Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
383. fundur 16. júní 2016 kl. 17:00 - 18:04 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Gunnar Jónsson varamaður
  • Martha Kristín Pálmadóttir varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Kosning bæjarráðs, forseta bæjarstjórnar og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar - 2014020030

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Tillaga forseta um að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kosin forseti bæjarstjórnar, Kristján Andri Guðjónsson verði kjörinn 1. varaforseti bæjarstjórnar og Jónas Þór Birgisson verði kosinn 2. varaforseti bæjarstjórnar. Forseti leggur jafnframt til að Arna Lára Jónsdóttir verði kosin formaður bæjarráðs, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson verði kosnir bæjarfulltrúar í bæjarráði og Marzellíus Sveinbjörnsson verði áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna um kosningu forseta, 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber tillöguna um kosningu bæjarráðs Ísafjarðarbæjar upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 29 - 1605021F

Fundargerð 29. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. júní sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458 - 1605026F

Lögð er fram fundargerð 458. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. júní sl., fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 170 - 1605024F

Fundargerð 170. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 1. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðslunefnd - 369 - 1605022F

Fundargerð 369. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 2. júní sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 144 - 1606005F

Lögð er fram fundargerð 144. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 9. júní sl., fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 133 - 1606006F

Lögð er fram fundargerð 133. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 9. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 933 - 1606009F

Fundargerð 933. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. júní sl., fundargerðin er í 23 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 932 - 1606003F

Fundargerð 932. fundar bæjarráðs sem haldinn var 6. júní sl., kl. 08:05, fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2016 - 2016060042

Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir og að bæjarstjórn komi næst til fundar að loknu sumarleyfi fyrsta fimmtudaginn í september 2016, 1. september kl. 12:00. Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Samning kjörskrár - kosningar og kjörskrá 2016 - 2016040057

Tillaga forseta um að bæjarstjórn samþykki að fela bæjarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt sé bæjarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna forsetakosninga 25. júní nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag - 2016020061

Á 458. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu á munnasvæðum Dýrafjarðarganga og að greinargerð verði auglýst.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Nefndarmaður í íþrótta- og tómstundanefnd - 2014020030

Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að Guðrún M. Karlsdóttir taki sæti í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Þóris Karlssonar sem er að flytja úr sveitarfélaginu og hefur beðist lausnar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Dómnefnd í samkeppni um Sundhöll Ísafjarðar leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að keppnislýsingu í hugmyndasamkeppni um aukna og bætta íþrótta- og baðaðstöðu.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri leggur til að gerð verði breyting á kafla 2.3., kaflinn verður svohljóðandi eftir breytingu:

"Veðurfar á Ísafirði er mjög breytilegt eftir árstíðum. Árstíðirnar fjórar eiga allar sín sterku sérkenni og sumir vilja halda því fram að á Ísafirði séu árstíðirnar fleiri en fjórar. Há fjöllin og þröngur fjörðurinn hafa m.a. áhrif á veðurfarið og hvernig fólk upplifir það. Litablæbrigðin í fjallshlíðunum sem breytast mikið í takt við árstíðirnar eru gott dæmi um þetta.
Sumur eru mild og hægviðri algengt, samanborið við sunnanvert landið. Sumarhiti er hins vegar að jafnaði eilítið lægri en á sunnan- og austanverðu landinu. Á sumrin, þegar sólríkt er, er gjarnan svöl hafgola úr norðaustri um miðjan daginn á þeim stað sem sundhallarbyggingin stendur. Þrátt fyrir innlögnina (hafgoluna) eru logn og stillur algengar, sérstaklega á morgnana og kvöldin og Ísfirðingar státa sig gjarnan af Ísafjarðarlogninu.
Veður um hávetur hefur í gegnum tíðina verið all staðviðrasamt með ríkjandi norðlægum áttum. Meðalhiti er gjarnan í kringum frostmark en einstaka skot upp eða niður um 5 til 10 gráður, ákaflega sjaldgæft er þó að frost fari undir 5-6 gráður á Eyrinni þó kaldara sé um allt land. Vetrarúrkoma hefur oft verið veruleg og mikil skaflamyndun, þó minna hafi borið á því þessa öldina. Ríkjandi vindáttir og snjókomu (jafnfallinn snjór og skaflamyndun) um vetur þarf sérstaklega að hafa í huga við hönnun útisvæðis á baklóð, með það að markmiði að þar megi njóta útiveru í sem bestu skjóli fyrir veðrum."

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri leggur jafnframt til að gerð verði sú breyting í kafla 3.5. á bls. 23 að í stað x.xx komi "3.7".

Forseti ber breytingartillögur upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 6-0.

Forseti ber tillögu að keppnislýsingunni í heild sinni með samþykktri breytingartillögu upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-1.

15.Tillaga að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði - 2016020005

Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði. Frestur til að skila umsögn um efni tillögunnar og greinargerðar er til 1. júlí 2016.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti leggur drögin að svæðisáætlun fram til kynningar.

16.Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2016 - 2016060026

Lagt er fram afrit af lánsumsókn Ísafjarðarbæjar, undirritaðri af Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dags. 9. júní sl., til Ofanflóðasjóðs vegna kostnaðar 2015, sem lagt er til að sent verði til Ofanflóðasjóðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sótt sé um lán til Ofanflóðasjóðs að fjárhæð kr. 25.700.000,- vegna kostnaðar ársins 2015.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

17.Viðauki E við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Á 933. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að viðauki E við fjárhagsáætlun 2016, vegna ýmissa breytinga, yrði samþykktur.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

18.Viðauki D við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Á 933. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að viðauki D við fjárhagsáætlun 2016, vegna launahækkana, yrði samþykktur.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

19.Viðauki C við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

Á 933. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að viðauki C við fjárhagsáætlun 2016, vegna millifærslna, yrði samþykktur.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

20.Smárateigur 4 - umsókn um breytta notkun fasteignar - 2015110064

Á 458. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn um breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð, með vísan í bréf ráðuneytis dags. 07.06.2016.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Daníel Jakobsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 6-2.

21.Efstaból í landi Neðri-Engidals - 2016040070

Á 458. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að lóðin í Neðri Engidal verði stofnuð, skv. fyrirliggjandi gögnum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

22.Æðartangi 2-4 - Umsókn um lóð - 2016050092

Á 458. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðar við Æðartanga 2-4.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristín Hálfdánsdóttir.

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, gerir breytingartillögu þannig að tillagan verði svohljóðandi:
"Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðar við Æðartanga 2-4, í því ástandi sem hún er."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Breytingartillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða eins og hún er með breytingartillögunni.

Tillagan samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 18:04.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?