Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061
Á 461. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að hún samþykkti deiliskipulagsuppdrætti og greinargerðir við Dranga í Dýrafirði annars vegar og við Rauðsstaði í Arnarfirði hins vegar, að teknu tilliti til athugasemda og umsagna.
2.Oddavegur 13 ósk um stækkun byggingarreits - 2016060086
Á 461. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var tekin fyrir grenndarkynning vegna byggingarreits við Oddaveg 13 á Flateyri. Fram kom að hagsmunaaðilar hafi samþykkt með undirritun á kynningargögn grenndarkynningar að þeir geri ekki athugasemd við fyrirhuguð áform. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkti óverulega breytingu á deiliskipulagi við Oddaveg 13 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
3.Æðartangi 2-4 Stækkun byggingarreits - 2016070006
Á 461. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var tekin fyrir grenndarkynning vegna Æðartanga 2 og 4 á Ísafirði. Hagsmunaaðilar hafa samþykkt með undirritun á kynningargögn grenndarkynningar að þeir geri ekki athugasemdir við fyrirhuguð áform. Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi við Æðartanga 2-4 og lagði til við bæjarstjórn að hún samþykkti breytinguna.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046
Á 943. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að viljayfirlýsing vegna vatnskaupa af Ísafjarðarbæ yrði samþykkt.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 7-0. Tveir sitja hjá.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 7-0. Tveir sitja hjá.
5.Reykjanes við Ísafjarðardjúp, viljayfirlýsing - 2016090023
Á 943. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að viljayfirlýsing vegna Reykjaness við Ísafjarðardjúp yrði samþykkt.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Gunnar Jónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson.
Forseti leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Að viljayfirlýsingunni verði breytt á þann hátt að eftirfarandi setningar verði teknar út úr viljayfirlýsingunni:
„Komi til kaupsamnings milli aðila skal afla verðmats óvilhalls matsaðila, sem meti m.a. eftirfarandi:
a) Landareignina Reykjanes, ásamt rétti til nýtingar á heitu vatni til eigin nota vegna verkefnisins, sem skilgreindur skal sérstaklega, ef við á.
b) Verðmæti allra fasteigna og bygginga á landareigninni.“
Að við setninguna:
„Aðilar miða við að könnun á framangreindum atriðum geti tekið allt að 12 mánuði. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til að ræða ekki við aðra aðila um sambærilega möguleika varðandi kaup eða nýtingu jarðarinnar og jarðhitaréttinda á tímabilinu.“
Bætist eftirfarandi:
„Hótel Reykjanes skal greiða Ísafjarðarbæ kr. 100.000,- fyrir hvern byrjaðan mánuð sem viljayfirlýsingin er í gildi. Hótel Reykjanes getur sagt viljayfirlýsingunni upp hvenær sem er á gildistímanum. Hótel Reykjanes skal senda Ísafjarðarbæ upplýsingar um hið óstofnaða einkahlutafélag eftir stofnun þess innan mánaðar frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. Ísafjarðarbær sendir félaginu reikning mánaðarlega. Séu reikningar ekki greiddir telst viljayfirlýsingin fallin úr gildi.“
Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Breytingartillagan samþykkt 8-0. Einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða með þeim breytingum sem samþykktar voru í breytingartillögunni.
Tillagan samþykkt 8-0.
Forseti leggur fram eftirfarandi breytingartillögu:
Að viljayfirlýsingunni verði breytt á þann hátt að eftirfarandi setningar verði teknar út úr viljayfirlýsingunni:
„Komi til kaupsamnings milli aðila skal afla verðmats óvilhalls matsaðila, sem meti m.a. eftirfarandi:
a) Landareignina Reykjanes, ásamt rétti til nýtingar á heitu vatni til eigin nota vegna verkefnisins, sem skilgreindur skal sérstaklega, ef við á.
b) Verðmæti allra fasteigna og bygginga á landareigninni.“
Að við setninguna:
„Aðilar miða við að könnun á framangreindum atriðum geti tekið allt að 12 mánuði. Ísafjarðarbær skuldbindur sig til að ræða ekki við aðra aðila um sambærilega möguleika varðandi kaup eða nýtingu jarðarinnar og jarðhitaréttinda á tímabilinu.“
Bætist eftirfarandi:
„Hótel Reykjanes skal greiða Ísafjarðarbæ kr. 100.000,- fyrir hvern byrjaðan mánuð sem viljayfirlýsingin er í gildi. Hótel Reykjanes getur sagt viljayfirlýsingunni upp hvenær sem er á gildistímanum. Hótel Reykjanes skal senda Ísafjarðarbæ upplýsingar um hið óstofnaða einkahlutafélag eftir stofnun þess innan mánaðar frá undirritun viljayfirlýsingarinnar. Ísafjarðarbær sendir félaginu reikning mánaðarlega. Séu reikningar ekki greiddir telst viljayfirlýsingin fallin úr gildi.“
Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Breytingartillagan samþykkt 8-0. Einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða með þeim breytingum sem samþykktar voru í breytingartillögunni.
Tillagan samþykkt 8-0.
6.Snjótroðari - 2016080029
Á 943. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samningurinn yrði samþykktur og bæjarstjóra falið að skrifa undir samning um kaup á snjótroðara.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
7.Bæjarráð - 942 - 1609002F
Lögð er fram fundargerð 942. fundar bæjarráðs sem haldinn var 5. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Bæjarráð - 943 - 1609005F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 943. fundar bæjarráðs sem haldinn var 12. september sl., fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir og Gunnar Jónsson.
Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn lýsa yfir vonbrigðum á óvönduðum vinnubrögðum bæjarstjóra við gerð og kynningu minnisblaðs; svar við fyrirspurn Kristjáns Andra Guðjónssonar um kostnað vegna tölvuþjónustu bæjarins. Því fylgir mikil ábyrgð að senda frá sér svo óvandað og hálfklárað minniblað með fullyrðingum sem ekki standast skoðun. Þarna er dregið inni í umræðuna á röngum forsendum umrætt fyrirtæki og þeir starfsmenn sem að þessu komu."
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Jónas Þór Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn lýsa yfir vonbrigðum á óvönduðum vinnubrögðum bæjarstjóra við gerð og kynningu minnisblaðs; svar við fyrirspurn Kristjáns Andra Guðjónssonar um kostnað vegna tölvuþjónustu bæjarins. Því fylgir mikil ábyrgð að senda frá sér svo óvandað og hálfklárað minniblað með fullyrðingum sem ekki standast skoðun. Þarna er dregið inni í umræðuna á röngum forsendum umrætt fyrirtæki og þeir starfsmenn sem að þessu komu."
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Fræðslunefnd - 371 - 1608014F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 371. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
10.Hafnarstjórn - 186 - 1609006F
Lögð er fram fundargerð 186. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 13. september sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti, Daníel Jakobsson, Gunnar Jónsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Arna Lára Jónsdóttir.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 33 - 1608005F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 33. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 30. ágúst sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34 - 1608015F
Lögð er fram fundargerð 34. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 13. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:32.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.