Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035
Bæjarstjóri leggur fram, til síðari umræðu, tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025.
2.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista um að Björgvin Hilmarsson verði kosinn aðalmaður Í-lista í skipulags- og mannvirkjanefnd, í stað Smára Karlssonar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
3.Skipurit 2021 - 2021090011
Tillaga frá 1177. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 22. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki skipurit nefnda og stjórna sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Birgir Guðmundsson.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Mannauðsstefna - Uppfærsla á starfsmannastefnu - 2021110068
Tillaga frá 1178. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 29. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki uppfærða mannauðsstefnu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
5.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga - 2020110026
Tillaga frá 1177. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 22. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að á meðan neyðarástand ríkir vegna COVID-19 verði nefndum, ráðum og bæjarstjórn heimilt að funda samkvæmt breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga, sbr. og auglýsingu ráðherra nr. 1273/2021.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
6.Hjólastefna Ísafjarðarbæjar - 2021090058
Tillaga frá 1177. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 22. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki hjólastefnu Ísafjarðarbæjar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
7.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005
Tillaga frá 1177. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 22. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að bæjarstjóri undirriti samning um frumathugun vegna viðbyggingar hjúkrunarheimilisins Eyrar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
8.Hafnarstræti 29 á Flateyri, lóð undir nemendagarða - 2021100017
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki að Nemendagarðar Lýðskólans, Flateyri fái lóðina við Hafnarstræti 29, Flateyri skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Steinunn Guðný Einarsdóttir og Jónas Þór Birgisson.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
9.Brekkugata 50, Þingeyri - umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021090101
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Brekkugötu 50 á Þingeyri, skv. mæliblaði dags. 13. október 2021.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
10.Vífilsmýrar í Önundarfirði. Staðfesting landamerkja - 2021110046
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn staðfesti landamerki milli Hóls í Firði og Vífilsmýra, að Kirkjubóli í Bjarnadal.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
11.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri og deiliskipulag - 2019050058
Tillaga frá 571. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 24. nóvember 2021, um að bæjarstjórn samþykki tillögu PK arkitekta dags. 28. júlí 2021, með síðari breytingum dags. 15. október 2021, varðandi verkefnið Sólsetrið á Þingeyri og deiliskipulag.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 188 - 2111011F
Lögð fram til kynningar fundargerð 188. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, en fundur var haldinn 18. nóvember 2021.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
13.Bæjarráð - 1177 - 2111018F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1177. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 22. nóvember 2021.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
14.Bæjarráð - 1178 - 2111020F
Lögð fram til kynningar fundargerð 1178. fundar bæjarráðs, en fundur var haldinn 29. nóvember 2021.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 571 - 2111003F
Lögð fram til kynningar fundargerð 571. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. nóvember 2021.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks, lagði fram eftirfarandi breytingatillögu við fjárfestingaráætlun 2022-2026:
„Að heiti verkefnisins „Lóðir og lendur: Norðurbakki“, verði breytt í heitið „Lóðir og lendur: Landfylling“.“
Forseti bar breytingatillöguna upp til atkvæða.
Breytingatillagan samþykkt 6-0.
Nanný Arna Guðmundsdóttir, Þórir Guðmundsson og Arna Lára Jónsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðslu.
Arna Lára Jónsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Þórir Guðmundsson, bæjarfulltrúar Í-lista, lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaðir bæjarfulltrúar Í-listans vilja bóka sína afstöðu varðandi hugmyndir um landfyllingu sem nefnd hefur verið Norðurbakki og er undir liðnum lóðir og lendur í fjárfestingaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022. Fjaran við Fjarðarstræti er útivistarsvæði og aðdráttarafl fyrir bæjarbúa og aðra sem okkur heimsækja. Fjaran er mikið nýtt af grunnskólabörnum sem hafa þegar skilað inn undirskriftarlista þar sem þau mótmæla fyrirhugaðri framkvæmd, einnig er hún nýtt í útikennslu bæði í grunn- og leikskólum Ísafjarðar.
Í stað þess að fara í landfyllingu við Norðurbakka er skynsamlegra að skoða landfyllingu við það sem kallast Torfnesrif. Slík framkvæmd brýtur ölduna sem gengur í suðvestanáttum upp á Pollgötuna með tilheyrandi sjógangi. Hægt væri að sækja um styrk til hafnabótasjóðs og Vegagerðarinnar vegna þeirrar framkvæmdar. Mikill akkur er í því að gera Pollinn aðgengilegri, því eins og staðan er núna er erfitt að komast þar að nema klifra upp á grjótvörnina til að fá að njóta þeirrar sýnar sem Pollurinn býður upp á. Það má vel hugsa sér að nota nýja landfyllingu við Torfnesrif til að gera Pollinn skemmtilegri og aðgengilegri en nú er.“
Bæjarfulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokks og B-lista Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Landfylling við Torfnes er góð hugmynd sem vert er að skoða. Hinsvegar er óraunhæft að það verkefni verði að veruleika á næsta ári enda Aðalskipulagsferlið ekki hafið. Tillaga um að skoða aðra kosti þarf hinsvegar að koma fram og fá umræðu sem verður betur rædd á öðrum stað en undir liðnum fjárhagsáætlun. Meirihlutinn telur sjálfsagt að skoða landfyllingar til framtíðar. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar er í endurskoðun og þessi hugmynd verður skoðuð þar.“
Forseti lagði fram tillögu um samþykkt fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar, stofnana og fyrirtækja, fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025, með fyrrgreindri samþykktri breytingatillögu.
Tillagan samþykkt 5-0.
Þórir Guðmundsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigurður Jón Hreinsson og Þórir Guðmundsson sátu hjá við atkvæðagreiðslu.