Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
532. fundur 18. apríl 2024 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason varamaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki skipulags- og matslýsingu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Kristján Þór Kristjánsson.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.03 meðan Sigríður Júlía tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur vð stjórn fundarins kl. 17.07.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Fyrirstöðugarður - Suðurtangi og Norðurtangi - 2023040012

Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á þegar útgefnu framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdina í heild sinni.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.09 meðan Sigríður Júlía tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur vð stjórn fundarins kl. 17.10.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Réttarholt í Engidal, Skutulsfirði. Stækkun og uppbygging kirkjugarðs - 2024030031

Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki að heimila málsmeðferð á skipulagslýsingu í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.12 meðan Sigríður Júlía tók til máls. Sigríður Júlía tók aftur vð stjórn fundarins kl. 17.15.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Gramsverslun. Ósk um breytingu á deiliskipulagi á Þingeyri - 2023080072

Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki tillögu að deiliskipulagi í óbreyttri mynd, í samræmi við 3. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Seljalandsvegur 73, Ísafirði. Grenndarkynning - 2023120102

Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingu á svölum við Seljalandsveg 73 á Ísafirði, en með uppfærðum uppdráttum hafi verið komið til móts við athugasemdir sem komu fram í grenndarkynningu.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Hlíðarvegur 48 - stækkun lóðar - 2019080025

Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki stækkun lóðar við Hlíðarveg 48 á Ísafirði skv. mæliblaði tæknideildar dags. 2. apríl 2024.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Grundarstígur 21, Flateyri. Lóðarleigusamningur - 2024040021

Tillaga frá 628. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki útgáfu lóðarleigusamnings undir fasteignina að Grundarstíg 21, Flateyri í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 2. apríl 2024.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 2024040018

Tillaga frá 1280. fundi bæjarráðs, en fundur var haldinn 15. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2024 vegna breytinga á launaáætlun.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0,-.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 218.188 og hækkar því rekstrarafgangur úr kr. 186.000.000,-. í 186.218.188,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0 og er því rekstrarafgangur óbreyttur í kr. 505.500.000,-.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - breyting 16. gr. 2024 - 2024020165

Tillaga frá 145. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. apríl 2024, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á samþykkt um meðhöndlun úrgangs.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Bæjarráð - 1279 - 2404005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1279. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 8. apríl 2024.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Bæjarráð - 1280 - 2404012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1280. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 15. apríl 2024.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson og Kristján Þór Kristjánsson.

Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 628 - 2403015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 628. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. apríl 2024.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 3 - 2403028F

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 3. apríl 2024.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 145 - 2404010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 145. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 12. apríl 2024.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?