Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
494. fundur 05. maí 2022 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2021 - 2022010041

Bæjarstjóri leggur fram til síðari umræðu ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2021.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Bæjarfulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokks og B-lista Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Við yfirferð á ársreikningi Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021 eru nokkur atriði sem vert er að gera sérstaklega grein fyrir. Þegar útgjöldin eru skoðuð þá sést hversu gott aðhald hefur verið með rekstrinum. Laun og launatengd gjöld fara aðeins 0,7% fram úr áætlun sem telst eiginlega innan skekkjumarka. Annar rekstrarkostnaður fer að sama skapi aðeins 1% fram úr áætlun. Þannig má í raun skýra neikvæða afkomu ársins með aðeins tveimur þáttum sem við höfum enga stjórn á. Endurskoðun á útreikningi lífeyrisskuldbindinga hafði í för með sér viðbótargjaldfærslu upp á 335 milljónir umfram áætlun sem er hækkun um 232%. Þá var fjármagnskostnaður 122 milljónir eða 43% umfram áætlun. Það má rekja til þess að verðbólgan var á síðasta ári 6% sem er jafnmikil verðbólga og allt síðasta kjörtímabil samanlagt. Þessu til viðbótar tókst svo ekki að selja allar þær íbúðir sem gert hafði verið ráð fyrir að selja. Það er hins vegar rétt að líta á það sem óinnleystan söluhagnað sem kemur til síðar en ekki tapað fé. Að teknu tilliti til þessara þátta verður árangur síðasta árs að teljast ásættanlegur. Þá er rétt að taka fram að í lok ársins 2021 er skuldaviðmið Ísafjarðarbæjar 100,4% og hefur því lækkað frá upphafi kjörtímabilsins svo allt tal um að skuldastaða bæjarfélagsins hafi snarversnað er augljóslega blekking.“

Bæjarfulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Alvarleg staða er á rekstri Ísafjarðarbæjar. Annað árið í röð stöndum við frammi fyrir gríðarlegum rekstarhalla. Tapið árið 2020 var 608 m.kr. og í ársreikningi ársins 2021 er er hallinn 396. m.kr. Þetta er rúmur milljarður á tveimur árum. Þess má geta að tekjur eru þó að aukast um 694 m.kr.

Það er dýrt að skulda mikið og voru vaxtagjöld Ísafjarðarbæjar 280 m.kr. árið 2020 og 404. m.kr. fyrir árið 2021. Það væri margt hægt að gera við þessa peninga í stað þess að borga vexti. Það gefur þó augaleið að við getum ekki haldið áfram á þessari braut.
Skuldir og skuldbindingar Ísafjarðarbæjar eru tæpir 9 milljarðar árið 2021. Verðbólgan er sú mesta í 12 ár og útlitið er hreint ekki gott, hvorki til skemmri eða lengri tíma. Vonandi verður næsta bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samhuga í því að takast á við vandann, og leita allra leiða til að auka tekjur og ná böndum yfir kostnaðinn.

Við endurskoðun frá KPMG kemur í ljós að bæjarstjóri braut 69.gr. sveitarstjórnarlaga þegar hann veitti veð í lóðum Ísafjarðarbæjar til trygginga skuldbindinga þriðja aðila í Landsbankanum í september 2021. Það er með öllu óheimilt eins og kemur fram í áliti KPMG og gerum við bæjarfulltrúar Í-listans alvarlegar athugasemdir við þennan gjörning bæjarstjóra.“

Forseti ber ársreikning Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2021 upp til atkvæða.

Ársreikningurinn samþykktur 9-0.

2.Lánsumsókn hafnarsjóður 2022 - 2022040046

Tillaga frá 1197. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 2. maí 2022, um að bæjarstjórn samþykki hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Ísafjarðarhafna hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 200.000.000 til 17 ára, með föstum 1,00% vöxtum, láns í lánaflokknum LSS39.
Ábyrgð þessi er veitt í samræmi við heimild í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og að bæjarstjórn veiti Lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, en um 670 milljón króna framkvæmd er að ræða, ríkisstyrkt um 60%, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Þá er lagt til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi hér með sveitarfélagið sem eiganda Ísafjarðarhafna til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Ísafjarðarbær selji eignarhlut í Ísafjarðarhöfnum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Ísafjarðarbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.
Jafnframt er lagt til að Birgi Gunnarssyni, kt. 050263-5419, verði veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að samþykkja f.h. Ísafjarðarbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og veðsetningar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu ábyrgðar þessarar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - 2022040056

Tillaga frá 1196. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 25. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á launaáætlun ársins 2022.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Nefndarmenn 2018-2022 yfir- og undirkjörstjórn - 2018050091

Forseti bæjarstjórnar leggur til við bæjarstjórn að kjósa neðangreinda aðila í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir Ísafjarðarbæjar, vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022:

Yfirkjörstjórn:
3 aðalmenn: Díana Jóhannsdóttir, Jóhanna Oddsdóttir, Kristín Þóra Henrýsdóttir.

3 varamenn: Anna Ragnheiður Grétarsdóttir, Helga Alberta Ásgeirsdóttir, Björn Davíðsson.


I.-III. kjördeild Ísafjörður og Hnífsdalur:

15 aðalmenn: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Helga Salóme Ingimarsdóttir, Jón Hálfdán Jónsson, Eggert Stefánsson, Matthildur Helgadóttir, Fanný Margrét Bjarnardóttir, Thelma E. Hjaltadóttir, Gunnlaugur Finnbogason, Gunnar Ingi Kristjánsson, Sara Emily Newman, Rakel Sylvía Björnsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Helga Björt Möller, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Guðbjörg Ebba Högnadóttir.

15 varamenn: Steinar Skjaldarson, Vignir Örn Pálsson, Teitur Magnússon, Jóhanna Ýr Barðadóttir, Grímur Daníelsson, Kristín Ósk Jónasdóttir, Ásta María Sverrisdóttir, Eiríkur Gísli Johansson, Sveinbjörn Orri Heimisson, Dóra Hlín Gísladóttir, Halla Ólafsdóttir, Sindri Snæfells Kristinsson, Gaui Már Þorsteinsson, Marta Sóley Hlynsdóttir, Daníel Wale Adeleye.

IV. kjördeild Suðureyri:
5 aðalmenn: Þorleifur Sigurvinsson, Svala Jónsdóttir, Gróa Rán Birgisdóttir, Helga Guðný Kristjánsdóttir, Steinar Skjaldarson.

5 varamenn: Jóhannes Aðalbjörnsson, Karl R. Sigurbjörnsson, Emilia Agata Górecka, Smári Karvel Guðmundsson, Svavar Guðmundsson.

V. kjördeild Flateyri:
5 aðalmenn: Kristján R Einarsson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Óttar Guðjónsson, Soffía Ingimarsdóttir, Vigdís Erlingsdóttir.

2 varamenn: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Hulda María Guðjónsdóttir.

VI. kjördeild Þingeyri:
5 aðalmenn: Agnes Arnardóttir, Austra Kamarauskaite, Gíslína Matthildur Gestsdóttir, Jónína Hrönn Símonardóttir, Marsbil G. Kristjánsdóttir.

5 varamenn: Jóhannes Sigursveinsson, Hildur Inga Rúnarsdóttir, Janne Kristensen, Iwona Motycka, Eiríkur Óðinn Hauksson.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Tónlistarfélag Ísafjarðar - fasteignagjöld - 2020120006

Tillaga frá 1195. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 11. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki samning milli Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar um árlegan styrk vegna greiðslu fasteignagjalda til tíu ára.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Samningur v. Fossavatnsgöngu 2022-2024 - 2022030115

Tillaga frá 1197. fundi bæjarráðs sem fram fór þann 2. maí 2022, um að bæjarstjórn samþykki samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar um framkvæmd Fossavatnsgöngunnar árin 2023-2025, með þeim minniháttar breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar fyrir árin 2022-2027 (uppbyggingaráætlun) - 2021080069

Tillaga frá 231. fundi íþrótta- og tómstundanefndar sem fram fór þann 27. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki að gerðir verði samningar við þau sjö félög sem sóttu um uppbyggingarstyrki. Upphæð í hvert verkefni verði kr. 1.714.285.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, og Birgir Gunnarsson.

Jónas Þór Birgisson tók við stjórn fundarins kl. 17:35 á meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:37.

Jónas Þór Birgisson tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:38 á meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:39.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Grjótvörn og uppfylling til norðurs frá Norðurtanga í Skutulsfirði - Aðalskipulagsbreyting - 2020110080

Tillaga frá fulltrúum D-lista Sjálfstæðisflokks og B-lista Framsóknarflokks frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki að velja landfyllingu norðan Fjarðarstrætis úr valkostagreiningu sem unnin var af Verkís ehf. í mars 2022.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Steinunn Guðný Einarsdóttir, og Þórir Guðmundsson.

Jónas Þór Birgisson tók við stjórn fundarins kl. 17:46 á meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:48.

Jónas Þór Birgisson tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:54 á meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:55.

Bæjarfulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Fulltrúar Í - listans taka undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar frá fundi nefndarinnar þann 13. apríl 2022 um að ámælisvert sé hversu seint valkostagreiningin kemur fram. Breytingar á skipulagi taka langan tíma. Slíkar breytingar á að gera með hliðsjón af stefnu sveitarfélagsins til framtíðar, til að mæta ákveðinni þörf og alltaf skal leitast við að hafa sem mest samráð við hagsmunaaðila. Samráðið er mikilvægt og snýst ekkert um að láta undan þrýstihópum heldur er það skrifað í lögin að tillaga að breytingum geti tekið miklum breytingum í ferlinu, sem geti leitt til algjörs viðsnúnings, verlulegra breytinga eða minniháttar breytinga á upphaflegri hugmynd. Við sem stjórnsýsluvald eigum að vanda okkur þegar kemur að svo umfangsmikilli og viðkvæmri breytingu á aðalskipulagi okkar og skoða alla möguleika sem við höfum til að mæta þörfum framtíðar. Gögn sem fylgja valkostagreiningunni eru upplýsandi um þá kosti sem við höfum og hvernig við getum látið byggð þróast í mismunandi áttir til að mæta ólíkum áskorunum. Við getum ekki látið skort á tíma hafa áhrif á faglega og ígrundaða ákvarðanatöku.“

Forseti bar upp eftirfarandi breytingatillögu:

„Bæjarstjórn sér kosti við alla möguleikana sem voru settir fram í valkostagreiningu Verkís vegna nýtingu efnis sem verður til við uppdælingu úr Sundabakka og vísar þeim öllum til vinnu við heildarendurskoðun á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar um landfyllingu norðan Fjarðarstrætis og vísar henni áfram í lögformlegt ferli við aðalskipulagsbreytingu. Í því ferli eru unnin drög að breytingatillögu á aðalskipulagi og þau kynnt íbúum og fagaðilum og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir. Þegar unnið hefur verið úr þeim athugasemdum er endanleg breytingatillaga lögð fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd sem vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn. Landfylling verður ekki að veruleika fyrr en að því ferli loknu Allir valkostir hafa sína sérstöðu hvort sem er til sjóvarna, atvinnuhúsalóðir eða íbúðabyggð. Land á Suðurtanga gefur okkur möguleika á atvinnuhúsnæðislóðum, bæta þarf sjóvarnir við Pollgötu og landfylling norðan Fjarðarstrætis hefur kosti en þar fæst land fyrir fjölbreyttar lóðir. Framkvæmdir munu því styrkja miðbæ Ísafjarðarbæjar og íbúar geta í auknum mæli nýtt sér bíllausan lífstíl þar sem stutt verður í verslun og þjónustu. Með þessum hugmyndum er verið að horfa til þróunar byggðar á eyrinni til næstu ára og jafnvel áratuga.“

Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.

Breytingatillagan samþykkt 9-0.

9.Endurskoðun á reglum um lóðarúthlutanir - 2022040058

Tillaga frá 583. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 27. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á lóðarúthlutunarreglum í samræmi við minnisblað Smára Karlssonar, starfsmanns umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. apríl 2022.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Snjómokstur á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri - þjónustusamningur 2019-2021 - 2018100087

Tillaga frá 119. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar sem fram fór þann 8. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki að nýta framlengingarákvæði samninga um snjómokstur til tveggja ára á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður Jón Hreinsson og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.
Sigurður Jón Hreinsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

11.Ósk um óverulega breytingu á Ask. Ísaf.b. vegna jarðhitanýtingar við Laugar í Súgandafirði - 2022030080

Tillaga frá 581. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 6. apríl 2022, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Ósk um óverulega breytingu á Aðalskipulagi vegna strenglagna í Arnarfirði - 2022030014

Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki meðfylgjandi aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna strenglagna í Arnarfirði.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Jónas Þór Birgisson tók við stjórn fundarins kl. 18:17 á meðan Kristján Þór Kristjánsson tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 18:18.

Sigurður Jón Hreinsson lagði fram tillögu um frestun afgreiðslu máls.

Forseti bar frestunartillöguna upp til atkvæða.

Frestunartillagan samþykkt 9-0.

13.Öldugata 1b og 1, ósk um sameiningu lóða - 2021080073

Tillaga frá 581. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 6. apríl 2022, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings undir Öldugötu 1b, í samræmi við deiliskipulag Flateyrar.

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

14.Æðartangi 6, Ísafirði Umsókn um lóð undir atvinnuhús - 2022010152

Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn heimili að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Vestfirskra verktaka ehf., fái lóðina við Æðartanga 6, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Þóra Marý Arnórsdóttir, og Birgir Gunnarsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

15.Æðartangi 8-10 -ósk um breytingu á deiliskipulagi - 2022030158

Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

16.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Tillaga frá 582. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem fram fór þann 13. apríl 2022, um að bæjarstjórn samþykki veglínu D og að framkvæmdaaðila gert að uppfæra uppdrátt og greinargerð í samræmi við athugasemdir. Nefndin telur breytingar ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.
Sigurður Jón Hreinsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

17.Bæjarráð - 1195 - 2204008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1195. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 11. apríl 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Bæjarráð - 1196 - 2204014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1196. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 25. apríl 2022.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Bæjarráð - 1197 - 2204020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 1195. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 2. maí 2022.

Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Fræðslunefnd - 439 - 2204003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2022.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

21.Fræðslunefnd - 440 - 2204016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 440. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 28. apríl 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

22.Hafnarstjórn - 230 - 2204009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 12. apríl 2022.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

23.Íþrótta- og tómstundanefnd - 231 - 2204015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 231. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. apríl 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

24.Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps - 37 - 2204012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, en fundur var haldinn 26. apríl 2022.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

25.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 581 - 2204002F

Lögð fram til kynningar fundargerð 581. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 6. apríl 2022.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

26.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 - 2204006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 582. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2022.

Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

27.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 583 - 2204011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 583. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 27. apríl 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

28.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 119 - 2203010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 119. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 8. apríl 2022.

Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?