Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
534. fundur 16. maí 2024 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Þorbjörn Halldór Jóhannesson varamaður
  • Eyþór Bjarnason
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2023 - 2024010197

Bæjarstjóri leggur fram til síðari umræðu ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2023.

Fyrri umræða fór fram 2. maí 2024.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Dagný Finnbjörnsdóttir og Gylfi Ólafsson.

Dagný Finnbjörnsdóttir lagði fram bókun f.h. Sjálfstæðisflokks:
„Rekstrarniðurstaða Ísafjarðarbæjar er ánægjuleg og nú eru mikil tækifæri framundan. Þrátt fyrir þetta þarf að bera ársreikninginn saman við fjárhagsáætlun.
Gert var ráð fyrir að A hluti yrði með 34 milljón króna afgangi og A og B hluti með 272 milljón króna afgangi.
Þrátt fyrir að skatttekjur hafi orðið 130 milljón krónum meiri en gert var ráð fyrir er rekstrarniðurstaðan 150 milljón krónum lægri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Mikilvægt er að nýta auknar tekjur til að greiða niður skuldir, lækka álögur á íbúa eða í fjárfestingar en ekki að blása út reksturinn.“

Gylfi Ólafsson lagði fram bókun f.h. Í-listans:
„Ársreikningur Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Rekstur Ísafjarðarbæjar er að styrkjast þrátt fyrir áskoranir í rekstri sveitarfélaga og þar vegur þyngst há verðbólga, auk þess sem viðbótarframlag til Brú lífeyrissjóðs hafði neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðuna. Afkoma Ísafjarðarbæjar árið 2023 er jákvæð og skilar nú afgangi sem nemur 119 milljónum króna en reksturinn var neikvæður um 109,6 m.kr árið 2022.
Það eru mörg jákvæð teikn á lofti. Skuldahlutfallið er að lækka, það var árið 2022 138,8% en er 133,5 % árið 2023. Skuldahlutfallið hjá A hluta er 121,8% en var 124,7% árið 2022. Skuldaviðmið A og B hluta er 86,5% og 81,1% fyrir A hluta. Veltufé frá rekstri er að aukast sem um munar á milli ára sem styrkir getu sveitarfélagsins til að standa undir framkvæmdum og öðrum skuldbindingum. Handbært fé hækkaði um 305 m.kr. frá fyrra ári og var handbært fé í árslok 2023 kr. 563 m.kr.
Á síðasta ári var mikið framkvæmt en fjárfest var fyrir rúmar 743 m.kr. í A- og B-hluta á árinu 2023. Umsvifamestu fjárfestingarnar voru tveir nýir gervigrasvellir á Torfnesi sem munu umbylta allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í sveitarfélaginu, hafnarframkvæmdir og fjárfestingar í fráveitu og vatnsveitu.
Það er ljóst að rekstur sveitarfélagsins verður áfram krefjandi en ársreikningur ársins 2023 er þó til marks um að vel hafi tekist þrátt fyrir óhagstætt efnahagsumhverfi.“
Forseti ber ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2023 upp til samþykktar.

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja samþykktur 9-0.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - ferliþjónusta og framkvæmdir á áætlun - 2024040018

Tillaga frá 1284. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 3 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar varðandi framkvæmdaáætlun 2024.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er enginn og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 186.218.188,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er enginn og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 505.500.000,-.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Nefndarmenn 2022-2026 - yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir - 2022050135

Kosning varamanns í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar, og í undirkjörstjórnir Ísafjarðarbæjar.

Tillaga forseta um að Steingrímur Rúnar Guðmundsson verði kosinn varamaður í yfirkjörstjórn, í stað Önnu Ragnheiður Grétarsdóttur og að undirkjörstjórnir verði kosnar samkvæmt framlögðum lista.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Sláttur opinna svæða 2024 - útboð - 2023110022

Tillaga frá 1284. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, sem haldinn var 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki að taka tilboði Kjarnasögunar ehf. í slátt opinna svæða 2024.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Tjaldsvæði í Tungudal - útboð 2024 - 2024010013

Tillaga frá 1284. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki að taka tilboði Tjalds ehf. í rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Gylfi Ólafsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Hlíðarvegur 1, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050018

Tillaga frá 630. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Hlíðarveg 1 á Ísafirði, skv. mæliblaði tæknideildar, dags. 10. maí 2024.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Suðurtangi 8 (áður 7) á Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2024050019

Tillaga frá 630. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki endurnýjun á lóðarleigusamningi undir fasteignina við Suðurtanga 8 á Ísafirði, skv. mæliblaði tæknideildar, dags. 10. maí 2024.

Auk þessa leggur forseti til að nýr lóðarleigusamningur lúti jafnframt að stækkun lóðarinnar sunnan megin við fasteignina skv. framlögðu mæliblaði.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti bar viðaukatillögu um stækkun lóðarinnar jafnframt upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Umsókn um að nýta tún í Engidal við Réttarholtskirkjugarð - 2024020021

Tillaga frá 630. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. maí 2024, um að bæjarstjórn samþykki að Kristján Ólafsson fái til afnota svæði C og D í Engidal til 5 ára.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Bæjarráð - 1283 - 2405001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1283. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 6. maí 2024.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Dagný Finnbjörnsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Elísabet Samúelsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Dagný Finnbjörnsdóttir leggur fram tillögu að bókun bæjarstjórnar varðandi 4. fundarlið:
„Fiskeldi í sjó hefur haft mikil og góð áhrif á Vestfirði. Atvinnulífið blómstrar, fólki hefur fjölgað jafnt og þétt og aukið líf hefur færst í fasteignamarkaði á svæðinu. Vestfirðir eru eftirsóknarverður staður til að búa á.
Atvinnutekjur á Vestfjörðum af fiskeldi voru til að mynda 2,6 milljarðar árið 2023 en aðeins 400 milljónir árið 2014. Stöðugri fólksfækkun var loks snúið við árið 2016 og hefur fólki á Vestfjörðum síðan fjölgað um 6%. Þá hefur fiskeldisgjaldið staðið undir beinni og brýnni uppbyggingu í þeim samfélögum þar sem fiskeldi er stundað. Með tilkomu hærra fiskeldisgjalds munu þau framlög aðeins aukast á næstu árum.
Bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar leggja áherslu á áframhaldandi ábyrga verðmætasköpun í sátt við umhverfið á Vestfjörðum, í þágu íbúa Ísafjarðarbæjar. Við styðjum við ábyrgt fiskeldi í sjó og viljum styrkja þær stoðir sem atvinnugreinin byggir á.
Þá skiptir sköpum að ný löggjöf um lagareldi hljóti brautargengi á Alþingi þar sem markmiðið er að styrkja regluverk, rannsóknir og eftirlit þannig að skilyrði séu fyrir sjálfbærum vexti lagareldis.
Allar upphrópanir um að stöðva fiskeldi í sjó á Íslandi dæma sig sjálfar.“

Tillaga að bókun samþykkt 9-0.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Bæjarráð - 1284 - 2405005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1284. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 13. maí 2024.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 630 - 2404026F

Lögð fram til kynningar fundargerð 630. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. maí 2024.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Starfshópur um málefni leikskóla - 5 - 2404014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar starfshóps um málefni leikskóla, en fundur var haldinn 17. apríl 2024.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 147 - 2405002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 7. maí 2024.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?