Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
361. fundur 07. maí 2015 kl. 16:00 - 18:55 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Erla Rún Sigurjónsdóttir varamaður
  • Kristján Andri Guðjónsson forseti
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristín Hálfdánsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, er fjarverandi, Þórdís Sif Sigurðardóttir, er staðgengill bæjarstjóra í fjarveru hans.

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana 2014 - síðari umræða - 2015010057

Ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2014 var á 860. fundi bæjarstjórnar vísað til síðar umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Daníel Jakobsson.

Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og sjóða fyrir árið 2014, lagði Kristján Andri Guðjónsson, forseti, til að ársreikningur 2014 yrði samþykktur með þeim breytingum sem gerðar voru milli umræðna.

Tillaga forseta samþykkt 9-0.
Edda María Hagalín yfirgaf fundinn kl. 16:09.

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 16:00

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - breyting. - 2013060014

I. tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar um endurskoðun skipulags í stað breytinga.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Hreinsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Daníel Jakobsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Erla Rún Sigurjónsdóttir.

Á 433. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020 tekið fyrir:

"Teknar fyrir að nýju umsagnir og athugasemdir við auglýsta skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Lögð fram greinargerð nefndarinnar dags. 22. apríl 2015.
Skipulags og mannvirkjanefnd hefur tekið fyrir og fjallað um umsagnir og athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á 427, 428, 429, 430 og 431 fundum nefndarinnar.

Með vísan í greinargerð dags. 22. apríl 2015 þar sem fram kemur rökstuðningur og afstaða nefndarinnar leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt með neðangreindum breytingum og að þær breytingar sem ekki er bókað sérstaklega um verði teknar til áframhaldandi vinnslu aðalskipulagsins eins og þær koma fram í auglýstri skipulags- og matslýsingu og umfjöllun og afstöðu nefndarinnar í greinargerðinni.
Jafnframt leggur nefndin til að í staðinn fyrir að gerðar séu svo viðamiklar breytingar á aðalskipulaginu fari fram heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 þar sem samþykkt skipulags- og matslýsing verði lögð til grundvallar.
Eftirfarandi breytingar verði gerðar á auglýstri skipulags- og matslýsingu:
3.2 NESDALUR - MINNKUN Á SVÆÐI FYRIR FRÍSTUNDABYGGÐ
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir þær athugasemdir sem gerðar eru við gildandi aðalskipulag, er varðar Nesdal og leggur til að engin frístundabyggð verði leyfð í Nesdal.
3.6 ENGIDALUR - TILFÆRSLA Á REIÐLEIÐ
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breyting verði gerð á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Forsendur skortir fyrir framkvæmdinni, þegar eindregin andstaða landeiganda liggur fyrir.
3.7 SELJALANDSDALUR - EFNISTAKA
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breytingartillaga fari inn í aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Náma á þessum stað myndi verða mjög áberandi frá stóru svæði með tilheyrandi neikvæðum áhrifum. Efni í tilgreindan varnargarð er sótt annað og því getur ekki talist vera brýn þörf á nýrri efnisnámu í Skutulsfirði, á allra næstu árum.
3.10 STÓRA-EYJAVATN - VATNAFLUTNINGAR
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar að framangreind breyting verði gerð á aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. Nefndin tekur heilshugar undir framkomnar athugasemdir um að ekki komi til greina að skerða náttúrulega fegurð Dynjanda með skerðingu á vatnasviði hans.
3.12 BREIÐADALSHEIÐI OG SKUTULSFJÖRÐUR - ENDURNÝJUN RAFLÍNA
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að tillaga að línuleið EDBCO, sem liggur utan brunnsvæðis og er öll í jörðu, verði sett inn sem breyting á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
3.13 TUNGUDALUR - ENDURSKOÐUN LANDNOTKUNAR
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ótímabært að gera breytingar á skilgreiningu landnotkunar í Tungudal, á meðan að ekki liggur fyrir framtíðarsýn um svæðið.

Auk þess leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til að eftirfarandi breytingartillögur sem ekki eru inni í auglýstri matslýsingu verði teknar inn í heildarendurskoðun aðalskipulagsins:

- Djúpvegur 61 við Krók, erindi Vegagerðarinnar.
- Virkjun í Breiðadal.
- Gististaðir samkvæmt bókun bæjarráðs, fundur 882."

Forseti ber tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Setning siðareglna kjörinna fulltrúa - 2011070026

II. tillaga forseta og varaforseta bæjarstjórnar að endurskoðuðum siðareglum kjörinna fulltrúa.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra, Daníel Jakobsson.

Forseti og varaforsetar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggja fram tillögu að endurskoðuðum siðareglum kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar fyrir bæjarstjórn.

Forseti ber nýjar siðareglur til samþykktar.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Breyting á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar - 2014120012

III. tillaga atvinnu- og menningamálanefndar.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Erla Rún Sigurjónsdóttir, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra, og Arna Lára Jónsdóttir.

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar atvinnu- og menningamálanefndar á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.

Forseti ber tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

IV. tillaga frá forseta bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Sigurður Hreinsson, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson og Gunnhildur Elíasdóttir.

Forseti leggur til að bæjarstjórn staðfesti athugasemdir nefnda um eftirfarandi frumvörp til laga, sem send hafa verið Ísafjarðarbæ til umsagnar:
a) Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum (réttarstaða leigjanda og leigusala), 696. mál.
b) Frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl, 691. mál.
c) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld, 692. mál.
d) Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál.
e) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, 561. mál.

Bæjarfulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi breytingartillögu á umsögn Ísafjarðarbæjar vegna b) Frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl:

"Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Alþingi og sjávarútvegsráðherra að gera ekki að lögum fyrirliggjandi frumvarp um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl. Það er fullkomlega óeðlilegt að afhenda þessi verðmæti án þess að sanngjarnt gjald komi fyrir og verður það tæplega gert nema með uppboðum á markaðsverði.
Nú er verðmæti aflaheimilda í makríl metið á 150-200 milljarða og á að afhenda útvöldum fyrirtækjum til frjálsrar notkunar og framsals næstu sex ár ? og tæknilega séð um alla framtíð nái frumvarpið fram að ganga. Þannig er þjóðin hlunnfarin um fleiri milljarða á hverju ári sem gæti nýst í uppbyggingu innviða landsins til að bæta lífskjör þjóðarinnar.
Í frumvarpinu er hvergi sett fram sú sjálfsagða grundvallarforsenda að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameiginleg og ævarandi eign íslensku þjóðarinnar. Um þetta mikilvæga atriði má ekki vera neinn efi og mikilvægt að það komi fram með óyggjandi hætti að þessi ráðstöfun stjórnvalda á aflamarki myndi aldrei eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir þeim.
Það verður líka að benda á að við upphaf makrílveiða við Ísland voru takmarkanir á veiðum víða við land, sem hafði umtalsverð áhrif á hvort að útgerðir á þeim svæðum næðu að nýta þennan nýja nytjastofn og öflun veiðireynslu á þeim svæðum því svo til útilokuð. Líta verður á það sem alvarlega aðför að þeim svæðum landsins, sem bæði þurftu að búa við þessa hömlur á nýtingu stofnsins í upphafi og eiga í framhaldinu einnig að vera útilokaðar í framtíðinni vegna sömu hamla. Benda má á að á sínum tíma þótti sambærileg úthlutun á grálúðukvóta alls ekki forsvaranleg og var þeim kvóta dreift langt útfyrir þann ramma sem nýtingarsagan náði yfir.
Jafnframt telur bæjarstjórn Ísafjaðarbæjar ekki tímabært að kvótasetja veiðar smábáta á makríl. Veiðar smábáta á makríl hafa komið sér afar vel fyrir dreifðari byggðir landsins þar sem smábátaútgerðin er sterk og getur ýtt undir aukna atvinnusköpun og vöxt greinarinnar."

Forseti leggur breytingartillögu Í-listans til atkvæða.
Einn bæjarfulltrúi situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillagan samþykkt 5-3.

6.Aukning strandveiðiafla - 2015040055

V. tillaga Í-listans til bæjarstjórnar að ályktun.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson, Jónas Þór Birgisson og Sigurður Hreinsson.

Bæjarfulltrúar Í-listans leggja fram eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar:

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir með Landssambandi smábátaeigenda um mikilvægi þess að auka heildaraflann í strandveiðum. Með aukningu strandveiðipottsins aukast umsvif og atvinna í sjávarbyggðum um allt land. Arður af þessum veiðum verður að mestu eftir í heimabyggð vegna launa og keyptrar þjónustu.
Þessar veiðar eru sérlega mikilvægar fyrir Vestfirði. Ólíkt er það gleðilegra að sjá afla af Vestfjarðamiðum koma á land á Vestfjörðum en að sjá honum siglt beina leið af miðunum án þess að eiga hér nokkra viðkomu.
Vestfirðingar allir hafa þurft að taka á sig þá skerðingu sem verið hefur í þorskveiðum í langan tíma auk afleiðinganna af grimmúðlegum samfélagsáhrifum kvótakerfisins. Það er ekki nema sanngjarnt að þeir fái hlutdeild í aukningu þegar hún er möguleg.
Krafa LS um 2.000 tonna aukningu er að mati bæjarstjórnar full hógvær og væri miklu fremur nauðsyn að auka strandveiðipottinn í 20.000 tonn en ekki aðeins 10.000 tonn. Sérstaklega þarf að huga að aukningu á Vestfjörðum í þessu sambandi, þar sem ásókn í strandveiðar er mest, og víst er að fáar byggðaaðgerðir myndu vera jafnskjótvirkar og óumdeildar.
Um er að ræða einfalda og sanngjarna byggðaaðgerð þar sem smærri sjávarbyggðir njóta nálægðar við fiskimiðinu, ólíkt því sem leiðir af núverandi kerfi samþjöppunar. Arðurinn af veiðunum smábáta rennur þannig í mun meiri mæli til þeirra samfélaga sem ættu að njóta nálægðar sinnar við fiskimiðin og til þeirra einstaklinga sem raunverulega skapa verðmætin.“

Jónas Þór Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

"Bæjarfulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fagna öllum aðgerðum stjórnvalda sem efla fyrirtæki í bæjarfélaginu og hafa jákvæð áhrif á atvinnu íbúanna. Almenn aukning aflaheimilda eða tilfærsla á strandveiðikvóta til norð-vestursvæðisins, þar sem langflestir bátar stunda þessar veiðar, af öðrum svæðum væri til dæmis fagnaðarefni. Það gagnast hinsvegar ekki að taka veiðiheimildir úr einum útgerðarflokki til að flytja í annan flokk. Slíkt er aðför að fyrirtækjum sem haldið hafa uppi atvinnu í bæjarfélaginu um árabil en ekki síður að starfsfólki þeirra."

Forseti ber tillögu bæjarfulltrúa Í-listans til atkvæða.
Einn situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

Tillagan samþykkt 5-3.

7.Menningarmiðstöð - fjárframlög - 2013070023

VI. tillaga bæjarráðs.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Lagður er fram samningur milli Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar og Ísafjarðarbæjar, sem undirritaður var með fyrirvara um samþykki bæjarráðs 22. apríl sl.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verður samþykktur.

Forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Erla Rún Sigurjónsdóttir yfirgefur fundinn kl. 18:20.

8.Bæjarráð - 882 - 1504015F

Fundargerð 882. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20. apríl sl., fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 883 - 1504021F

Fundargerð 883. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. apríl sl., fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 884 - 1504023F

Fundargerð 884. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. maí sl., fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 125 - 1504010F

Fundargerð 125. fundar atvinnu- og menningamálanefndar sem haldinn var 27. apríl sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 355 - 1504009F

Fundargerð 355. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 21. apríl sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.43. Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis - 2014080051

Fundargerðir 43. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis sem haldinn var 25. mars sl., fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.44. fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis - 2014080051

Fundargerð 44. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis sem haldinn var 22. apríl sl., fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Gunnhildur Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir.

Marzellíus Sveinbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun við fundargerðina:
"Marzellíus Sveinbjörnsson skorar á nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis að taka til baka þá ákvörðun sýna að falla frá uppsetningu loftræstikerfis, ég tel að loftræstikerfið sé jafn mikilvægt og aðrir verkþættir hússins."

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?