Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
541. fundur 31. október 2024 kl. 17:00 - 18:17 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2025 - velferðarsvið - 2024030141

Tillaga frá 482. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki gjaldskrá velferðarsviðs fyrir árið 2025.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Nefndarmenn 2022-2026 - yfirkjörstjórn - 2022050135

Tillaga Jóhanns Birkis Helgasonar, f.h. D-lista Sjálfstæðisflokks, um að Guðný Stefanía Stefánsdóttir verði kosin aðalfulltrúi D-lista í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar, í stað Óðins Gestssonar, og að Þorlákur Ragnarsson verði kosinn varafulltrúi í stað Guðnýjar Stefaníu.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Nefndarmenn 2022-2026 - undirkjörstjórnir - 2022050135

Tillaga forseta um kosningu undirkjörstjórna fyrir Alþingiskosningar 2024 samkvæmt framlögðum lista. Sex kjördeildir eru í sveitarfélaginu og skipa þrír hverja þeirra, auk nægjanlegra margra varamanna.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 - 2024030126

Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, Steinunn Guðný Einarsdóttir, Gylfi Ólafsson, Arna Lára Jónsdóttir, og Elísabet Samúelsdóttir.

Kristján Þór Kristjánsson, bæjarfulltrúi B-lista lagði fram eftirfarandi bókun f.h. Framsóknarflokks:

„Bæjarfulltrúar framsóknarflokksins fagna jákvæðri fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2025. Ljóst er að samstaða og samvinna bæjarstjórnar ásamt uppsveiflu í atvinnulífi í sveitarfélaginu er að skila sér í betri árangri. Framsókn styður lækkun álagningarhlutfalls fasteignagjalda enda eiga íbúar sveitarfélagsins að njóta þess þegar betur árar. Við vinnu milli áætlana myndi Framsókn vilja skoða að gera enn betur og horfir þá sérstaklega til fjölskyldufólks. Í mörgum sveitarfélögum er veittur frístundastyrkur. Frístundaiðkun barna er kostnaðarsöm og myndi frístundastyrkur vera góð búbót til barnafjölskyldna í Ísafjarðarbæ. Einnig er þetta hvati til íþrótta og tómstundaþátttöku barna og unglinga og styrki grunn þess að öll börn geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Framsókn telur frístundakort gera sveitarfélagið enn samkeppnishæfara þegar kemur að búsetuákvörðun fjölskyldufólks. Framsókn leggur til að tekið verði til athugunar að taka upp frístundastyrk barna fyrir árið 2025, skoða hvernig önnur sveitarfélög vinna með frístundastyrk og kostnaðarmeta verkefnið.“

Forseti lagði fram tillögu um að vísa fjárhagsáætlun til seinni umræðu.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2025 - 2024070020

Tillaga frá 1301. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 28. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði frá fyrri ákvörðun bæjarstjórnar þann 15. október 2024, þannig að skattur á íbúðarhúsnæði verði 0,50%, skattur á atvinnuhúsnæði verði óbreyttur 1,65%, skattur á opinberar byggingar verði óbreyttur 1,32%, og lóðarleiga verði óbreytt 1,5%.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Steinunn Guðný Einarsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson.

Steinunn Guðný Einarsdóttir, fulltrúi D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Sjálfstæðisflokks:

„Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir ánægju með að bæjarráð leggi hér fram að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði í 0,5%. Þetta er jákvætt skref til að draga úr álögum á heimili bæjarins, í samræmi við fyrri tillögu flokksins um að skattur á íbúðarhúsnæði eigi að miðast við þetta hlutfall í fjárhagsáætlunargerð.“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Framkvæmdaáætlun 2025 til 2035 - 2024030143

Bæjarstjóri leggur framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2025-2035 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Kristján Þór Kristjánsson, og Gylfi Ólafsson.

Forseti lagði fram tillögu um að vísa framkvæmdaáætlun til seinni umræðu.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 10 - 2024040018

Tillaga frá 1299. fundi bæjarráð, sem haldinn var 14. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 10 vegna uppreiknings á samningi við Hjallastefnuna vegna reksturs leikskólans Eyrarskjóls, auk breytinga á þjónustukaupum Grunnskólans á Ísafirði.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 20.200.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 20.200.000 og lækkar rekstrarafgangur því úr 159.300.000,- í 139.100.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 20.200.000 og er rekstrarafgangur lækkaður úr kr. 478.581.812,-. í 458.381.812,-
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 11 - 2024040018

Tillaga frá 1299. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 14. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 11 vegna hagræðingar í ferliþjónustu.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er lækkun kostnaður um kr. 19.000.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 19.000.000 og hækkar rekstrarafgangur því úr 139.100.000,- í 158.100.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 19.000.000 og er rekstrarafgangur hækkaður úr kr. 458.381.812,-. í 477.381.812,-
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 12 - 2024040018

Tillaga frá 1301. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 28. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauki 12 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna Jöfnunarsjóðs: Samþættingar þjónustu, skólamötuneyta og tekjujöfnunarframlaga.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar eru auknar tekjur um kr. 29.000.000,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 29.000.000 og hækkar rekstrarafgangur því úr 158.100.000,- í 187.100.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 29.000.000 og er rekstrarafgangur hækkaður úr kr. 477.381.812,-. í 506.381.812,-
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 13 - 2024040018

Tillaga frá 1301. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 28. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 13 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna aukinna tekna hafnarsjóðs og fráfalls lántöku.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar eru auknar tekjur um kr. 233.618.188,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er rekstrarafgangur því óbreyttur í kr. 187.100.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 233.618.188 og er rekstrarafgangur hækkaður úr kr. 506.381.812,-. í 740.000.000,-.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Stjórnsýsluhús- tengibygging - 2024100045

Tillaga frá 1299. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 14. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki byggingaáform Íslandsbanka vegna tengibyggingar á fyrstu hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Snjómokstur útboð Önundarfjörður, Súgandafjörður og Dýrafjörður - Flateyri og Önundarfjörður - 2024080147

Tillaga frá 1300. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 21. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki tilboð Búaðstoðar vegna moksturs á Flateyri og í Önundarfirði, með fyrirvara um að uppfyllt séu hæfiskröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Snjómokstur útboð Önundarfjörður, Súgandafjörður og Dýrafjörður - Dýrafjörður - 2024080147

Tillaga frá 1300. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 21. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki tilboð Kjarnasögunar vegna moksturs á í Dýrafirði, með fyrirvara um að uppfyllt séu hæfiskröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Snjómokstur útboð Önundarfjörður, Súgandafjörður og Dýrafjörður - Súgandafjörður - 2024080147

Tillaga frá 1300. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 21. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki tilboð Verkhafs vegna moksturs í Súgandafirði, með fyrirvara um að uppfyllt séu hæfiskröfur sem settar eru fram í útboðsgögnum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Ósk um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Seljalands - 2024060076

Tillaga frá 640. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. október 2024, um að bæjarstjórn heimili auglýsingu á skipulagslýsingu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsbreytingin nær til svæðis við götuna Seljaland, ofan Skógarbrautar á Ísafirði.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Magnús Einar Magnússon, Gylfi Ólafsson, Kristján Þór Kristjánsson, og Arna Lára Jónsdóttir.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.58, meðan Sigríður Júlía tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.06.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

16.Suðurtangi, atvinnustarfssemi. Breyting á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 - 2023110129

Tillaga frá 640. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 við Suðurtanga.

Tillaga að uppdrætti og greinargerð var auglýst frá og með 20. ágúst 2024 til og með 3. október 2024. Tekið hefur tillit til innsendra athugasemda. Nefndin telur að breytingar séu þess eðlis að ekki þurfi að auglýsa að nýju m.t.t. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Magnús Einar Magnússon,

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 18.07, meðan Sigríður Júlía tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.09.

Forseti lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd allra bæjarfulltrúa:

"Frá því að hafist var formlega handa við breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags á Suðurtanga, sem var í nóvember 2023, hefur það gengið vel. Með góðri samvinnu skipulags- og mannvirkjanefndar, hafnarstjórnar, embættismanna, skipulagssérfræðinga og atvinnulífs erum við komin með glæsilegt skipulag. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti Ísafjarðarbær að geta auglýst lóðir til úthlutunar í desember 2024. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar þessum tímamótum. Það gefur vaxandi atvinnulífi tækifæri til að stækka enn frekar."

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

17.Deiliskipulag Suðurtangi - Breyting 2023 - 2023040059

Tillaga frá 640. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. október 2024, um að bæjarstjórn staðfesti greinargerð og uppdrátt vegna endurskoðunar deiliskipulags við Suðurtanga, Skutulsfirði, í samræmi við 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, nefndin telur breytingar óverulegar og ekki tilefni til að auglýsa að nýju.

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem er unnin samhliða breytingu á aðalskipulagi Suðurtanga.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

18.Ártunga 6, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2024100022

Tillaga frá 640. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að Sigurður Guðmundur Óskarsson fái lóðina við Ártungu 6 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út, innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

19.Grundarstígur 4, Flateyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024080128

Tillaga frá 640. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings við Grundarstíg 4 á Flateyri.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

20.Smárateigur 3, Hnífsdal. Umsókn um lóðarleigusamning - 2024100084

Tillaga frá 640. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Smárateig 3 í Hnífsdal.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

21.Hlíðarvegur 28, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2024100082

Tillaga frá 640. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Hlíðarveg 28 á Ísafirði.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

22.Bæjarráð - 1299 - 2410012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1299. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 14. október 2024.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

23.Bæjarráð - 1300 - 2410015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1300. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 21. október 2024.

Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

24.Bæjarráð - 1301 - 2410018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1301. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 28. október 2024.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

25.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 640 - 2410014F

Lögð fram til kynningar fundagerð skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundagerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

26.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 11 - 2410011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 16. október 2024.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

27.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 151 - 2410009F

Lögð fram til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundagerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

28.Velferðarnefnd - 482 - 2410003F

Lögð fram til kynningar fundagerð umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundagerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:17.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?