Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
483. fundur 04. nóvember 2021 kl. 17:00 - 18:04 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti óskar eftir að eitt mál verða tekið á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, mál sem yrði nýtt nr. 11, varðandi verndarsvæði í byggð. Umsókn um styrk.
Forseti lagði tillöguna fram til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 16 - 2021030050

Tillaga frá 1173. fundi bæjarráðs, sem fram fór 25. október 2021, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 16 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021, vegna framkvæmda, lántöku og reksturs.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta 2022 - 2021070013

Tillaga frá 1170. fundi bæjarráðs, sem fram fór 4. október 2021, um að bæjarstjórn samþykki tillögu um að útsvar ársins 2022 verði óbreytt frá árinu 2021, eða 14,52%.

Jafnframt tillaga frá 1172. fundi bæjarráðs, sem fram fór 18. október 2021, um að bæjarstjórn samþykki gjaldskrá Ísafjarðarbæjar vegna fasteignaskatta fyrir árið 2022, í samræmi við minnisblað.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Bæjarstjóri leggur fram gjaldskrár Ísafjarðarbæjar til samþykktar. Gjaldskrár eru óbreyttar frá umræðu á 482. fundi bæjarstjórnar, þann 21. október 2021, fyrir utan gjaldskrá áhaldahúss/þjónustumiðstöðvar, hafna Ísafjarðarbæjar, velferðarsviðs, leikskóla, skíðasvæða, sundlauga og líkamsrækta, dýrahalds, tjaldsvæða og bókasafnsins á Ísafirði, þar sem breytingar hafa verið gerðar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Daníel Jakobsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Bæjarstjóri leggur fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson, Daníel Jakobsson, Sigurður Jón Hreinsson, Þórir Guðmundsson, Jónas Þór Birgisson og Kristján Andri Guðjónsson.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2022 til síðari umræðu bæjarstjórnar.

5.Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði. Frá Norðdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju. - 2021100071

Tillaga frá 568. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 20. október 2021, um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir 2. áfanga Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði frá Norðurdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Stefnisgata 10, Suðureyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2021100059

Tillaga frá 568. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 20. október 2021, um að bæjarstjórn samþykki að Vonin ehf. fái lóðina við Stefnisgötu 10, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi uppdrættir ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Selakirkjuból 2-4 L141050. Umsókn um uppskipti lands, Ból 2 - 2021100088

Tillaga frá 569. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2021, um að bæjarstjórn heimili uppskiptingu lands og stofnun lóðar í landi Selakirkjubóls 2-4.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Selakirkjuból 2-4, Breiðadal Neðri 4 og Breiðadal 2 -Innsta Bæ. Skipulagslýsing fyrir 9 ný sumarhús - 2021100018

Tillaga frá 569. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2021, um að bæjarstjórn heimili að skipulagslýsing verði auglýst skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Breiðadalur - Tengivirki - 2021010004

Tillaga frá 569. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2021, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Hafnarstræti 21, Þingeyri - Umsókn um stækkun byggingarreits - 2021100098

Tillaga frá 569. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 27. október 2021, um að bæjarstjórn heimili málsmeðferð skv. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Verndarsvæði í byggð. Umsókn um styrk. - 2017100040

Tillaga frá 570. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór 3. nóvember 2021, um að bæjarstjórn heimili að auglýsa vinnslutillögu að verndarsvæði í byggð fyrir gamla bæinn á Skutulsfjarðareyri og Neðstakaupstað á Ísafirði, á grundvelli 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.
Tillagan verði til birt á vefnum www.verndarsvaedi.isafjordur.is í 2 vikur, frá 9. nóvember til og með 23. nóvember.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

12.Bæjarráð - 1173 - 2110019F

Fundargerð 1173. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 25. október 2021.

Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Daníel Jakobsson, Sigurður Jón Hreinsson og Kristján Andri Guðjónsson.

Jónas Þór Birgisson tók við stjórn fundarins kl. 17.56, meðan Kristján Þór, forseti, tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.57.

Jónas Þór Birgisson tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.00, meðan Kristján Þór, forseti, tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 18.01.

Lagt fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 1174 - 2110024F

Fundargerð 1174. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 1. nóvember 2021.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Íþrótta- og tómstundanefnd - 227 - 2110012F

Fundargerð 227. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 20. október 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 568 - 2109029F

Fundargerð 568. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 20. október 2021.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 569 - 2110017F

Fundargerð 569. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 27. október 2021.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 11 - 2110020F

Fundargerð 11. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 25. október 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Sigurður Jón Hreinsson.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:04.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?