Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
374. fundur 04. febrúar 2016 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir forseti
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjármögnun Eyrar Hjúkrunarheimilis - 2014090018

Lögð er fram eftirfarandi tillaga að lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjármögnunar á byggingu Hjúkrunarheimilisins Eyri á árinu 2015:

"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 150.000.000,- til 15 ára, í samræmi við drög að lánssamningi sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna greiðslu við byggingu hjúkrunarheimilisins Eyri, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

2.Verkefnanefnd Stefnumörkunar sveitarfélaga á Vestfjörðum, "eftir gegnumslátt" - 2016020005

Lögð er fram tillaga um að Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, verði aðalfulltrúi Ísafjarðarbæjar og Nanný Arna Guðmundsdóttir, varamaður í verkefnanefnd Stefnumörkunar sveitarfélaga á Vestfjörðum, "eftir gegnumslátt".
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

3.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lögð er fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins:

"Í ljósi nýrra upplýsinga sem komu fram á íbúafundi þann 28. janúar 2016 telja fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að skoða þurfi betur tillögurnar sem þar komu fram. Við leggjum til að svo verði gert, þannig að fullvíst sé að besta lausn hafi verið valin.
Lagt er til að þeirri skoðun verði hraðað eins og kostur er."
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson, Jónas Þór Birgisson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

Marzellíus Sveinbjörnsson dró tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til baka.

Arna Lára Jónsdóttir, lagði fram eftirfarandi breytingartillögu f.h. allra bæjarfulltrúa bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir afstöðu Ofanflóðasjóðs og Veðurstofu Íslands til þeirra hugmynda sem Tómas Jóhannesson sérfræðingur á Veðurstofu Íslands kynnti á íbúafundi um snjóflóðavarnir í Kubba í janúar sl. um að gerður verði 18 metra þvergarður í stað uppsetningu stoðvirkja.
Hvaða áhrif myndi slíkur garður hafa á hættumat Holtahverfis?
Er það mat Veðurstofu og Ofanflóðasjóðs að 18 metra þvergarður sé ásættanleg vörn í Kubba?
Er ekki tilefni til að endurskoða ákvarðanir varðandi snjóflóðavarnir í Kubba og skoða nánar að reisa 18 metra þvergarð í stað stoðvirkja?
Geta sveitarfélög ákveðið að skilja eftir hús á hættusvæði B þegar lausn sem fullver byggðina er í boði og hefur það einhver áhrif á aðkomu Ofanflóðasjóðs að verkefninu?"

Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

4.Bæjarráð - 916 - 1601024F

Fundargerð 916. fundar bæjarráðs sem haldinn var 1. febrúar sl., fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Bæjarráð - 915 - 1601019F

Fundargerð 915. fundar bæjarráðs sem haldinn var 25. janúar sl., fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Hátíðarnefnd - 5 - 1601013F

Fundargerð 5. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 2. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 165 - 1601002F

Fundargerð 165. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. janúar sl., fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 449 - 1601014F

Fundargerð 449. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. janúar sl., fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24 - 1512014F

Fundargerð 24. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. janúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Daníel Jakobsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?