Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
550. fundur 03. apríl 2025 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Steinþór Bjarni Kristjánsson varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Birkir Helgason
  • Anton Helgi Guðjónsson
    Aðalmaður: Kristján Þór Kristjánsson
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon forseti
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 05 - launabreytingar - 2025020006

Tillaga frá 1320. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 31. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2025, vegna breytinga á launaáætlun vegna kjarasamninga KÍ, breytinga á fjölda barna á Tanga haustið 2025 og skammtímaafleysinga á bæjarskrifstofum.



Hækkanir launa vegna nýrra kjarasamninga KÍ nema 62 m.kr. Einnig er gerð viðbótar hækkun á Tanga sem nemur 8,2 m.kr. vegna breyttra forsenda haustið 2025 en þörf er á fjölgun stöðugilda vegna fjölgun barna en fyrir liggja uppfærðir útreikningar leikskólalíkans. Að lokum er hækkun launakostnaðar vegna skammtímaafleysinga á bæjarskrifstofu sem nema 1,9 m.kr.

Heildar hækkun launaáætlunar nemur því kr. 71.945.550,-

Auknum launakostnaði er mætt með leiðréttingu á áætlun jöfnunarsjóðs sem nemur 22,4 m.kr., lækkun á ófyrirséðum kostnaði upp á 23,2 m.kr. og lækkun á áætlun snjómoksturs um 26,4 m.kr. Heildar áhrif viðaukans er því 0 kr.



Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur 223.000.000,-

Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 995.000.000,- (án samstarfsverkefna B-hluta).
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - 06 - endurbætur Safnahús - 2025020006

Tillaga frá 1320. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 31. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2025, vegna endurbóta á barna- og ungmennadeild Bókasafnsins á Ísafirði.



Fyrirhugaðar framkvæmdir í barna- og unglingadeild fyrir 100 ára afmæli hússins, sem voru bæði kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2025, auk þess sem óljóst var hvort ákveðin verkefni ættu heima á framkvæmdum Safnahúss eða á rekstri stofnunarinnar. Unnið eftir hönnun arkitekts og skv. verkáætlun sem skipt var niður á nokkur ár.



Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 223.000.000.

Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 995.0000.000,-(án samstarfsverkefna B-hluta).
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2023110113

Tillaga frá 1319. fundi bæjarráðs, sem var haldinn 24. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði kosinn aðalfulltrúi í kjörnefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga, í stað Örnu Láru Jónsdóttur, og að varafulltrúi verði Kristján Þór Kristjánsson, í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Steinþór Bjarni Kristjánsson.

Steinþór Bjarni yfirgaf fund kl. 17:07 vegna vanhæfis við afgreiðslu málsins. Steinþór Bjarni kom aftur til fundarins kl. 17:08.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.

4.Körfubíll - viljayfirlýsing um kaup 2026 - NH587 - 2025030208

Tillaga frá 1320. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 31. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki samkomulag um lán Ísafjarðarbæjar á Scania körfubifreið með Bronto lyftubúnaði, NH-587, af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, og að við lok lánstíma 31. janúar 2026 muni Ísafjarðarbær skuldbinda sig til að kaupa bifreiðina.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Fjarðargata 30 á Þingeyri. Lóðarmál - 2025030166

Tillaga frá 649. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings vegna Fjarðargötu 30 á Þingeyri.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Lóðamál safnasvæðis í Neðstakaupstað - 2025030027

Tillaga frá 649. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila lóðarleigusamning við Neðstakaupstað við Ásgeirsgötu 1a, á Ísafirði.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Skeið 7, Ísafirði. Stækkun byggingarreits spennistöðvar - 2025020073

Tillaga frá 649. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. mars 2025, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stækkun á byggingarreit í samræmi við umsókn þar sem ekki bárust athugasemdir við grenndarkynningu.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Bæjarráð - 1318 - 2503014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1318. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 17. mars 2025.



Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1319 - 2503020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1319. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 24. mars 2025.



Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Bæjarráð - 1320 - 2503026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1320. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 31. mars 2025.



Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 649 - 2503021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 648. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. mars 2025.



Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 20 - 2503016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 18. mars 2025.



Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

14.Öldungaráð - 17 - 2503012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar öldungaráðs, en fundur var haldinn 20. mars 2025.



Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?