Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar lagði fram tillögu þess efnis að samþykkt verði að taka eitt mál inn með afbrigðum, sem yrði nr. 1 á dagskránni, og heitir "Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri". Forseti bar tillöguna upp til atkvæða. Tillagan samþykkt 9-0.
1.Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri - 2014080017
Forseti leggur fram tillögu að bókun bæjarstjórnar:
"Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur hlekkur í tryggum samgöngum fyrir landsbyggðina og mikilvæg tenging við höfuðborgarsvæðið. Það er bæði öryggis- og hagsmunamál að völlurinn geti áfram þjónað því fjölbreytta hlutverki sem honum eru ætluð með tilliti til sjúkraflugs, aðgengi almennings að innviðum, atvinnulífs og uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Reykjavík er höfuðborg okkar allra en skipulagsvaldið yfir Skerjafirðinum er hennar. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggt verði að rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði ekki stofnað í hættu. Samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 um að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli a.m.k. næstu 20-25 árin helst óbreytt."
"Reykjavíkurflugvöllur er mikilvægur hlekkur í tryggum samgöngum fyrir landsbyggðina og mikilvæg tenging við höfuðborgarsvæðið. Það er bæði öryggis- og hagsmunamál að völlurinn geti áfram þjónað því fjölbreytta hlutverki sem honum eru ætluð með tilliti til sjúkraflugs, aðgengi almennings að innviðum, atvinnulífs og uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Reykjavík er höfuðborg okkar allra en skipulagsvaldið yfir Skerjafirðinum er hennar. Þess vegna er mjög mikilvægt að tryggt verði að rekstaröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði ekki stofnað í hættu. Samkomulag ríkis og borgar frá árinu 2019 um að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli a.m.k. næstu 20-25 árin helst óbreytt."
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Kristján Þór Kristjánsson og Jóhann Birkir Helgason.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091
Tillaga frá 1238. fundi bæjarráðs frá 17. apríl 2023, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar. Viðaukinn er vegna framkvæmda eignasjóðs og áhrif hans á fjárhagsáætlun eru kr. 0.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
3.Vallargata 25, Þingeyri - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2023040004
Tillaga frá 1238. fundi bæjarráðs frá 17. apríl 2023, um að samþykkja að veita 100% afslátt af gatnagerðargjöldum vegna byggingar íbúðarhúss við Vallargötu 25, Þingeyri, með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjald, um sérstaka lækkunarheimild, en bæjarráð telur byggingu fasteignar á Þingeyri vera á svæði sem hefur sætt lítilli ásókn undanfarin ár til uppbyggingar, auk þess sem Þingeyri hefur verið undir merkjum Brothættra byggða undanfarin ár. Jafnframt er um að ræða íbúðarhúsnæði og lóðin við þegar tilbúna götu á Þingeyri.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Bæjarráð - 1238 - 2304005F
Fundargerð 1238. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 17. apríl 2023.
Fundargerðin er í 16 liðum.
Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.Fræðslunefnd - 452 - 2304012F
Fundargerð 452. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 27. apríl 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 607 - 2304007F
Fundargerð 607. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 26. apríl 2023.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Magnús Einar Magnússon, Kristján Þór Kristjánsson, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, og Jóhann Birkir Helgason.
Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17:16 meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:35.
Lagt fram til kynningar.
Magnús Einar Magnússon, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17:16 meðan Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, tók til máls. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:35.
Lagt fram til kynningar.
7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 131 - 2304008F
Fundargerð 131. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 19. apríl 2023.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:36.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt 9-0.