði bæjarráð til samþykktar í bæjarstjórn, drögum að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og Viðlagatryggingar Íslands um tjónbætur vegna tjóns á eignum Ísafjarðarbæjar á Ísafirði og Suðureyri í asahláku 8. febrúar 2015.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
9.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Á 966. fundi bæjarráðs, 6. mars sl., var samningsdrögum vegna stofnunar Blábankans vísað til bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Jónas Þór Birgisson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
10.Skólamál á Flateyri - 2016110039
Tillaga forseta um að bæjarstjórn samþykki tilnefningar að fulltrúum í samráðshóp um leik- og grunnskólastarf á Flateyri.
Tilnefndir eru:
Fulltrúi kennara: Guðmunda Júlíusdóttir
Fulltrúi leikskólakennara: Steinunn Einarsdóttir
Fulltrúi skóla- og tómstundasviðs: Unnur Björk Arnfjörð
Fulltrúi foreldrafélags leikskóla: Dagný Arnalds
Fulltrúi foreldrafélags grunnskóla: Una Lára Waage
Fulltrúi Hverfisráðs Önundarfjarðar: Ívar Kristjánsson
Fulltrúi bæjarstjórnar: Nanný Arna Guðmundsdóttir
Tilnefndir eru:
Fulltrúi kennara: Guðmunda Júlíusdóttir
Fulltrúi leikskólakennara: Steinunn Einarsdóttir
Fulltrúi skóla- og tómstundasviðs: Unnur Björk Arnfjörð
Fulltrúi foreldrafélags leikskóla: Dagný Arnalds
Fulltrúi foreldrafélags grunnskóla: Una Lára Waage
Fulltrúi Hverfisráðs Önundarfjarðar: Ívar Kristjánsson
Fulltrúi bæjarstjórnar: Nanný Arna Guðmundsdóttir
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
11.Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak - 2017020032
Á 967. fundi sínum, 13. mars sl., vísaði bæjarráð frumvarpi til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál, til umsagnar í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.
Gert var fundarhlé kl. 17:42. Fundi haldið áfram kl. 17:55.
Sigurður J. Hreinsson gerir eftirfarandi tillögu að umsögn bæjarfulltrúa bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir andstöðu við frumvarp að breytingu á lögum (86/2011) um verslun með áfengi og tóbak.
Í frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt og smásala verði að ákveðnu marki frjáls ? bjór, léttvín og sterkt áfengi verði þar með selt í almennum verslunum. Að auki er í frumvarpinu lagt til að leyfa auglýsingar á áfengi.
Á undanförnum 20 árum hafa sveitarfélög eflt forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna með góðum árangri. Í evrópskri vímuefnarannsókn frá árinu 2015 má sjá að íslenskir unglingar eru ólíklegri en evrópskir unglingar til að hafa drukkið áfengi, slíkur árangur er ekki sjálfsagður. Einsýnt er að með breytingunum er gerð aðför að þessum góða árangri sem náðst hefur í forvarnastarfi.
Hugmyndir sem þessar, sem ganga gegn lýðheilsusjónarmiðum og fara þvert gegn ráðgjöf þeirra sérfræðinga sem hafa það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í umræðu og ákvarðanatöku, eru ekki bara í andstöðu við almenna skynsemi heldur getur framkvæmd þeirra verið beinlínis hættuleg. Frumvarpið er taktlaust og er með því lagt til að fara þvert gegn stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum og vinna gegn markvissu forvarnastarfi sveitarfélaga undanfarinna ára, auk þess sem það stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna, Vá Vest hópurinn og fjölmargir aðrir aðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum vara eindregið við samþykkt frumvarpsins og þeirri breytingu sem í því felst. Bent hefur verið á rannsóknir sem sýna að með mikilli fjölgun sölustaða mun aukið aðgengi að áfengi leiða til aukinnar neyslu ? meðal annars meðal barna og ungmenna.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur ríka áherslu á forvarnastarf og vill hafa í forgangi að búa börnum og ungmennum sem best uppvaxtarskilyrði. Heilsa íbúa, hagsmunir og velferð barna og ungmenna eiga að njóta forgangs í allri stefnumörkun ríkisins. Aukinn áróður í formi áfengisauglýsinga og aukið aðgengi að áfengi gengur gegn því sjónarmiði."
Forseti ber umsögnina upp til atkvæðagreiðslu.
Umsögnin samþykkt 9-0.
Gert var fundarhlé kl. 17:42. Fundi haldið áfram kl. 17:55.
Sigurður J. Hreinsson gerir eftirfarandi tillögu að umsögn bæjarfulltrúa bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir andstöðu við frumvarp að breytingu á lögum (86/2011) um verslun með áfengi og tóbak.
Í frumvarpinu er lagt til að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt og smásala verði að ákveðnu marki frjáls ? bjór, léttvín og sterkt áfengi verði þar með selt í almennum verslunum. Að auki er í frumvarpinu lagt til að leyfa auglýsingar á áfengi.
Á undanförnum 20 árum hafa sveitarfélög eflt forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna með góðum árangri. Í evrópskri vímuefnarannsókn frá árinu 2015 má sjá að íslenskir unglingar eru ólíklegri en evrópskir unglingar til að hafa drukkið áfengi, slíkur árangur er ekki sjálfsagður. Einsýnt er að með breytingunum er gerð aðför að þessum góða árangri sem náðst hefur í forvarnastarfi.
Hugmyndir sem þessar, sem ganga gegn lýðheilsusjónarmiðum og fara þvert gegn ráðgjöf þeirra sérfræðinga sem hafa það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í umræðu og ákvarðanatöku, eru ekki bara í andstöðu við almenna skynsemi heldur getur framkvæmd þeirra verið beinlínis hættuleg. Frumvarpið er taktlaust og er með því lagt til að fara þvert gegn stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum og vinna gegn markvissu forvarnastarfi sveitarfélaga undanfarinna ára, auk þess sem það stangast á við aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna, Vá Vest hópurinn og fjölmargir aðrir aðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum vara eindregið við samþykkt frumvarpsins og þeirri breytingu sem í því felst. Bent hefur verið á rannsóknir sem sýna að með mikilli fjölgun sölustaða mun aukið aðgengi að áfengi leiða til aukinnar neyslu ? meðal annars meðal barna og ungmenna.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur ríka áherslu á forvarnastarf og vill hafa í forgangi að búa börnum og ungmennum sem best uppvaxtarskilyrði. Heilsa íbúa, hagsmunir og velferð barna og ungmenna eiga að njóta forgangs í allri stefnumörkun ríkisins. Aukinn áróður í formi áfengisauglýsinga og aukið aðgengi að áfengi gengur gegn því sjónarmiði."
Forseti ber umsögnina upp til atkvæðagreiðslu.
Umsögnin samþykkt 9-0.
12.Bæjarráð - 966 - 1703004F
Fundargerð 966. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. mars sl., fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Bæjarráð - 967 - 1703007F
Fundargerð 967. fundar bæjarráðs sem haldinn var 13. mars sl., fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 43 - 1702019F
Fundargerð 43. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. mars sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 473 - 1703001F
Fundargerð 473. fundar skipulags- og mannavirkjanefndar sem haldinn var 8. mars sl., fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.