Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
382. fundur 02. júní 2016 kl. 17:00 - 18:09 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir varamaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti lagði til að kosning nefndarmanna í fjallskilanefnd yrði tekin inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

Tillagan samþykkt og sett á dagskrá fundarins.

1.Bæjarráð - 931 - 1605023F

Fundargerð 931. fundar bæjarráðs sem haldinn var 30. maí sl., fundargerðin er í 20 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28 - 1605011F

Fundargerð 28. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 24. maí sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27 - 1605006F

Fundargerð 27. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. maí sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

4.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 - 1605010F

Fundargerð 457. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. maí sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 456 - 1604025F

Fundargerð 456. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. maí sl., fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 169 - 1604019F

Fundargerð 169. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.Fræðslunefnd - 368 - 1605013F

Fundargerð 368. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 23. maí sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Félagsmálanefnd - 409 - 1605005F

Fundargerð 409. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 10. maí sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 143 - 1605016F

Fundargerð 143. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 19. maí sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

931. fundur bæjarráðs vísaði drögum að 4ra ára fjárhagsáætlun og 5 ára framkvæmdaáætlun til umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Umræðum þessa fundar um fjárhagsáætlun 2017 lokið.

11.Bæjarráð - 930 - 1605018F

Fundargerð 930. fundar bæjarráðs sem haldinn var 23. maí sl., fundargerðin er í 21 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Helga Dóra Kristjánsdóttir.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Kosning nefndarmanna í fjallskilanefnd - 2012110034

Tillaga um að eftirtaldir verði kosnir í fjallskilanefnd:

Aðalmenn:
Ásvaldur Magnússon, Önundarfirði, formaður fjallskilanefndar
Svala Sigríður Jónsdóttir, Súgandafirði
Ómar Dýri Sigurðsson, Dýrafirði

Varamenn:
Kristján Andri Guðjónsson, Skutulsfirði
Kristján Jónsson, Skutulsfirði
Sigrún Guðmundsdóttir, Dýrafirði
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Helga Dóra Kristjánsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

13.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga - 2016020019

Tillaga að ályktun varðandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, í framhaldi af ályktun umhverfis- og framkvæmdanefndar:

"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar styður viðleitni til þess að auka skilvirkni í rekstri heilbrigðissvæða. Á það skal þó bent að Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða verður ekki sameinað öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum án þess að það gangi gegn stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga um að slíku eftirliti verði sinnt af staðbundnum stjórnvöldum. Þess í stað er hvatt til þess að heilbrigðiseftirlitinu verði færð frekari verkefni, en á undanförnum árum hafa horfið frá Vestfjörðum þættir eins og efnaeftirlit og eftirlit með fiskeldi.
Vestfirðir eru stórt landsvæði og á því illa við að sameina starfsemi þar við aðra landshluta. Það skýtur auk þess skökku við að opinbert eftirlit með fiskeldi skuli ekki eiga sér aðsetur á Vestfjörðum, nú þegar við blasir að meginhluti fiskeldisframleiðslu mun eiga sér þar stað."
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Aukning strandveiðiafla - 2015040055

Tillaga Kristjáns Andra Guðjónssonar og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa, til ályktunar varðandi auknar aflaheimildir til strandveiða:

"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar auknum aflaheimildum til strandveiða á svæði A á þessu fiskveiðiári. Oft hefur verið sýnt fram á misskiptingu á strandveiðiheimildum á milli svæða og hefur þar hallað verulega á A svæði sem nær frá miðjum Faxaflóa til og með Súðavíkurhreppi. Oft hafa aflaheimildir verið búnar mun fyrr á A svæði en á öðrum strandveiðisvæðum, sem hafa þá getað róið mun lengur. Því er það ánægjulegt þegar nýr ráðherra sjávarútvegsmála, Gunnar Bragi Sveinsson, bætti 550 tonnum við A svæði. Hins vegar er ljóst að þessi aukning er ekki nóg til að leiðrétta róðradaga miðað við önnur strandveiðisvæði, en vonandi verður áfram bætt í, til dæmis með auknum aflaheimildum í þorski, því líklegt er að næsta fiskveiðiár verði með ört stækkandi þorskstofn."
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Daníel Jakobsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir

Arna Lára Jónsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir leggja fram þá breytingartillögu að nafn ráðherra verði tekið úr tillögunni.

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti ber þá tillöguna upp til atkvæða en hún er svohljóðandi eftir breytinguna:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar auknum aflaheimildum til strandveiða á svæði A á þessu fiskveiðiári. Oft hefur verið sýnt fram á misskiptingu á strandveiðiheimildum á milli svæða og hefur þar hallað verulega á A svæði sem nær frá miðjum Faxaflóa til og með Súðavíkurhreppi. Oft hafa aflaheimildir verið búnar mun fyrr á A svæði en á öðrum strandveiðisvæðum, sem hafa þá getað róið mun lengur. Því er það ánægjulegt þegar nýr ráðherra sjávarútvegsmála bætti 550 tonnum við A svæði. Hins vegar er ljóst að þessi aukning er ekki nóg til að leiðrétta róðradaga miðað við önnur strandveiðisvæði, en vonandi verður áfram bætt í, til dæmis með auknum aflaheimildum í þorski, því líklegt er að næsta fiskveiðiár verði með ört stækkandi þorskstofn."

Forseti ber tillöguna, með samþykktri breytingartillögu, upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 7-0.
Tveir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.

15.Kirkjuból 3 - umsókn um lóð austan Kirkjubóls 3 - 2016050012

Vísað til bæjarstjórnar af 457. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Kristján Ólafsson sækir um lóð austan við Kirkjuból 3.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur undir húsið verði framlengdur um 25 ár. Einnig að gerður verði samningur um lóð í fóstur á þeim hluta sem vísað er í skv. teikningum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson og Daníel Jakobsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Daníel Jakobsson gerir grein fyrir atkvæði sínu.

16.Silfurgata 8b - Umsókn um afnot eða leigu lóðar - 2016050022

Vísað til bæjarstjórnar af 457. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Bjarni M. Aðalsteinsson sækir um afnot af eða leigu lóðarinnar Silfurgötu 8b.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsókn um afnot af eða leigu lóðarinnar Silfurgötu 8b verði samþykkt.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Daníel Jakobsson og Kristín Hálfdánsdóttir.

Sigurður J. Hreinsson leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
"Bæjarstjórn samþykki að umsækjanda verði veitt leyfi til að taka lóðina í fóstur."

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

17.Sindragata 13a - umsókn um lóð - 2016050005

Vísað til bæjarstjórnar af 456. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Tækniþjónusta Vestfjarða f.h. Skeljungs hf. sækir um lóð að Sindragötu 13a.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn, að Skeljungi hf. verði úthlutuð umrædd lóð með þeim reglum sem um hana gilda.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Fundi slitið - kl. 18:09.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?