Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
537. fundur 05. september 2024 kl. 17:00 - 17:31 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Nefndarmenn 2022-2026 - skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og velferðarnefnd - 2022050135

Tillaga forseta bæjarstjórnar, f.h. Í-lista, um að Nanný Arna Guðmundsdóttir, verði kosinn aðalfulltrúi Í-lista og formaður í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, í stað Finneyjar Rakelar Árnadóttur.

Í stað Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur sem fulltrúi Í-lista og formaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd, verði kosin Halldóra Björk Norðdahl.

Og í stað Halldóru Bjarkar Norðdahl, fulltrúa Í-lista í velferðarnefnd, verði kosin Finney Rakel Árnadóttir.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - 2022050136

Tillaga frá 1293. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki breyttan fundatíma bæjarstjórnar frá 1. fimmtudegi í nóvember til síðasta fimmtudags í október, þann 31.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 5 Fab Lab - 2024040018

Tillaga frá 1293. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024, vegna hlutdeildar í Fab Lab vorönn 2024.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 1.934.371,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.218.188 í kr. 184.283.817
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er neikvæð kr. 1.934.371 og lækkar því rekstrarafgangur í kr. 503.565.629-.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Suðurtangi 24 - jarðvegsrannsókn - viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2024 - 2024080097

Tillaga frá 1293. fundi bæjarráðs, sem haldinn var. 2. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki jarðvegsskipti á Suðurtanga 24 í samræmi við minnisblað verkefnastjóra, enda verði viðauki vegna málsins lagður fyrir bæjarstjórn á næsta fundi og samþykktur samhliða.

Er jafnframt lagður fram til samþykktar viðauki 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2024.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 184.283.817
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er enginn og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 503.565.629-.

Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Jóhann Birkir Helgason.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði - stofnframlag - 2022100001

Tillaga frá 1293. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses., kt. 511022-0880, leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, og þær 40 almennu íbúðir sem þar standa, fnr. 211-9499, með 1. veðrétti fyrir veðskuldabréfi (leiguíbúðaláni), dags. 14. desember 2023, að fjárhæð kr. 649.750.309, vísitölutryggt (gr. 603,5). Kröfuhafi skv. veðskuldabréfinu er Húsnæðissjóður kt. 581219-2100.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði - stofnframlag - 2022100001

Tillaga frá 1293. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að veita Stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða hses., kt. 511022-0880, leyfi til að veðsetja lóðina að Fjarðarstræti 20, Ísafirði, og þær 40 almennu íbúðir sem þar standa, fnr. 211-9499, með 1. veðrétti fyrir veðskuldabréfi (leiguíbúðaláni), dags. 27. ágúst 2024, að fjárhæð kr. 32.000.000, vísitölutryggt (gr. 603,5). Kröfuhafi skv. veðskuldabréfinu er Húsnæðissjóður kt. 581219-2100.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Samningur um félagsþjónustu - leiðandi sveitarfélag - 2023030028

Tillaga frá 1293. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 2. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki samning um sérfræðiráðgjöf, vinnslu mála og stjórnun í almennri félagsþjónustu milli Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031

Tillaga frá 636. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 2. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki uppdrátt og greinargerð, dags. 2. september 2024, í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Stefnisgata 8, Suðureyri. Umsókn um lóð - 2024080016

Tillaga frá 636. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 2. september 2024, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta húsfélagi Bjarka Rúnars Arnarssonar, í samræmi við umsókn dags. 9. ágúst 2024, lóð við Stefnisgötu 8 á Suðureyri skv. úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Urðarvegur 14, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning undir bílskúr - 2024080117

Tillaga frá 636. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 2. september 2024, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðaleigusamnings í samræmi við lóðablað fyrir bílskúr við Urðarveg.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Aðalgata 36, Suðureyri. Umsókn um stækkun lóðar - 2024080119

Tillaga frá 636. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 2. september 2024, um að bæjarstjórn heimili stækkun lóðarinnar við Aðalgötu 36, Suðureyri, í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti óskar heimildar bæjarstjórnar til að taka saman fundargerðir hverrar nefndar fyrir sig til kynningar.
Samþykkt 9-0.

12.Bæjarráð - 1288 - 2406014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1288. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 24. júní 2024.

Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 1289 - 2406016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1289. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 1. júlí 2024.

Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1290 - 2407003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1290. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 15. júlí 2024.

Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Bæjarráð - 1291 - 2408002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1291. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 12. ágúst 2024.

Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

16.Bæjarráð - 1292 - 2408007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1292. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 16. ágúst 2024.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti og Gylfi Ólafsson.

Lagt fram til kynningar.

17.Bæjarráð - 1293 - 2408012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1293. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 2. september 2024.

Fundargerðin er í 12 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Fjallskilanefnd - 17 - 2408004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar fjallaskilanefndar, en fundur var haldinn 21. ágúst 2024.

Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 633 - 2406015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 633. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. júní 2024.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 634 - 2407005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 634. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. júlí 2024.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 635 - 2407009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 635. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 15. ágúst 2024.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

22.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 636 - 2408009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 636. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 2. september 2024.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

23.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 7 - 2406010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 19. júní 2024.

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

24.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 148 - 2406008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 148. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 27. júní 2024.

Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:31.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?