Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
512. fundur 28. mars 2023 kl. 17:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Við upphaf fundar tók forseti til máls og bar fram eftirfarandi kveðju frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar:

„Fyrir hönd íbúa Ísafjarðarbæjar sendum við hlýjar kveðjur austur á land til íbúa þar, sem hafa ekki farið varhluta af snjóflóðum og þeirri óvissu sem nú er á Austfjörðum en einkum á Neskaupsstað og Seyðisfirði þar sem hættustig er í gildi. Að fenginni reynslu kannast íbúar Ísafjarðarbæjar við þær tilfinningar sem bærast með fólki og viljum við senda baráttukveðjur til alls fólksins fyrir austan.“

1.Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að Pétur Óli Þorvaldsson verði kosinn aðalmaður Í-lista í menningarmálanefnd, í stað Einars Geirs Jónassonar, og að Einar Geir Jónasson, verði kosinn varamaður Péturs Óla.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Verksamningur um umsjón og framkvæmd hátíðahalda á vegum Ísafjarðarbæjar, árshátíðar og starfsmannadags árin 2023-2025 - 2023030073

Tillaga frá 167. fundi menningarmálanefndar, sem haldinn var 15. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki verksamning Ísafjarðarbæjar við Auðlist ehf., um umsjón og framkvæmd hátíðahalda á vegum Ísafjarðarbæjar, árshátíðar og starfsmannadags árin 2023-2025.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Tillaga frá 605. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki að heimila auglýsingu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Steinunn Guðný Einarsdóttir, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar upp eftirfarandi breytingatillögu:

„Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja að skipulagslýsingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.“

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

4.Fjarðargata 42, Þingeyri. Umsókn um breytingu á aðalskipulagi - 2022090091

Tillaga frá 605. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. mars 2023, um að bæjarstjórn samþykki tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á Þingeyri.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Skeið 8, 400. Umsókn um lóð - 2023020033

Tillaga frá 605. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. mars 2023, um að bæjarstjórn úthluti Vestfirskum verktökum ehf. lóðina við Skeiði 8, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Skeið 14, 400. Umsókn um lóð - 2023020034

Tillaga frá 605. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. mars 2023, um að bæjarstjórn úthluti Vestfirskum verktökum ehf. lóðina við Skeiði 14, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Skeið 16, 400. Umsókn um lóð - 2023020035

Tillaga frá 605. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. mars 2023, um að bæjarstjórn úthluti Vestfirskum verktökum ehf. lóðina við Skeiði 16, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Sindragata 4a - matshluti 02. Umsókn um byggingarlóð undir fjölbýlishús - 2023010235

Tillaga frá 605. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. mars 2023, um að bæjarstjórn úthluti Vestfirskum verktökum ehf. byggingarréttinn að matshluta 02 á lóðinni Sindragötu 4a, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Kristján Þór Kristjánsson og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Vallargata 25, 470. Umsókn um lóð - 2023030105

Tillaga frá 605. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. mars 2023, um að bæjarstjórn úthluti Valdísi Báru Kristjánsdóttur og Birni Drengssyni lóðina við Vallargötu 25, Þingeyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Bæjarráð - 1235 - 2303015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1235. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 20. mars 2023.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Menningarmálanefnd - 167 - 2303009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 167. fundar menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 15. mars 2023.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 605 - 2303008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 605. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. mars 2023.

Fundargerðin er í tíu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130 - 2303007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 130. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 15. mars 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?