Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Starfslok Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra - 2024120013
Lagt fram til kynningar bréf Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 3. desember 2024, þar sem óskað er eftir lausn frá störfum, þar sem hún náði kjöri sem þingmaður Samfylkingarinnar.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Gylfi Ólafsson, og Kristján Þór Kristjánsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Nefndarmenn 2022-2026 - forseti bæjarstjórnar og varaforseti - 2022050135
Tillaga forseti um að Magnús Einar Magnússon verði kosinn forseti bæjarstjórnar í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur og að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kosin 1. varaforseti í stað Magnúsar Einars Magnússonar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Nýr forseti bæjarstjórnar, Magnús Einar Magnússon, tók við stjórn fundarins, kl. 17.09.
3.Nefndarmenn 2022-2026 - skipulags- og mannvirkjanefnd - 2022050135
Tillaga forseta bæjarstjórnar, f.h. Í-lista, um að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kosin aðalfulltrúi og formaður skipulags- og mannvirkjanefndar í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.
Þá er lagt til að Finney Rakel Árnadóttir verði kosin varamaður í skipulags- og mannvirkjanefnd í stað Þóris Guðmundssonar.
Þá er lagt til að Finney Rakel Árnadóttir verði kosin varamaður í skipulags- og mannvirkjanefnd í stað Þóris Guðmundssonar.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Nefndarmenn 2022-2026 - umhverfis- og framkvæmdanefnd - 2022050135
Tillaga forseta bæjarstjórnar, f.h. Í-lista, um að Hafnhildur Hrönn Óðinsdóttir verði kosin varamaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd í stað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
5.Ráðning bæjarstjóra 2024 - 2024120012
Tillaga forseta um ráðningu Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lagður fram til samþykktar ráðningarsamningur.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Gylfi Ólafsson, Jóhann Birkir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson.
Kristján Þór Kristjánsson, f.h. B-lista Framsóknarflokks, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Við fjárhagsáætlun 2023 bókuðum við í Framsókn eftirfarandi "Kjarasamningar eru lausir á árinu 2024 og er óljóst hvernig samningaviðræður munu ganga. Framsókn leggur til við meirihluta Í-lista og bæjarstjóra að ganga fram með góðu fordæmi og leggja til að samningur bæjarstjóra verði ekki tengdur launavísitölu heldur fylgi samskonar hækkununum og starfsmenn sveitarfélaga fá skv. kjarasamningum. Væri það gott fyrsta innlegg Ísafjarðarbæjar inn í vinnu við kjarasamninga og myndi senda jákvæða strauma inn í kjarasamningaviðræður". Í dag liggur svo fyrir samningur við nýjan bæjarstjóra þar sem haldið er inni tengingu við launavísitölu. Sá samningur sem liggur fyrir núna er vegna vísitöluhækkana 278.504 kr hærri í mánaðarlaun en samþykkur var fyrir tveimur árum. Það þýðir að árslaun bæjarstjóra sem voru árið 2022 22.047.948 kr eru í dag 25.389.996 kr. Sem þýðir einnig að laun bæjarstjóra hafa hækkað á tveimur árum um 3.342.048 kr eða um 1.671.024 kr á ári eða um hver mánaðamót hafa laun bæjarstjóra hækkað um 139.252 kr að meðaltali. Þetta eru ótrúlegar tölur. Við í Framsókn ítrekum bókun okkar frá því árið 2023 að samningar bæjarstjóra og bætum núna við annarra starfsmanna sveitarfélagsins sem eru með vísitölutengda samninga verði teknir upp og breytt þannig að þeir hækki skv. kjarasamningum líkt og allir aðrir starfsmenn sveitarfélagsins. Framsókn kom ekki að vali bæjarstjóra eða samningsgerð og teljum við hækkanir launa bæjarstjóra óhóflegar undanfarin tvö ár. Við munum því sitja hjá við afgreiðslu málsins líkt og við síðustu ráðningu bæjarstjóra. Framsókn vill taka fram að bókun þessi er á engan hátt vantraust á Sigríði Júlíu sem persónu eða sem komandi bæjarstjóra. Samskipti og samstarfs okkar við Sigríði í bæjarstjórn hafa ávalt verið mjög góð."
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 7-0.
Kristján Þór Kristjánsson og Elísabet Samúelsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðslu.
Kristján Þór Kristjánsson, f.h. B-lista Framsóknarflokks, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Við fjárhagsáætlun 2023 bókuðum við í Framsókn eftirfarandi "Kjarasamningar eru lausir á árinu 2024 og er óljóst hvernig samningaviðræður munu ganga. Framsókn leggur til við meirihluta Í-lista og bæjarstjóra að ganga fram með góðu fordæmi og leggja til að samningur bæjarstjóra verði ekki tengdur launavísitölu heldur fylgi samskonar hækkununum og starfsmenn sveitarfélaga fá skv. kjarasamningum. Væri það gott fyrsta innlegg Ísafjarðarbæjar inn í vinnu við kjarasamninga og myndi senda jákvæða strauma inn í kjarasamningaviðræður". Í dag liggur svo fyrir samningur við nýjan bæjarstjóra þar sem haldið er inni tengingu við launavísitölu. Sá samningur sem liggur fyrir núna er vegna vísitöluhækkana 278.504 kr hærri í mánaðarlaun en samþykkur var fyrir tveimur árum. Það þýðir að árslaun bæjarstjóra sem voru árið 2022 22.047.948 kr eru í dag 25.389.996 kr. Sem þýðir einnig að laun bæjarstjóra hafa hækkað á tveimur árum um 3.342.048 kr eða um 1.671.024 kr á ári eða um hver mánaðamót hafa laun bæjarstjóra hækkað um 139.252 kr að meðaltali. Þetta eru ótrúlegar tölur. Við í Framsókn ítrekum bókun okkar frá því árið 2023 að samningar bæjarstjóra og bætum núna við annarra starfsmanna sveitarfélagsins sem eru með vísitölutengda samninga verði teknir upp og breytt þannig að þeir hækki skv. kjarasamningum líkt og allir aðrir starfsmenn sveitarfélagsins. Framsókn kom ekki að vali bæjarstjóra eða samningsgerð og teljum við hækkanir launa bæjarstjóra óhóflegar undanfarin tvö ár. Við munum því sitja hjá við afgreiðslu málsins líkt og við síðustu ráðningu bæjarstjóra. Framsókn vill taka fram að bókun þessi er á engan hátt vantraust á Sigríði Júlíu sem persónu eða sem komandi bæjarstjóra. Samskipti og samstarfs okkar við Sigríði í bæjarstjórn hafa ávalt verið mjög góð."
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 7-0.
Kristján Þór Kristjánsson og Elísabet Samúelsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðslu.
6.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126
Forseti leggur fram til samþykktar og síðari umræðu tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028.
Jafnframt lögð fram til samþykktar og síðari umræðu framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2025-2035.
Jafnframt lögð fram til samþykktar og síðari umræðu framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2025-2035.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gylfi Ólafsson, Jóhann Birkir Helgason, Elísabet Samúelsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.
Gylfi Ólafsson, f.h. Í-listans, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Rekstur bæjarins er traustur, stjórnin styrk og þjónusta bæjarins heldur áfram að batna.
Afgangur af A-hluta verður 223 m.kr, og af A og B hluta samanlögðum verður hann 776 m.kr. Þetta gerist þrátt fyrir útgjaldaaukningu sem ætlað er að bæta lífsgæði íbúa enn meira. Frístundastyrkir, enn ríkari áhersla á menningarlíf og gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru meðal þeirra breytinga sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa á næsta ári.
Við upphaf kjörtímabilsins var það okkar fyrsta verk að setja bænum metnaðarfull fjárhagsleg markmið. Þau sneru að tekjum, gjöldum, skuldahlutföllum og fleiru. Markmiðin hertust eftir því sem leið á tímabilið. Skemmst er frá því að segja að nær öll þessi markmið hafa náðst, og árið 2025 verður ekki undantekning.
Þar er að þakka blöndu af vestfirsku góðæri og styrkri fjármálastjórn. Tekjur bæjarins hafa hækkað með auknu útsvari og hærra fasteignamat eykur þær enn frekar. En við ætlum ekki að sofa á verðinum. Fasteignaskattsprósentan fyrir íbúa heldur áfram að lækka, og fer nú í 0,5% af fasteignamati en var 0,56% við upphaf kjörtímabilsins.
Við þökkum starfsfólki bæjarins, fráfarandi bæjarstjóra og minnihlutanum í bæjarstjórn kærlega fyrir gott samstarf við undirbúning áætlunarinnar."
Jóhann Birkir Helgason, f.h. D-lista Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undanfarin ár hafa tekjur Ísafjarðarbæjar verið að aukast verulega eins og sjá má í rekstrarreikningi. Tekjur frá árinu 2023 hafa aukist um 1600 millj. Tekjuaukning auk aðhalds í rekstri eru nú að skila fjárhagsáætlun 2025 með jákvæðri rekstarniðurstöðu í A-hluta upp á 233 millj. og samstæðu A og B-hluta í 776 millj. Fjárfesting samstæðunnar er nú 980 millj.
Fjárhagsleg markmið sem bæjarstjórn setti sér hafa haldið aga á fjármálum sveitarfélagsins og hjálpað til við halda rekstrinum góðum.
Við í Sjálfstæðisflokknum höfum barist fyrir því að hluti þess góða reksturs komi íbúum til góða og þökkum við Í-listanum fyrir að taka undir þau sjónarmið okkar með lækkun fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði.
Þrátt fyrir að tekjur aukist milli áranna 2024 og 2025 um 400 millj. og vaxtagjöld og verðbætur lækki milli ára um 100 millj. þá er gert ráð fyrir verri rekstrarniðurstöðu. Þetta veldur okkur áhyggjum.
Í þessari fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að stöðugildum fjölgi um 12,6, þegar vel gengur þarf að huga enn betur að aðhaldi í rekstri. Því eins og við vitum þá þarf sterk bein til að þola góða daga.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja þakka fyrir góða samvinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Þrátt fyrir það sem að talið er upp hér að ofan þá erum við á réttri leið og munum því samþykkja framlagða fjárhagsáætlun."
Elísabet Samúelsdóttir, f.h. B-lista Framsóknarflokks, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Með vaxandi tekjum og ákvörðun bæjarstjórnar um fjárhagsleg markmið er sveitarsjóður Ísafjarðarbæjar að braggast verulega eftir erfiða tíma í kringum heimsfaraldur 2020. Í fyrra voru merki um verulega vaxandi tekjur sveitarsjóðs en þá gerðum við í Framsókn athugasemdir um hækkandi rekstrarkostnað og þá sérstaklega launakostnað og aukningu á stöðugildum. Við gerum ekki athugasemdir við kostnaðarhækkanir í núverandi fjárhagsáætlun. Við vinnu fjárhagsáætlunar og við fyrstu umræðu kom í ljós að tækifæri voru í frekari skatta og kostnaðarlækkunum fyrir íbúa í sveitarfélaginu og studdum við lækkun fasteignagjalda. Við fyrri umræðu lögðum við í Framsókn fram tillögu um að setja á frístundastyrki fyrir börn í sveitarfélaginu og vorum við þar að horfa sérstaklega til að gera betur fyrir fjölskyldur. Í bókun Framsóknar við fyrri umræðu kom meðal annars eftirfarandi fram “ Í mörgum sveitarfélögum er veittur frístundastyrkur. Frístundaiðkun barna er kostnaðarsöm og myndi frístundastyrkur vera góð búbót til barnafjölskyldna í Ísafjarðarbæ. Einnig er þetta hvati til íþrótta og tómstundaþátttöku barna og unglinga og styrki grunn þess að öll börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Framsókn telur frístundakort gera sveitarfélagið enn samkeppnishæfara þegar kemur að búsetuákvörðun fjölskyldufólks. Bæjarstjórn tók vel í erindið og var ákveðið að setja í verkefnið 10 milljónir króna og er verið að vinna að reglum í kringum frístundastyrkinn. Framsókn þakkar fyrir góð viðbrögð við hugmynd um frístundastyrk. Einnig þakkar Framsókn góða og gegnsæja vinnu við fjárhagsáætlun. Við teljum bæjarstjórn vera á réttri leið og teljum við nú sem áður það ekki síst vera vegna góðrar samvinnu allra í bæjarstjórn. Framsókn stendur fyrir samvinnu, hófsemi og heiðarleika og endurspeglar fjárhagsáætlun og fjárhagsáætlunarvinna þau viðhorf."
Forseti bar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028, og framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2025-2035, fram upp til atkvæða.
Áætlanir samþykktar 9-0.
Gylfi Ólafsson, f.h. Í-listans, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Rekstur bæjarins er traustur, stjórnin styrk og þjónusta bæjarins heldur áfram að batna.
Afgangur af A-hluta verður 223 m.kr, og af A og B hluta samanlögðum verður hann 776 m.kr. Þetta gerist þrátt fyrir útgjaldaaukningu sem ætlað er að bæta lífsgæði íbúa enn meira. Frístundastyrkir, enn ríkari áhersla á menningarlíf og gjaldfrjálsar skólamáltíðir eru meðal þeirra breytinga sem hafa áhrif á daglegt líf íbúa á næsta ári.
Við upphaf kjörtímabilsins var það okkar fyrsta verk að setja bænum metnaðarfull fjárhagsleg markmið. Þau sneru að tekjum, gjöldum, skuldahlutföllum og fleiru. Markmiðin hertust eftir því sem leið á tímabilið. Skemmst er frá því að segja að nær öll þessi markmið hafa náðst, og árið 2025 verður ekki undantekning.
Þar er að þakka blöndu af vestfirsku góðæri og styrkri fjármálastjórn. Tekjur bæjarins hafa hækkað með auknu útsvari og hærra fasteignamat eykur þær enn frekar. En við ætlum ekki að sofa á verðinum. Fasteignaskattsprósentan fyrir íbúa heldur áfram að lækka, og fer nú í 0,5% af fasteignamati en var 0,56% við upphaf kjörtímabilsins.
Við þökkum starfsfólki bæjarins, fráfarandi bæjarstjóra og minnihlutanum í bæjarstjórn kærlega fyrir gott samstarf við undirbúning áætlunarinnar."
Jóhann Birkir Helgason, f.h. D-lista Sjálfstæðisflokks lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undanfarin ár hafa tekjur Ísafjarðarbæjar verið að aukast verulega eins og sjá má í rekstrarreikningi. Tekjur frá árinu 2023 hafa aukist um 1600 millj. Tekjuaukning auk aðhalds í rekstri eru nú að skila fjárhagsáætlun 2025 með jákvæðri rekstarniðurstöðu í A-hluta upp á 233 millj. og samstæðu A og B-hluta í 776 millj. Fjárfesting samstæðunnar er nú 980 millj.
Fjárhagsleg markmið sem bæjarstjórn setti sér hafa haldið aga á fjármálum sveitarfélagsins og hjálpað til við halda rekstrinum góðum.
Við í Sjálfstæðisflokknum höfum barist fyrir því að hluti þess góða reksturs komi íbúum til góða og þökkum við Í-listanum fyrir að taka undir þau sjónarmið okkar með lækkun fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði.
Þrátt fyrir að tekjur aukist milli áranna 2024 og 2025 um 400 millj. og vaxtagjöld og verðbætur lækki milli ára um 100 millj. þá er gert ráð fyrir verri rekstrarniðurstöðu. Þetta veldur okkur áhyggjum.
Í þessari fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að stöðugildum fjölgi um 12,6, þegar vel gengur þarf að huga enn betur að aðhaldi í rekstri. Því eins og við vitum þá þarf sterk bein til að þola góða daga.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks vilja þakka fyrir góða samvinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Þrátt fyrir það sem að talið er upp hér að ofan þá erum við á réttri leið og munum því samþykkja framlagða fjárhagsáætlun."
Elísabet Samúelsdóttir, f.h. B-lista Framsóknarflokks, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Með vaxandi tekjum og ákvörðun bæjarstjórnar um fjárhagsleg markmið er sveitarsjóður Ísafjarðarbæjar að braggast verulega eftir erfiða tíma í kringum heimsfaraldur 2020. Í fyrra voru merki um verulega vaxandi tekjur sveitarsjóðs en þá gerðum við í Framsókn athugasemdir um hækkandi rekstrarkostnað og þá sérstaklega launakostnað og aukningu á stöðugildum. Við gerum ekki athugasemdir við kostnaðarhækkanir í núverandi fjárhagsáætlun. Við vinnu fjárhagsáætlunar og við fyrstu umræðu kom í ljós að tækifæri voru í frekari skatta og kostnaðarlækkunum fyrir íbúa í sveitarfélaginu og studdum við lækkun fasteignagjalda. Við fyrri umræðu lögðum við í Framsókn fram tillögu um að setja á frístundastyrki fyrir börn í sveitarfélaginu og vorum við þar að horfa sérstaklega til að gera betur fyrir fjölskyldur. Í bókun Framsóknar við fyrri umræðu kom meðal annars eftirfarandi fram “ Í mörgum sveitarfélögum er veittur frístundastyrkur. Frístundaiðkun barna er kostnaðarsöm og myndi frístundastyrkur vera góð búbót til barnafjölskyldna í Ísafjarðarbæ. Einnig er þetta hvati til íþrótta og tómstundaþátttöku barna og unglinga og styrki grunn þess að öll börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Framsókn telur frístundakort gera sveitarfélagið enn samkeppnishæfara þegar kemur að búsetuákvörðun fjölskyldufólks. Bæjarstjórn tók vel í erindið og var ákveðið að setja í verkefnið 10 milljónir króna og er verið að vinna að reglum í kringum frístundastyrkinn. Framsókn þakkar fyrir góð viðbrögð við hugmynd um frístundastyrk. Einnig þakkar Framsókn góða og gegnsæja vinnu við fjárhagsáætlun. Við teljum bæjarstjórn vera á réttri leið og teljum við nú sem áður það ekki síst vera vegna góðrar samvinnu allra í bæjarstjórn. Framsókn stendur fyrir samvinnu, hófsemi og heiðarleika og endurspeglar fjárhagsáætlun og fjárhagsáætlunarvinna þau viðhorf."
Forseti bar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028, og framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2025-2035, fram upp til atkvæða.
Áætlanir samþykktar 9-0.
7.Trúnaðarmál. - 2023040051
Trúnaðarmál lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Trúnaðarmál bókað í trúnaðarmálabók.
8.Uppbyggingarsamningar 2025 - 2024090090
Tillaga frá 14. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 3. desember 2024, um að bæjarstjórn samþykki verklags- og úthlutunarreglur uppbyggingarsjóðs Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
9.Brekka í Dýrafirði, skógrækt. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2024110142
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að framkvæmdaleyfi frá landeiganda Brekku í Dýrafirði, dags. 21. nóvember 2024, vegna áforma um skógrækt á 47,1 hektara svæði á jörðinni sem liggur í milli 80 og 140 metra hæð yfir sjávarmáli verði veitt í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni umsögn minjavarðar Vestfjarða.
Nefndin bendir á að ef fornleifar koma í ljós við framkvæmdir á Íslandi, skal strax tilkynna það Minjastofnun Íslands eða til viðkomandi sveitarfélags, þar sem framkvæmdaaðilum ber skylda til að bregðast við samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Nefndin bendir á að ef fornleifar koma í ljós við framkvæmdir á Íslandi, skal strax tilkynna það Minjastofnun Íslands eða til viðkomandi sveitarfélags, þar sem framkvæmdaaðilum ber skylda til að bregðast við samkvæmt lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
10.Brimnesvegur 4a, Flateyri. Stækkun lóðar - 2024060060
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila stækkun lóðar að Brimnesvegi 4a á Flateyri, í samræmi við lóðarblað tæknideildar dags. 24. september 2024.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
11.Grundarstígur 26, Flateyri. Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings - 2024100125
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila endurnýjun á lóðaleigusamningi við Grundarstíg 26 á Flateyri.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
12.Ólafstún 7, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024110011
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Ólafstún 7 á Flateyri.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
13.Hjallavegur 19, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2024110107
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðaleigusamnings við Hjallaveg 19 á Ísafirði.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
14.Hafnarstræti 2, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024110154
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Hafnarstræti 2 á Ísafirði.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
15.Seljaland 17, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2024110141
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að Grétar B. Kristjánsson og Rannveig S. Þorkelsdóttir fái lóðina við Seljaland 17 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
16.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011
Tillaga frá 642. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024, um að bæjarstjórn samþykki að ganga til samninga við Verkís vegna áframhaldandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Jóhann Birkir Helgason og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.
Jóhann Birkir Helgason vakti athygli á vanhæfi sínu og að hann myndi ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Jóhann Birkir Helgason sat hjá við atkvæðagreiðslu.
Jóhann Birkir Helgason vakti athygli á vanhæfi sínu og að hann myndi ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 8-0.
Jóhann Birkir Helgason sat hjá við atkvæðagreiðslu.
17.Bæjarráð - 1304 - 2411011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1304. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 25. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, og Gylfi Ólafsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
18.Bæjarráð - 1305 - 2411017F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1304. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 2. desember 2024.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
19.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 13 - 2411005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 20. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Magnús Einar Magnússon, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
20.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 14 - 2411016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 3. desember 2024.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
21.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 642 - 2411013F
Lögð fram til kynningar fundargerð 642. skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. nóvember 2024.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tóku: Magnús Einar Magnússon, forseti, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Gylfi Ólafsson og Kristján Þór Kristjánsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:18.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Villi Valli fæddist á Flateyri árið 1930 og starfaði sem rakari á Ísafirði í yfir sextíu ár. Umsvif hans í tónlistarlífinu náðu yfir enn lengra tímabil, en strax á barnsaldri var ljóst að Villi Valli bjó yfir óvenjulegum tónlistarhæfileikum. Aðalhljóðfæri Villa var harmonikka en hann lærði einnig á saxófón. Í gegnum tíðina stofnaði og lék Villi Valli í fjölmörgum hljómsveitum auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar um tíma og var virkur félagi í sveitinni um áratugaskeið. Þrátt fyrir að listsköpun hans hafi aðallega verið á tónlistarsviðinu var Villi Valli einnig iðinn myndlistarmaður.
Villi Valli var útnefndur bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar árið 2001 og heiðursborgari Ísafjarðarbæjar árið 2018.
Fyrir hönd bæjarstjórnar vil ég votta fjölskyldu og vinum Villa Valla dýpstu samúð og bið bæjarstjórn um að rísa úr sætum og heiðra minningu Villa Valla með andartaks þögn.
Forseti lagði fram tillögu þess efnis að samþykkt yrði að taka eitt mál inn á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, með heimild í 16. gr. bæjarmálasamþykktar, sem yrði mál nr. 7, og er trúnaðarmál.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt 9-0.