Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
501. fundur 03. nóvember 2022 kl. 17:00 - 19:13 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti leggur fram tillögu um að taka tvö mál á dagskrá með afbrigðum, mál nr. 15, „Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans á Flateyri“ sem varðar tillögu um að veita veðleyfi, og mál nr. 16, „Endurskoðun húsnæðisáætlunar,“ sem varðar tillögu um samþykkt Húsnæðisáætlunar Ísafjarðarbæjar.

Tillagan samþykkt 9-0.

1.Heildræn árangursstjórnun í fjármálum - 2022060019

Tillaga frá 1217. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki tillögur KPMG, en tillögurnar voru unnar frekar af bæjarstjóra, og á vinnufundi bæjarfulltrúa, bæjarstjóra, sviðsstjóra og fjármálastjóra 1. nóvember 2022.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Kristján Þór Kristjánsson, Jóhann Birkir Helgason, Gylfi Ólafsson, og Steinunn Guðný Einarsdóttir.

Bæjarstjóri leggur fram breytingatillögu um að tillögu um markmið um heildræna áfrangurstjórnun í fjármálum verði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun í byrjun desember.

Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

2.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - 2022090089

Tillaga frá 1217. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. október 2022, um að bæjarstjórn taki til umræðu álagningarhlutfall fasteignagjalda Ísafjarðarbæjar 2023.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Jóhann Birkir Helgason, Kristján Þór Kristjánsson, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Bæjarstjóri bar upp tillögu um að hækkun fasteignaskatta verði tekin til hálfs til að koma til móts við íbúa vegna mikillar hækkunar fasteignamats á árinu 2023. Hlutfallið yrði þá 0,593 í stað 0,625, varðandi íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, eins og gert er ráð fyrir í framlagðri fjárhagsáætlun, sem er lögð fram til fyrri umræðu, sbr. mál nr. 3 á dagskrá bæjarstjórnar.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 5-0.

Magnús Einar Magnússon, Finney Rakel Árnadóttir, Gylfi Ólafsson, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.

Kristján Þór Kristjánsson, Elísabet Samúelsdóttir, Jóhann Birkir Helgason og Steinunn Guðný Einarsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Fjárhagsáætlun 2023 - 2022050009

Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Kristján Þór Kristjánsson, og Jóhann Birkir Helgason.

Bæjarstjóri ber upp sex breytingatillögur við framlögð drög að fjárhagsáætlun.

Forseti óskar leyfis til að bera breytingatillögurnar upp í einu lagi.
Það er samþykkt 9-0.

Forseti ber þá upp sex breytingatillögur bæjarstjóra til samþykktar.

Breytingatillögurnar samþykktar 9-0.

Forseti ber upp tillögu um að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2023 til síðari umræðu bæjarstjórnar.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Framkvæmdaáætlun 2023 til 2033 - 2022050016

Bæjarstjóri leggur framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023-2033 fram til samþykktar í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Kristján Þór Kristjánsson, Jóhann Birkir Helgason, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Steinunn Guðný Einarsdóttir og Elísabet Samúelsdóttir.

Forseti bar upp breytingatillögu um að vísa framkvæmdaáætlun 2023-2033 til seinni umræðu bæjarstjórnar.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Tillaga frá 1216. fundi bæjarráðs, sem fram fór 24. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki framkomnar gjaldskrár fyrir árið 2023.

Um er að ræða eftirfarandi gjaldskrár:
Áhaldahús, búfjáreftirlit, dýrahald, dægradvöl, fráveitugjöld, gatnagerðargjöld og byggingarleyfisgjöld, grunnskólar leigu- og þjónustugjöld, hafnir, íþróttahús innri gjaldskrá, leikskólar og dagforeldrar, skipulagsbreytingar og framkvæmdaleyfi, skíðasvæði og leiga á skíðabúnaði, skóla- og tómstundasvið, skólamatur, slökkvilið, sundlaugar líkamsrækt og íþróttahús, söfn, tjaldsvæði, velferðarsvið, vinnuskóli, og vatnsveita.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Elísabet Samúelsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson, og Jóhann Birkir Helgason.

Forseti bar tillögur um gjaldskrár 2023 upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar - 2022100090

Tillaga frá 1217. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki aðgerðaáætlun menningarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Bæjarstjóri leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar, og að unnið verði frekar að tillögunum á vinnufundi bæjarfulltrúa og starfsmanna 16. nóvember nk.

Forseti bar frestunartillöguna upp til atkvæða.

Frestunartillagan samþykkt 9-0.

7.Fræðslusafn Akademias - þjónustusamningur - 2022100129

Tillaga frá 1217. fundi bæjarráðs, sem fram fór 31. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki samning Akademias ehf. og Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, Jóhann Birkir Helgason, og Steinunn Guðný Einarsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Dagverðardalur 2 - Ósk um stækkun lóðar - 2021080022

Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili stækkun lóðarinnar Dagverðardalur 2, í samræmi við framlagt mæliblað umhverfis- og eignasviðs.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Fjarðarstræti 15, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamningsgerð - 2022100023

Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings undir Fjarðarstræti 15 á Ísafirði.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Aðalstræti 46, Þingeyri. Umsókn um gerð lóðarleigusamnings - 2022100031

Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 46 á Þingeyri, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Umsókn um lóðarleigusamning - 2022100108

Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við mæliblað tæknideildar, fyrir Fjarðarstræti 20 á Ísafirði.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Deiliskipulag við Hlíðargötu á Þingeyri - 2021100054

Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili að tillaga að deiliskipulagi við Hlíðargötu á Þingeyri verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.
Fundarstjóri tekur fundahlé kl. 18:50.
Fundi fram haldið kl. 19:02.

13.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á F37 -Stekkjarlæksbakkar - 2022050043

Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn staðfesti framlagða tillögu að deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Strandgata 3b, Hnífsdal. Fyrirspurn um stækkun lóðar - 2022100080

Tillaga frá 595. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2022, um að bæjarstjórn heimili stækkun lóðarinnar Strandgötu 3b í Hnífsdal.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Bygging nýrra nemendagarða Lýðskólans - 2020090040

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki að veita Nemendagörðum Lýðskólans hses., kt. 500622-1800, leyfi til að veðsetja lóðina að Hafnarstræti 29, 425 Flateyri, ásamt þeim 14 almennu íbúðum sem þar munu koma til með að standa, með 1. veðrétti fyrir tryggingabréfi, dags. 28. október 2022, að fjárhæð kr. 220.000.000, óverðtryggt til tryggingar á sérgreindri skuld skv. viðskiptasamningi, en kröfuhafi er Landsbankinn hf., kt. 471008-0280.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

16.Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2021 - 2021120009

Tillaga frá 1213. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar.

Á 499. fundi bæjarstjórnar, þann 6. október 2022, bar forseti bar upp tillögu um að fresta málinu til næsta fundar, þar sem kerfi HMS lægju niðri, og gæti sveitarfélagið því ekki skilað áætluninni á tilætluðu formi til HMS.

Tillaga um frestun máls samþykkt 9-0.

Er málið nú tekið á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, og tillaga um samþykkt Húsnæðisáætlunar Ísafjarðarbæjar lögð fram.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, og Kristján Þór Kristjánsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

17.Bæjarráð - 1216 - 2210019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1216. fundar bæjarráðs, haldinn 24. október 2022.

Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Bæjarráð - 1217 - 2210023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1217. fundar bæjarráðs, haldinn 31. október 2022.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, og Jóhann Birkir Helgason.

Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 595 - 2210018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 595. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, haldinn 27. október 2022.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:13.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?