Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurskoðun samstarfssamninga HSV haust 2015 - 2015110002
Tillaga 162. fundar íþrótta- og tómstundanefndar varðandi samstarfssamning HSV og Ísafjarðarbæjar og verkefnasamning sömu aðila.
2.Móttökuáætlun innflytjenda - 2015010086
Tillaga 403. fundar félagsmálanefndar um að skipa Védísi Geirsdóttur í vinnuhóp um gerð móttökuáætlunar innflytjenda.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
3.Land undir frístundahúsabyggð í Dýrafirði - 2015110025
Tillaga 907. fundar bæjarráðs um viljayfirlýsingu til útdeilingu lóða fyrir frístundahús, skv. meðfylgjandi gögnum.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Sigurður Jón Hreinsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Í-listinn leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi viljayfirlýsingu:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir vilja til að eiga samstarf við óstofnað félag í eigu Pálmars Kristmundssonar um uppbyggingu á 5 lóðum fyrir frístundahúsabyggð á svæði F25 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 með eftirfarandi skilyrðum:
-Landið er og verður áfram í eigu Ísafjarðarbæjar.
-Stofnuð verður lóð um svæðið.
-PK-félag lætur vinna deiliskipulag á svæðinu á sinn kostnað þar sem komið verður fyrir lóðum fyrir 5 frístundahús.
-PK-félag sér um að gera byggingarlóðir tilbúnar til úthlutunar á sinn kostnað m.a. lagningu vega, rafmagn og hita að lóðamörkum.
-PK-félag sér um úthlutun einstakra lóða sem skipulagðar verða á svæðinu. (Þetta stangast á við reglur um lóðaúthlutun þar sem félagið er fyrirfram með kaupendur að húsunum. Þarf kannski að skoða frekar.)
-Þegar lóð hefur verið úthlutað skv deiliskipulagi gerir sveitarfélagið lóðaleigusamning við þann sem PK-félag hefur úthlutað lóðinni.
-PK félag sækir um byggingarleyfi f.h. lóðahafa."
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Sigurður Jón Hreinsson leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Í-listinn leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi viljayfirlýsingu:
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir vilja til að eiga samstarf við óstofnað félag í eigu Pálmars Kristmundssonar um uppbyggingu á 5 lóðum fyrir frístundahúsabyggð á svæði F25 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 með eftirfarandi skilyrðum:
-Landið er og verður áfram í eigu Ísafjarðarbæjar.
-Stofnuð verður lóð um svæðið.
-PK-félag lætur vinna deiliskipulag á svæðinu á sinn kostnað þar sem komið verður fyrir lóðum fyrir 5 frístundahús.
-PK-félag sér um að gera byggingarlóðir tilbúnar til úthlutunar á sinn kostnað m.a. lagningu vega, rafmagn og hita að lóðamörkum.
-PK-félag sér um úthlutun einstakra lóða sem skipulagðar verða á svæðinu. (Þetta stangast á við reglur um lóðaúthlutun þar sem félagið er fyrirfram með kaupendur að húsunum. Þarf kannski að skoða frekar.)
-Þegar lóð hefur verið úthlutað skv deiliskipulagi gerir sveitarfélagið lóðaleigusamning við þann sem PK-félag hefur úthlutað lóðinni.
-PK félag sækir um byggingarleyfi f.h. lóðahafa."
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070
Tillaga 361. fundar fræðslunefndar varðandi opnun leikskóladeildar, tímabundið.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Gunnhildur Björk Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson.
Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Í-listi leggur til að deild elstu barna af leikskólanum Sólborg verði færð á Austurveg 9 (Sundhöll Ísafjarðar) til að fjölga leikskólaplássum á Ísafirði svo hægt sé að standa við stefnu Ísafjarðarbæjar um að bjóða öllum börnum eldri en 18 mánaða og eldri leikskólavist."
Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 7-0.
Tveir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Í-listi leggur til að deild elstu barna af leikskólanum Sólborg verði færð á Austurveg 9 (Sundhöll Ísafjarðar) til að fjölga leikskólaplássum á Ísafirði svo hægt sé að standa við stefnu Ísafjarðarbæjar um að bjóða öllum börnum eldri en 18 mánaða og eldri leikskólavist."
Forseti ber breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 7-0.
Tveir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
5.Sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar 2016 - 2015090088
Tillaga 361. fundar fræðslunefndar varðandi sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar sumarið 2016.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson og Gunnhildur Björk Elíasdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Í-listi leggur til að sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar árið 2016 verði með þeim hætti að lokað verður í þrjár vikur og foreldrar velji eina viku fyrir eða eftir."
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Arna Lára Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu fyrir hönd Í-listans:
"Í-listi leggur til að sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar árið 2016 verði með þeim hætti að lokað verður í þrjár vikur og foreldrar velji eina viku fyrir eða eftir."
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
6.Öldungaráð Ísafjarðarbæjar - 2014080062
Tillaga bæjarstjóra um tilnefningu fulltrúa í öldungaráð Ísafjarðarbæjar, sbr. samþykktir fyrir öldungaráð Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Forseti leggur fram tillögu um að bæjarstjórn tilnefni Auði Ólafsdóttur og Magnús Reyni Guðmundsson sem aðalmenn í öldungaráði og Sigríði Magnúsdóttur og Smára Haraldsson sem varamenn í öldungaráði.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti leggur fram tillögu um að bæjarstjórn tilnefni Auði Ólafsdóttur og Magnús Reyni Guðmundsson sem aðalmenn í öldungaráði og Sigríði Magnúsdóttur og Smára Haraldsson sem varamenn í öldungaráði.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078
Tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048
Bæjarstjóri leggur fram, til fyrri umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja fyrir árið 2016, ásamt tillögu að þriggja ára fjárhagsáætlun 2017-2019 og tillögum að gjaldskrám 2016.
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristín Hálfdánsdóttir.
Forseti leggur til að fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja verði frestað til fimmtudagsins 26. nóvember n.k. og síðari umræða verði í bæjarstjórn 10. desember n.k.
Hlé var gert á fundinum kl. 18:05, fundurinn hófst aftur kl. 18:08.
Forseti ber tillöguna til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti leggur til að fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja verði frestað til fimmtudagsins 26. nóvember n.k. og síðari umræða verði í bæjarstjórn 10. desember n.k.
Hlé var gert á fundinum kl. 18:05, fundurinn hófst aftur kl. 18:08.
Forseti ber tillöguna til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
9.Bæjarráð - 906 - 1511008F
Fundargerð 906. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. nóvember sl., fundargerðin er í 19 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
10.Bæjarráð - 907 - 1511013F
Fundargerð 907. fundar bæjarráðs sem haldinn var 16. nóvember sl., fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.Félagsmálanefnd - 403 - 1511003F
Fundargerð 403. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 3. nóvember sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.Fræðslunefnd - 361 - 1510023F
Fundargerð 361. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 5. nóvember sl., fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 161. - 1511004F
Fundargerð 161. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 4. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.Íþrótta- og tómstundanefnd - 162 - 1511006F
Fundargerð 162. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. nóvember sl., fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 445 - 1510017F
Fundargerð 445. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Arna Lára Jónsdóttir leggur fram, f.h. Í-listans, eftirfarandi breytingartillögur á samstarfssamningi HSV og Ísafjarðarbæjar:
Fyrri breytingartillaga:
"Að 5. gr. samstarfssamningsins verði sem hér segir:
"HSV skal gera báðum kynjum jafn hátt undir höfði í öllum störfum sínum. Stefna HSV í jafnréttismálum verði að félagsmönnum sé ekki mismunað eftir aldri, kyni eða kynþætti. Bæði kyn séu hvött til áframhaldandi íþróttaiðkunar. Í stjórn HSV og félögum þess skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Ef félög verða uppvís að mismunun eða að þau geri kynjunum mishátt undir höfði hefur það áhrif á frekari greiðslur til viðkomandi félags.""
Síðari breytingartillaga:
"Í-listinn leggur til að HSV fái 5 íbúðir til umráða í stað 6 eins og getið er í fyrirliggjandi samningi."
Forseti ber fyrstu breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber síðari breytingartillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 4-2.
Þrír sitja hjá við atkvæðagreiðslu samningsins, Marzellíus Sveinbjörnsson óskaði eftir að bókað yrði að hann sæti hjá við atkvæðagreiðsluna vegna aðkomu hans að 13. gr. samningsins sem starfsmaður Ísafjarðarbæjar.