Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
539. fundur 03. október 2024 kl. 17:00 - 17:38 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Nefndarmenn 2022-2026 - menningarmálanefnd - 2022050135

Tillaga forseta bæjarstjórnar, f.h. Í-lista, um að Andri Pétur Þrastarson, verði kosinn varafulltrúi Í-lista í menningarmálanefnd, í stað Einars Geirs Jónassonar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Álagningarhlutfall útsvars 2025 - 2024030142

Tillaga frá 1297. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 30. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að útsvar 2025 verði óbreytt 14,97%.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Gjaldskrár 2025 - 2024030141

Tillaga frá 1297. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 30. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki gjaldskrár 2025 eins og þær eru framlagðar, og með þeim breytingum sem lagðar voru til við bæjarráð, sbr. minnisblað bæjarritara dags. 27. september 2024.

Um er að ræða eftirfarandi gjaldskrár:
- Söfn
- Samkomuhúsið á Flateyri
- Félagslegt húsnæði
- Gatnagerðargjöld
- Skipulagsbreytingar og framkvæmdaleyfi
- Slökkvilið
- Byggingarleyfisgjöld
- Skóla- og tómstundasvið
- Íþróttaskóli
- Grunnskólar leigu- og þjónustugjöld
- Skíðasvæði og leiga á skíðabúnaði
- Sundlaugar, líkamsrækt og íþróttahús
- Fráveitugjöld
- Sorp
- Vatnsveita
- Áhaldahús
- Dýrahald
- Skrúður
- Tjaldsvæði
- Velferðarsvið
- Hafnir
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Jóhann Birkir Helgason, Gylfi Ólafsson, Jóhann Birkir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.21 meðan Sigríður Júlía tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.24.

Forseti bar upp frávísunartillögu um að vísa gjaldskrá velferðarsvið aftur til velferðarnefndar til frekari umfjöllunar, þar sem fram hafa komið upplýsingar um að gera þurfi breytingar sem krefjast frekari umræðu í nefndinni.

Forseti bar frávísunartillöguna upp til atkvæða.

Frávísunartillagan samþykkt 9-0.

Forseti bar upp tillögu um að aðrar gjaldskrár yrðu samþykktar eins og þær eru framlagðar.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090

Tillaga frá 173. fundi menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 27. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki aðgerðaáætlun menningarmála fyrir árið 2025, en leggur auk þess sérstaka áherslu á að setja þurfi á fót stöðugildi menningarfulltrúa eigi aðgerðaáætlun að ganga eftir.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti gerir breytingatillögu um að tillögum í aðgerðaáætlun með menningarstefnu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2025.

Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

5.Bæjarráð - 1296 - 2409020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1296. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 23. september 2024.

Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 1297 - 2409029F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1297. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 30. september 2024.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

7.Menningarmálanefnd - 173 - 2409017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 173. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 27. september 2024.

Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Jóhann Birkir Helgason.

Lagt fram til kynningar.

8.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 9 - 2409013F

Lögð fram til kynningar fundargerð 9. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. september 2024.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 10 - 2409023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 10. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 150 - 2409026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 150. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 26. september 2024.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.36 meðan Sigríður Júlía tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.38.

Lagt fram til kynningar.

11.Velferðarnefnd - 481 - 2409021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 481. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 24. september 2024.

Fundargerðin er í 2 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:38.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?