Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2022 - 2022110060
Bæjarstjóri leggur fram til fyrri umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2022.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson, og Arna Lára Jónsdóttir.
Bæjarstjórn vísar ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2022 til síðari umræðu.
Bæjarstjórn vísar ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2022 til síðari umræðu.
2.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086
Tillaga frá 608. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. maí 2023, um að bæjarstjórn heimili kynningarferli og og að auglýsa skipulagslýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir miðbæ Ísafjarðar, skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin mun fara í birtingu í Skipulagsgátt.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Kristján Þór Kristjánsson.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
3.Tungubraut 10 til 16. Umsókn um byggingarlóð undir raðhús - 2023050061
Tillaga frá 608. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 11. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki að úthluta Tvísteinum ehf. lóðirnar við Tungubraut 10, 12, 14 og 16 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Jóhann Birkir Helgason og Arna Lára Jónsdóttir.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Port of Ísafjörður - bæklingur fyrir farþega skemmtiferðaskipa 2023 - 2023050012
Tillaga frá 1240. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 15. maí 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, en áhrif viðaukans er kr. 0, vegna upplýsingamála hafnarinnar.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Steinunn Guðný Einarsdóttir, og Arna Lára Jónsdóttir.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
5.Bæjarráð - 1239 - 2304011F
Fundargerð 1239. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 2. maí 2023.
Fundargerðin er í 20 liðum.
Fundargerðin er í 20 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6.Hafnarstjórn - 241 - 2305004F
Fundargerð 241. fundar hafnarstjórnar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 10. maí 2023.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 608 - 2305001F
Lögð fram til kynningar fundargerð 608. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. maí 2023.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Jóhann Birkir Helgason.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132 - 2305006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 132. fundar umhverfis-og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 8. maí 2023.
Fundargerð er í sex liðum.
Fundargerð er í sex liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Steinunn Guðný Einarsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
9.Velferðarnefnd - 470 - 2305007F
Fundargerð 470. fundar velferðarnefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 11. maí 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt 9-0.