Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
471. fundur 18. febrúar 2021 kl. 17:00 - 17:50 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101

Tillaga frá 1141. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 15. febrúar 2021 um að bæjarstjórn yrði kynnt tillaga að friðlýsingarskilmálum fyrir þjóðgarð á Vestfjörðum, unnin af starfshóp um stofnun þjóðgarðs, þar sem óskað er samþykkis bæjarráðs til auglýsingar skilmálanna í samræmi við lög.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Birgir Gunnarsson og Arna Lára Jónsdóttir.

Tillaga að friðlýsingarskilmálum lögð fram til kynningar.

Forseti leggur fram tillögu um að bæjarstjórn taki undir bókun bæjarstjórnar Vesturbyggðar, af 357. fundi þeirra þann 17. febrúar 2021 þar sem segir:
„Bæjarstjórn fagnar áformunum og tekur undir bókun bæjarráðs að mörg tækifæri séu fólgin í stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá beri drög að friðlýsingaskilmálum þess merki að tekið hafi verið tillit til athugasemda og ábendinga íbúa og hagsmunaaðila þegar áform um stofnun þjóðgarðsins voru kynnt. Við áframhaldandi undirbúning fyrir stofnun þjóðgarðsins leggur bæjarstjórn áherslu á að gætt verði að nauðsynlegri innviðauppbyggingu innan marka þjóðgarðsins. Þá verði ekki settar íþyngjandi takmarkanir við framtíðarorkuöflun innan marka þjóðgarðsins, viðhald og endurnýjun raflína og orkumannvirkja verði ekki takmörkuð sem og uppbygging samgöngumannvirkja, m.a. á Dynjandisheiði.

Bæjarstjórn hvetur íbúa og hagsmunaaðila til að skila sínum ábendingum og athugasemdum til Umhverfisstofnunar þegar friðlýsingarskilmálarnir verða auglýstir.“

Tillaga samþykkt 9-0.

2.Sala á íbúðum á Hlíf I - 2021010059

Mál sett á dagskrá að beiðni forseta bæjarstjórnar.

Tillaga fulltrúa framsóknar- og sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn er sú að leggja til að setja áform um sölu íbúða á Hlíf, mál sem tekið hefur verið fyrir á fundi bæjarráðs, á ís. Ljóst er að áformin hafa valdið nokkrum titringi og því mikilvægt að staldra við. Ekki hafi verið ætlunin að valda íbúum áhyggjum. Rétt er að minna á, eins og fram kom í bréfi til íbúa, að þrátt fyrir söluhugleiðingar sveitarfélagsins var ætlunin að tryggja áfram búsetu íbúa og halda þjónustu sveitarfélagsins óbreyttri í húsinu. Markmiðið með sölunni var að lækka skuldir svo að hægt sé að sækja fram og bæta þjónustu, m.a. við eldri borgara.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Þórir Guðmundsson, Birgir Gunnarsson, Arna Lára Jónsdóttir, Marzellíus Sveinbjörnsson og Jónas Þór Birgisson.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.25, meðan Kristján Þór tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.31.

Bæjarfulltrúar Í-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarfulltrúar Í-listans telja tillögu fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um að setja áform um sölu íbúa á Hlíf 1 á ís gangi ekki nógu langt. Málið hefur valdið mikilli ólgu og reiði meðal íbúa á Hlíf 1 og annarra íbúa sveitarfélagsins, og rétt væri að falla alveg frá áformum um sölu íbúðanna. Hafi fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hug á því að selja þessar íbúðir í framtíðinni væri hreinlegra gagnvart íbúum að setja það á stefnuskrá sína svo íbúar viti fyrir hvað þessir flokkar standa þegar gengið er til bæjarstjórnarkosninga.

Afstaða bæjarfulltrúa Í-listans er alveg skýr. Það á ekki að selja íbúðir á Hlíf 1, sem var að hluta byggð fyrir gjafafé frá einstaklingum og félagasamtökum og ekki ætlaðar til endursölu. Með eignarhaldi sínu á íbúðum á Hlíf 1 getur bærinn tryggt aðgengi aldraðs fólks í brýnni þörf að öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði. Sú trygging er úr sögunni sé húsnæðið selt til ótengds félags á markaði, hvað sem líður fyrirheitum og væntingum um annað.“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum. Bæjarfulltrúar Í-listans sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

Tillaga frá 1141. fundi bæjarráðs, sem fram fór 15. febrúar 2021, um breytingar á Samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, í samræmi við minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, bæjarritara, dags. 12. febrúar 2021.

Lagðar eru fram til síðari umræðu breytingar á 9., 10., 14., 17-21., 24., 27, 29., 30., 32., 37., 38., 39., 47., 49., og 62. gr. samþykkta í samræmi við greinargerð, dags. 1. september 2020, að teknu tilliti til breytinga milli umræðna, sbr. greinargerð dags. 12. febrúar 2021, á 14. og 47. gr. samþykktanna. Með þessu eru lagðar fram breyttar samþykktir um stjórn, uppfærðar í samræmi við breytingatillögur til síðari umræðu.

Þá eru lagðar fram til fyrri umræðu breytingar á 16. og 36. gr. samþykkta, auk þess sem lagt er til að nýtt ákvæði 37. gr. verði sett inn og síðari ákvæði fái nýtt númer til samræmis, sbr. uppfærða greinargerð, dags. 15. febrúar 2021.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sif Huld Albertsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Þórir Guðmundsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Dýrafjörður virkjanir Botnsvirkjun Hvallátursvirkjun - 2021020045

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila vinnslu á deiliskipulagi Botnsvirkjunar og Hvallátursvirkjunnar skv. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin bendir þó á að svæðið er undir friðlýsingu frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem og hverfisvernd í aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar og því er ekki samræmi milli áforma og aðalskipulags.
Beiðninni um breytingu á aðalskipulagi er vísað inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Staðfesting landamerkja - 2021020013

Tillaga frá 553. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 10. febrúar 2021 um að bæjarstjórn staðfesti landamerki jarðanna Kirkjubóls í Korpudal, Tannaness, Betaníu, Mosvalla, Kirkjubóls í Bjarnadal, Vífilsmýrar, Seljalands, Veðrarár 2 og Veðrarár-innri.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Hóll á Hvilftarströnd - vatnsveita - 2021020049

Tillaga bæjarstjóra um að bæjarstjórn samþykki umsögn Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, varðandi fyrirhugaða vatnsveitu að Hóli á Hvilftarströnd.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Bæjarráð - 1140 - 2102006F

Fundargerð 1140. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

8.Bæjarráð - 1141 - 2102013F

Fundargerð 1141. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

9.Hafnarstjórn - 218 - 2102009F

Fundargerð 218. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 9. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 553 - 2101030F

Fundargerð 553. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í ellefu liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

11.Velferðarnefnd - 456 - 2102004F

Fundargerð 456. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 12. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 174 - 2008005F

Fundargerð 174. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 17. ágúst 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 175 - 2008016F

Fundargerð 175. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 18. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 176 - 2009026F

Fundargerð 176. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 29. september 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 177 - 2010003F

Fundargerð 177. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 6. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 178 - 2010008F

Fundargerð 178. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 8. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 179 - 2010025F

Fundargerð 179. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 20. nóvember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

18.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 180 - 2012015F

Fundargerð 180. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 18. desember 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 181 - 2101019F

Fundargerð 181. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 3. febrúar 2021 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?