Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
495. fundur 02. júní 2022 kl. 17:00 - 18:34 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar - Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135

Kosning forseta og varaforseta bæjarstjórnar samkvæmt 7. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Arna Lára, aldursforseti bæjarstjórnar, boðar til fyrsta fundar nýrrar bæjarstjórnar í kjölfar sveitarstjórnakosninga 14. maí 2022, í samræmi við 6. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Arna Lára bar upp tillögu um að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir verði kjörinn forseti bæjarstjórnar, að Magnús Einar Magnússon verði kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar, og að Jóhann Birkir Helgason verði kjörinn annar varaforseti bæjarstjórnar.

Tillagan samþykkt 9-0.
Sigríður Júlía tók við stjórn fundarins kl. 17:02.

2.Kosning í nefndir Ísafjarðarbæjar og stjórnir - Nefndarmenn 2022-2026 - 2022050135

Kosning í nefndir Ísafjarðarbæjar og stjórnir, í samræmi við 48. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Fastanefndir:
1.
Bæjarráð
2.
Fræðslunefnd
3.
Hafnarstjórn
4.
Íþrótta- og tómstundanefnd
5.
Menningarmálanefnd
6.
Skipulags- og mannvirkjanefnd
7.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd
8.
Velferðarnefnd
9.
Fjallskilanefnd
10.
Yfirkjörstjórn

Stjórnir og samstarfsráð:
1.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum
2.
Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks
3.
Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands
4.
Skólanefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar
5.
Stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar
Til máls tók: Sigríður Júlía, forseti.

Forseti leggur fram tillögu um að kosning í nefndir og stjórnir á vegum sveitarfélagsins fari fram í einu lagi.

Tillagan samþykkt 9-0.

Tillaga forseta er svohljóðandi:

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar:
Gylfi Ólafsson, Í-lista, formaður
Nanný Arna Guðmundsdóttir, Í-lista, varaformaður
Kristján Þór Kristjánsson, B-lista, aðalmaður

Magnús Einar Magnússon, Í-lista, varamaður
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Í-lista, varamaður
Elísabet Samúelsdóttir, B-lista, varamaður

Jóhann Birkir Helgason, D-lista, áheyrnarfulltrúi
Steinunn Guðný Einarsdóttir, D-lista, varaáheyrnarfulltrúi

Fræðslunefnd:
Finney Rakel Árnadóttir, Í-lista, formaður
Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson, Í-lista, varaformaður
Magnús Einar Magnússon, Í-lista, aðalmaður
Steinunn Guðný Einarsdóttir, D-lista, aðalmaður
Elísabet Samúelsdóttir, B-lista, aðalmaður

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, Í-lista, varamaður
Pétur Óli Þorvaldsson, Í-lista, varamaður
Nanný Arna Guðmundsdóttir, Í-lista, varamaður
Þóra Marý Arnórsdóttir, D-lista, varamaður
Elísabet Jónasdóttir, B-lista, varamaður

Hafnarstjórn:
Magnús Einar Magnússon, Í-lista, formaður
Sigríður Gísladóttir, Í-lista, varaformaður
Catherine Chambers, Í-lista, aðalmaður
Jóhann Birkir Helgason, D-lista, aðalmaður
Sædís Ólöf Þórsdóttir, B-lista, aðalmaður

Guðmundur Ólafsson Í-lista, varamaður
Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, Í-lista, varamaður
Ólafur Baldursson, Í-lista, varamaður
Steinunn Guðný Einarsdóttir, D-lista, varamaður
Jóhann Bæring Gunnarsson, B-lista, varamaður

Íþrótta- og tómstundanefnd:
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, Í-lista, formaður
Jónína Eyja Þórðardóttir, Í-lista, varaformaður
Wojciech Wielgosz, Í-lista, aðalmaður
Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson, D-lista, aðalmaður
Þráinn Ágúst Arnaldsson, B-lista, aðalmaður

Sigurður Jón Hreinsson, Í-lista, varamaður
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Í-lista, varamaður
Kristján Andri Guðjónsson, Í-lista, varamaður
Þóra Marý Arnórsdóttir, D-lista, varamaður
Halldór Karl Valsson, B-lista, varamaður

Menningarmálanefnd:
Ásgerður Þorleifsdóttir, B-lista, formaður
Inga María Guðmundsdóttir, Í-lista, varaformaður
Einar Geir Jónasson, Í-lista, aðalmaður

Anna Sigríður Ólafsdóttir, Í-lista, varamaður
Pétur Óli Þorvaldsson, Í-lista, varamaður
Elísabet Samúelsdóttir, B-lista, varamaður

Skipulags- og mannvirkjanefnd:
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Í-lista, formaður
Guðmundur Ólafsson, Í-lista, varaformaður
Jóna Símonía Bjarnadóttir, Í-lista, aðalmaður
Aðalsteinn Egill Traustason, D-lista, aðalmaður
Anton Helgi Guðjónsson, B-lista, aðalmaður

Þórir Guðmundsson, Í-lista, varamaður
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, Í-lista, varamaður
Valur Richter, Í-lista, varamaður
Steinunn Guðný Einarsdóttir, D-lista, varamaður
Kristján Þór Kristjánsson, B-lista, varamaður

Umhverfis- og framkvæmdanefnd:
Nanný Arna Guðmundsdóttir, Í-lista, formaður
Þorbjörn Jóhannesson, Í-lista, varaformaður
Valur Richter, Í-lista, aðalmaður
Dagný Finnbjörnsdóttir, D-lista, aðalmaður
Bernharður Guðmundsson, B-lista, aðalmaður

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Í-lista, varamaður
Magnús Einar Magnússon, Í-lista, varamaður
Catherine Chambers, Í-lista, varamaður
Eyþór Bjarnason, D-lista, varamaður
Gauti Geirsson, B-lista, varamaður

Velferðarnefnd:
Þórir Guðmundsson, Í-lista, formaður
Halldóra Björk Norðdahl, Í-lista, varaformaður
Kristín Björk Jóhannsdóttir, Í-lista, aðalmaður
Eyþór Bjarnason, D-lista, aðalmaður
Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, B-lista, aðalmaður

Auður Helga Ólafsdóttir, Í-lista, varamaður
Hlynur Reynisson, Í-lista, varamaður
Gaui Már Þorsteinsson, Í-lista, varamaður
Dagný Finnbjörnsdóttir, D-lista, varamaður
Guðrún Steinþórsdóttir, B-lista, varamaður

Fjallskilanefnd:
Bernharð Guðmundsson, B-lista, aðalmaður
Þorbjörn Jóhannesson, Í-lista, aðalmaður
Helga Guðný Kristjánsdóttir, D-lista, aðalmaður

Kristján Jónsson, Í-lista, varamaður
Kristján Þór Kristjánsson, B-lista, varamaður
Steinþór Bjarni Kristjánsson, D-lista, varamaður

Yfirkjörstjórn:
Kristín Þóra Henrýsdóttir, Í-lista, aðalmaður
Jóhanna Oddsdóttir, B-lista, aðalmaður
Óðinn Gestsson, D-lista, aðalmaður

Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Í-lista varamaður
Kristján Óskar Ásvaldsson, B-lista, varamaður
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, D-lista, varamaður

Barnaverndarnefnd:
Martha Kristín Pálmadóttir, D-listi, aðalmaður
Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, Í-listi, aðalmaður
Kristján Óskar Ásvaldsson, B-listi, aðalmaður

Magnús Þór Bjarnason, Í-listi, varamaður
Katrín Þorkelsdóttir, D-listi, varamaður
Heba Dís Þrastardóttir, B-listi, varamaður

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks:
Arna Lára Jónsdóttir, Í-listi, aðalfulltrúi
Gylfi Ólafsson, Í-listi, varafulltrúi

Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands:
Bryndís Ósk Jónsdóttir, aðalfulltrúi
Edda María Hagalín, varafulltrúi

Skólanefnd Tónlistarskóla Ísafjarðar:
Dóra Hlín Gísladóttir, aðalfulltrúi
Guðmundur M. Kristjánsson, varafulltrúi

Stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar:
Arna Lára Jónsdóttir, aðalmaður
Jóna Símonía Bjarnardóttir, aðalmaður

Tillagan samþykkt 9-0

3.Kosningar til sveitarstjórnar 2022 - 2022020054

Lögð er fram til kynningar greinargerð yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar, skv. 119. gr. kosningalaga nr. 112/2021, dags. 17. maí 2022.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

4.Stefnuskrá meirihluta nýrrar bæjarstjórnar - Bæjarstjórnarfundir 2022-2026 - 2022050136

Lögð fram til kynningar stefnuskrá meirihluta nýrrar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, fulltrúa Í-lista.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Kristján Þór Kristjánsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Jóhann Birkir Helgason, Arna Lára Jónsdóttir, Steinunn Guðný Einarsdóttir, og Elísabet Samúelsdóttir.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarstjórn tók fundarhlé kl. 17:55 vegna tækniörðugleika og truflana á netsambandi. Fundi var fram haldið kl. 18:20.

5.Sumarleyfi bæjarstjórnar - Bæjarstjórnarfundir 2022-2026 - 2022050136

Tillaga forseta um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði tveir mánuðir, júlí og ágúst 2022, og að bæjarstjórn komi saman til fyrsta fundar að loknu sumarleyfi 1. september 2022.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála samkvæmt 8. gr. samþykkta um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Dagsetningar bæjarstjórnafunda - Bæjarstjórnarfundir 2022-2026 - 2022050136

Tillaga forseta að dagsetningum bæjarstjórnarfunda september 2022 til og með júní 2023, samkvæmt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. maí 2022.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Kristján Þór Kristjánsson.

Kristján Þór Kristjánsson bar upp breytingatillögu frá dagsetningum í minnisblaði bæjarritara, um að fundur 6. apríl 2023, yrði færður til fimmtudagsins 30. mars 2023.

Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

Forseti bar tillögu um dagskrá bæjarstjórnarfunda 2022-2023, með breytingatillögunni, upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Ráðning bæjarstjóra 2022 - 2022050137

Tillaga forseta um ráðningu Örnu Láru Jónsdóttur, sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lagður fram til samþykktar ráðningarsamningur.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Gylfi Ólafsson, Kristján Þór Kristjánsson, Jóhann Birkir Helgason, Steinunn Guðný Einarsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 6-0
Kristján Þór Kristjánsson, Elísabet Samúelsdóttir og Jóhann Birkir Helgason sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

8.Opinber heimsókn forseta Íslands 2022 - 2022040097

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. maí 2022, vegna opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Ísafjarðarbæjar 7. og 8. júní 2022.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Hóll í Firði, Önundarfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði F37 undir frístundahús - 2022050043

Tillaga frá 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. maí 2022, um að bæjarstjórn heimili deiliskipulagsvinnu í landi Hóls í Firði vegna lóðarinnar Bakka.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Hafnarbakki 1 - umsókn um lóð - 2022040059

Tillaga frá 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. maí 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Ómar Ingi Eggertsson fái lóðina við Hafnarbakka 1, Flateyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Fjarðargata 12, Þingeyri. Umsókn um lóð - 2022050024

Tillaga frá 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 11. maí 2022, um að bæjarstjórn samþykki að Þorbergur Steinn Leifsson, f.h. Sjóbátaleigunnar, fái lóðina við Fjarðargötu 12, Þingeyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Ósk um óverulega breytingu á Aðalskipulagi vegna strenglagna í Arnarfirði - 2022030014

Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki meðfylgjandi aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna strenglagna í Arnarfirði.

Á 494. fundi bæjarstjórnar, þann 5. maí 2022, var fyrrgreind tillaga lögð fram í bæjarstjórn. Lögð var fram tillaga um frestun afgreiðslu málsins sem var samþykkt með níu atkvæðum. Nú eru ný gögn lögð fram með málinu og tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar lögð aftur fram.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

13.Bæjarráð - 1198 - 2205007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1198. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 9. maí 2022.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Hafnarstjórn - 231 - 2205010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 231. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 13. maí 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 584 - 2205001F

Lögð fram til kynningar fundargerð 584. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. maí 2022.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 120 - 2204017F

Lögð fram til kynningar fundargerð 120. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 6. maí 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Velferðarnefnd - 463 - 2205004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 463. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 5. maí 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:34.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?