Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
540. fundur 15. október 2024 kl. 17:00 - 17:42 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir varamaður
  • Bernharður Guðmundsson varamaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2025 - 2024070020

Tillaga frá 1298. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 7. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði samkvæmt tillögu II í minnisblaði sviðsstjóra, þ.e. skattur á íbúðarhúsnæði lækki og verði 0,52%, skattur á atvinnuhúsnæði verði óbreyttur 1,65%, skattur á opinberar byggingar verði óbreyttur 1,32%, og lóðarleiga verði óbreytt 1,5%.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Jóhann Birkir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Jóhann Birkir Helgason, f.h. D-lista Sjálfstæðisflokks, lagði fram eftirfarandi bókun:
„3. október sl. samþykkti bæjarstjórn að gjaldskrár hækki almennt um 4% en 6% vegna vinnuliða. Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði ætti því að hækka um 4%. Ef álagningarhlutfall verður 0,5% hækkar fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði um 4,4% án tillits til Jöfnunarsjóðs. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að miðað verði við að álagningarhlutfall verði 0,5% á íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar.“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 8 - HSV, íþróttaskóli og íþróttasvæði. - 2024040018

Tillaga frá 1298. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 8 við fjárhagsáætlun 2024, vegna breytinga á HSV, íþróttaskóla og íþróttasvæði.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er rekstrarafgangur því óbreyttur í 184.283.817,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 503.565.629,-.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Dagný Finnbjörnsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0.
Dagný Finnbjörnsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 9 - snjómokstur - 2024040018

Tillaga frá 1298. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 9 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 vegna snjómoksturs. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 25.000.000,-

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 24.983.817,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 24.983.817 og lækkar rekstrarafgangur því úr 184.283.817,- í 159.300.000
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 24.983.817 og er rekstrarafgangur lækkaður úr kr. 503.565.629,-. í 478.581.812,-
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2024 - endurskoðun á tekjuviðmiðum fyrir 2025 - 2024100024

Tillaga frá 482. fundi velferðarnefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024, um að bæjarstjórn samþykki að tekjuviðmið sérstaks húsnæðisstuðnings hækki um 5,6% líkt og almennar hækkanir í gjaldskrám Ísafjarðarbæjar. Einnig leggur velferðarnefnd til að hámarksstuðningur hækki samhliða. Fullur bótaréttur geti að hámarki orðið kr 95.000,- á mánuði.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Tunguskeið, Skutulsfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði í2 - 2024090115

Tillaga frá 638. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að farið verði í vinnu við nýtt deiliskipulag Tunguskeiðs undir íbúðabyggð skv. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Jóhann Birkir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson.

Jóhann Birkir Helgason, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.25, meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.29.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Bæjarráð - 1298 - 2410004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1298. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 7. október 2024.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

7.Hafnarstjórn - 255 - 2409030F

Lögð fram til kynningar fundargerð 255. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 3. október 2024.

Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Jóhann Birkir Helgason, Gylfi Ólafsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

8.Menningarmálanefnd - 174 - 2409031F

Lögð fram til kynningar fundargerð 174. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 2. október 2024.

Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 638 - 2409022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 638. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 639 - 2410008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 639. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 151 - 2410009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 151. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Velferðarnefnd - 482 - 2410003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 482. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 10. október 2024.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:42.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?