Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016030064
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2015, til fyrri umræðu. Edda María Hagalín, fjármálastjóri, gerir grein fyrir ársreikningnum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Edda María Hagalín, fjármálastjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.
Forseti leggur til að ársreikningnum verði vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar og ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti leggur til að ársreikningnum verði vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar og ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 12:07
2.Fossavatnsgangan - aðstaða, uppbygging og framtíð. - 2013120036
169. fundur íþrótta- og tómstundanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði fyrirliggjandi drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og SFÍ og að bæjarstjóra verði falið að undirrita samninginn.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, og Kristján Andri Guðjónsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Daníel Jakobsson vék af fundi undir þessum lið og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu um málið.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Daníel Jakobsson vék af fundi undir þessum lið og tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu um málið.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027
Eftirfarandi frumvörp og þingsályktunartillögur eru lagðar fram til umsagnar:
a) Frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.
Á 927. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn við frumvarp að lögum um útlendinga, 728. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
b) Þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun, 638. mál.
Á 927. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
Bæjarráð fól formanni bæjarráðs, formanni hafnarstjórnar og bæjarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd bæjarins.
c) Þingsályktunartillaga um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Á 927. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Bæjarráð vísar þingsályktunartillögunni til félagsmálanefndar.
a) Frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál.
Á 927. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn við frumvarp að lögum um útlendinga, 728. mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
b) Þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun, 638. mál.
Á 927. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál.
Bæjarráð fól formanni bæjarráðs, formanni hafnarstjórnar og bæjarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd bæjarins.
c) Þingsályktunartillaga um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Á 927. fundi bæjarráðs var lögð fram beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um umsögn á tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál.
Bæjarráð vísar þingsályktunartillögunni til félagsmálanefndar.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Arna Lára Jónsdóttir og Sigurður J. Hreinsson.
a) Frumvarp til laga um útlendinga.
Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu að umsögn um frumvarp til laga um útlendinga:
"Í frumvarpinu er ekki rými fyrir fjölskyldusameiningar nema barna og aldraðra. Fjölskyldusameiningar hafa reynst samfélögum á Vestfjörðum vel og fólki sem kemur hingað á þeim forsendum hefur átt auðveldara en ella að aðlagast vestfirskum samfélögum."
b) Þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun.
Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu að umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018:
"Ísafjarðarbær auglýsti nýlega eftir umsóknum um lóðir á hafnsæknu iðnaðarsvæði á Suðurtanga í framhaldi af nýlega samþykktu deiliskipulagi. Talsvert barst af umsóknum og lýsa þær áhuga og áformum um mikla uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Áform eru um iðnað á sviði fiskeldis og fiskvinnslu og nýsköpunariðnaði í tengslum við það. Auk þess hafa fleiri aðilar lýst áhuga á lóðum undir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga. Hyllir því undir mikla uppbyggingu og aukningu hagvaxtar ef unnt verður að uppfylla þarfir atvinnulífsins fyrir aðstöðu. Þetta þýðir að mikil og knýjandi þörf er fyrir landfyllingu, uppbygginu á hafnarkanti og hafnarþekju við Sundabakka á Suðurtanga á Ísafirði.
Aðgerðirnar munu styrkja verulega efnahag og umsvif á Vestfjörðum og mikilvægt að hægt sé að hefjast handa strax á næsta ári, enda lýsa fyrirtæki í sjávarútvegi vilja til að hefja framkvæmdir eftir um 4 ár. Framkvæma þarf landfyllingu á Suðurtanga og um 300 metra lengingu á Sundabakka. Klætt verði utan á núverandi viðlegukant og bætt við 300 metra lengingu, auk þess sem dýpkað verður í 12 metra viðlegudýpi á 500 metra kafla. Kanna þarf hönnun í líkani. Heildarkostnaður er áætlaður um 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020.
Yfirlit yfir þarfir Ísafjarðarbæjar í hafnargerð næstu árin.
Heildarkostnaður m.kr.
2017
2018
2019
2020
Alls
Nýr Sundabakki, Landfylling
300
300
Nýr Sundabakki, þekja og kantur
400
400
400
1.200
Löndunarkantur Suðureyri
110
110
Hafnsögu-/dráttarbátur
500
500
Þingeyrarhöfn
150
150
Hafskipakantur Flateyri
20
100
100
100
320
Alls m.kr.
430
1.000
650
500
2.580
Mikilvægir framkvæmdaþættir hjá Ísafjarðarhöfnum á næstu árum
2017
1: Landfylling, hafnarkantur og hafnarþekja við nýtt iðnaðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga á Ísafirði. Heildarkostnaður 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020. Þetta er 1. áfangi, kostnaður 2017 ráðgerður 300 m.kr.
2: Klára þarf endurbyggingu löndunarkants á Suðureyri seinni hluti. Í tillögunni er nú gert ráð fyrir um 40 m.kr. árið 2018 en ljóst að vöntun er á nærri 70 m.kr. sem þyrftu að koma fyrr. Heildarkostnaður verður um 110 m.kr.
3: Hafin verði áætlun um hvernig eigi að bjarga sokknum hafskipakanti á Flateyri. Hafskipakanturinn var byggður á árunum 2000 til 2003 en á fyrstu tveimur árunum eftir framkvæmd sökk hann um 90 sentímetra. Siglingastofnun, sem hannaði og sá um eftirlit með framkvæmdinni, hefur ekki samþykkt ábyrgð sína á mistökum í hönnun og eftirliti með framkvæmdinni. Gera þarf kröfu um að ríkið komi í mun meiri mæli að þessu verkefni en með venjulegu 60% mótframlagi. Kostnaður mun skipta hundruðum milljóna, en fyrst þarf að gera áætlun um leiðir til úrbóta.
4: Sett verði ný flotbryggja smábáta á Ísafirði í staðinn fyrir Básabryggju. Kostnaður 30 milljónir króna.
2018
1: Landfylling, hafnarkantur og hafnarþekja við nýtt iðnaðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga á Ísafirði. Heildarkostnaður 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020. Þetta er 2. áfangi, kostnaður 2018 ráðgerður 400 m.kr.
2: Árið 2014 tilkynnti Hanna Birna Kristjánsdóttir að Ísafjarðarhöfn væri skilgreind sem ein af sex Neyðarhöfnum á Íslandi. Við þessar kvaðir frá Ríkisvaldinu hefur ekki verið skilgreint í hverju þessi skipun felst um sérbúnað hafnarinnar. Það er þó ljóst að núverandi dráttarbátur hafnarinnar sem nú er á ellefta ári er of lítill til þess að fást við einhver meiriháttar slys sem kunna að koma upp og lenda á höfninni sem Neyðarhöfn ætti að fást við. Einnig vegna þess að með stækkun hafnarinnar og eins og nú er komið mikil fjölgun stórra skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar og stærri skip sem leggjast að bryggju þá er ljóst að núverandi hafnsögubátur er of lítill. Hafnir Ísafjarðarbæjar telur að brýnt verði að smíða nýjan bát með 40 tonna togkrafti. Kostnaður gæti numið um 500 milljónum.
2019
1: Landfylling, hafnarkantur og hafnarþekja við nýtt iðnaðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga á Ísafirði. Heildarkostnaður 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020. Þetta er 3. áfangi, kostnaður 2019 ráðgerður 400 m.kr.
2: Byrjað verði á endurbyggingu á Þingeyrarhöfn. Á Þingeyri er bæði gamall Hafskipakantur og Löndunarbryggja. Það má gera ráð fyrir að það þurfi að fara í mikla endurbætur á höfninni á þingeyri. Gera má ráð fyrir að kostnaður gæti numið allt að 150 milljónum.
2020
1: Landfylling, hafnarkantur og hafnarþekja við nýtt iðnaðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga á Ísafirði. Heildarkostnaður 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020. Þetta er 4. áfangi, kostnaður 2020 ráðgerður 400 m.kr."
c) Þingsályktunartillaga um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.
Lagt fram til kynningar.
Forseti ber tillögu að umsögn um lög til útlendinga upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillögu að umsögn um tillögu til þingsályktuna um fjögurra ára samgönguáætlun upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
a) Frumvarp til laga um útlendinga.
Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi tillögu að umsögn um frumvarp til laga um útlendinga:
"Í frumvarpinu er ekki rými fyrir fjölskyldusameiningar nema barna og aldraðra. Fjölskyldusameiningar hafa reynst samfélögum á Vestfjörðum vel og fólki sem kemur hingað á þeim forsendum hefur átt auðveldara en ella að aðlagast vestfirskum samfélögum."
b) Þingsályktun um fjögurra ára samgönguáætlun.
Bæjarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu að umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2015-2018:
"Ísafjarðarbær auglýsti nýlega eftir umsóknum um lóðir á hafnsæknu iðnaðarsvæði á Suðurtanga í framhaldi af nýlega samþykktu deiliskipulagi. Talsvert barst af umsóknum og lýsa þær áhuga og áformum um mikla uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Áform eru um iðnað á sviði fiskeldis og fiskvinnslu og nýsköpunariðnaði í tengslum við það. Auk þess hafa fleiri aðilar lýst áhuga á lóðum undir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga. Hyllir því undir mikla uppbyggingu og aukningu hagvaxtar ef unnt verður að uppfylla þarfir atvinnulífsins fyrir aðstöðu. Þetta þýðir að mikil og knýjandi þörf er fyrir landfyllingu, uppbygginu á hafnarkanti og hafnarþekju við Sundabakka á Suðurtanga á Ísafirði.
Aðgerðirnar munu styrkja verulega efnahag og umsvif á Vestfjörðum og mikilvægt að hægt sé að hefjast handa strax á næsta ári, enda lýsa fyrirtæki í sjávarútvegi vilja til að hefja framkvæmdir eftir um 4 ár. Framkvæma þarf landfyllingu á Suðurtanga og um 300 metra lengingu á Sundabakka. Klætt verði utan á núverandi viðlegukant og bætt við 300 metra lengingu, auk þess sem dýpkað verður í 12 metra viðlegudýpi á 500 metra kafla. Kanna þarf hönnun í líkani. Heildarkostnaður er áætlaður um 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020.
Yfirlit yfir þarfir Ísafjarðarbæjar í hafnargerð næstu árin.
Heildarkostnaður m.kr.
2017
2018
2019
2020
Alls
Nýr Sundabakki, Landfylling
300
300
Nýr Sundabakki, þekja og kantur
400
400
400
1.200
Löndunarkantur Suðureyri
110
110
Hafnsögu-/dráttarbátur
500
500
Þingeyrarhöfn
150
150
Hafskipakantur Flateyri
20
100
100
100
320
Alls m.kr.
430
1.000
650
500
2.580
Mikilvægir framkvæmdaþættir hjá Ísafjarðarhöfnum á næstu árum
2017
1: Landfylling, hafnarkantur og hafnarþekja við nýtt iðnaðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga á Ísafirði. Heildarkostnaður 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020. Þetta er 1. áfangi, kostnaður 2017 ráðgerður 300 m.kr.
2: Klára þarf endurbyggingu löndunarkants á Suðureyri seinni hluti. Í tillögunni er nú gert ráð fyrir um 40 m.kr. árið 2018 en ljóst að vöntun er á nærri 70 m.kr. sem þyrftu að koma fyrr. Heildarkostnaður verður um 110 m.kr.
3: Hafin verði áætlun um hvernig eigi að bjarga sokknum hafskipakanti á Flateyri. Hafskipakanturinn var byggður á árunum 2000 til 2003 en á fyrstu tveimur árunum eftir framkvæmd sökk hann um 90 sentímetra. Siglingastofnun, sem hannaði og sá um eftirlit með framkvæmdinni, hefur ekki samþykkt ábyrgð sína á mistökum í hönnun og eftirliti með framkvæmdinni. Gera þarf kröfu um að ríkið komi í mun meiri mæli að þessu verkefni en með venjulegu 60% mótframlagi. Kostnaður mun skipta hundruðum milljóna, en fyrst þarf að gera áætlun um leiðir til úrbóta.
4: Sett verði ný flotbryggja smábáta á Ísafirði í staðinn fyrir Básabryggju. Kostnaður 30 milljónir króna.
2018
1: Landfylling, hafnarkantur og hafnarþekja við nýtt iðnaðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga á Ísafirði. Heildarkostnaður 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020. Þetta er 2. áfangi, kostnaður 2018 ráðgerður 400 m.kr.
2: Árið 2014 tilkynnti Hanna Birna Kristjánsdóttir að Ísafjarðarhöfn væri skilgreind sem ein af sex Neyðarhöfnum á Íslandi. Við þessar kvaðir frá Ríkisvaldinu hefur ekki verið skilgreint í hverju þessi skipun felst um sérbúnað hafnarinnar. Það er þó ljóst að núverandi dráttarbátur hafnarinnar sem nú er á ellefta ári er of lítill til þess að fást við einhver meiriháttar slys sem kunna að koma upp og lenda á höfninni sem Neyðarhöfn ætti að fást við. Einnig vegna þess að með stækkun hafnarinnar og eins og nú er komið mikil fjölgun stórra skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar og stærri skip sem leggjast að bryggju þá er ljóst að núverandi hafnsögubátur er of lítill. Hafnir Ísafjarðarbæjar telur að brýnt verði að smíða nýjan bát með 40 tonna togkrafti. Kostnaður gæti numið um 500 milljónum.
2019
1: Landfylling, hafnarkantur og hafnarþekja við nýtt iðnaðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga á Ísafirði. Heildarkostnaður 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020. Þetta er 3. áfangi, kostnaður 2019 ráðgerður 400 m.kr.
2: Byrjað verði á endurbyggingu á Þingeyrarhöfn. Á Þingeyri er bæði gamall Hafskipakantur og Löndunarbryggja. Það má gera ráð fyrir að það þurfi að fara í mikla endurbætur á höfninni á þingeyri. Gera má ráð fyrir að kostnaður gæti numið allt að 150 milljónum.
2020
1: Landfylling, hafnarkantur og hafnarþekja við nýtt iðnaðarsvæði fyrir hafnsækna starfsemi á Suðurtanga á Ísafirði. Heildarkostnaður 1,5 milljarður og verkið þarf að vinnast á árunum 2017-2020. Þetta er 4. áfangi, kostnaður 2020 ráðgerður 400 m.kr."
c) Þingsályktunartillaga um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna.
Lagt fram til kynningar.
Forseti ber tillögu að umsögn um lög til útlendinga upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillögu að umsögn um tillögu til þingsályktuna um fjögurra ára samgönguáætlun upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Oddavegur 13, Flateyri - umsókn um lóð - 2016040068
455. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar lagði til við bæjarstjórn að Ísfelli ehf. verði úthlutað lóðinni að Oddavegi 13, Flateyri fyrir nótaþvottastöð, með þeim reglum sem um hana gilda.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Sigurður J. Hreinsson og Kristján Andri Guðjónsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
5.Bæjarráð - 925 - 1604008F
Fundargerð 925. fundar bæjarráðs sem haldinn var 11. apríl sl., fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
6.Bæjarráð - 926 - 1604016F
Fundargerð 926. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. apríl sl., fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.Bæjarráð - 927 - 1604022F
Fundargerð 927. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. apríl sl. fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
8.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 142 - 1604017F
Fundargerð 142. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 25. apríl sl. fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.Félagsmálanefnd - 408 - 1604010F
Fundargerð 408. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 12. apríl sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 168 - 1604003F
Fundargerð 168. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. apríl sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 454 - 1604009F
Fundargerð 454. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. apríl sl. fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 12:55.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Í desember 1997 var ákveðið að Jónas Ólafsson formaður bæjarráðs og Kristinn Jón Jónsson forseti bæjarstjórnar gegndu í sameiningu hlutverki bæjarstjóra til þess að ný bæjarstjórn væri kjörin vorið 1998. Ætlunin hafði verið að ráða til bæjarstjóra heimamann sem ekki væri úr hópi bæjarfulltrúa, en ekki gekk að fá neinn til að fórna starfi sínu fyrir svo stuttan starfstíma í bæjarstjórastólnum. Jónas og Kristinn Jón ákváðu því að deila embættinu með sér þennan stutta tíma.