Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
463. fundur 15. október 2020 kl. 17:00 - 18:11 í fundarsal á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti óskar eftir að eitt mál verði tekið á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum, mál nr. 7, þ.e. tillaga um að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurheimt votlendis á jörð Skóga og Horns á vegum Votlendissjóðs.

Forseti leggur fram tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

1.Skúrin, samfélagsmiðstöð, fyrirtækjahótel og frumkvöðlasetur á Flateyri - 2020060045

Tillaga frá 1123. fundi bæjarráðs, sem fram fór 28. september sl., um að bæjarstjórn samþykki aukningu á hlutafé í Hvetjanda hf. eignarhaldsfélagi um kr. 1.500.000 og felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins.

Viðauki vegna málsins var lagður fram á 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., þar sem bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 14 við fjárhagsáætlun 2020 vegna endurskoðaðrar tekjuáætlunar og framkvæmdaáætlunar 2020.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki viðauka 14 við fjárhagsáætlun 2020 vegna endurskoðaðrar tekjuáætlunar og framkvæmdaáætlunar 2020.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Daníel Jakobsson, Birgir Gunnarsson, Hafdís Gunnarsdóttir, og Sigurður Hreinsson.

Hafdís Gunnarsdóttir, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17.25, meðan Kristján Þór tók til máls. Kristján tók aftur við stjórn fundarins kl. 17.27.

Tillagan samþykkt 6-1.
Arna Lára Jónsdóttir og Þórir Guðmundsson sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Bygging nýrra nemendagerða Lýðskólans - 2020090040

Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar nemendagarða við Lýðskólann á Flateyri og vinnuframlag byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar í byggingarnefnd.

Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-listans, lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður bæjarfulltrúi telur að uppbygging á nemendagörðum á Flateyri sé metnaðarfullt og gott verkefni. Það vantar gögn um hversu mikla fjárhæð sveitarfélagið er tilbúið að leggja til verkefnisins. Betur færi á að aðkoma bæjarins væri skýrari svo bæjarfulltrúar séu meðvitaðir um hversu mikið væri verið að kosta til og þá gæti stjórn Nemendagarða á Flateyri einnig áttað sig betur á hvað bærinn er tilbúinn að leggja til verkefnisins. Arna Lára Jónsdóttir“.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram eftirfarandi bókun: „Hér er að mestu verið að ræða um að gefa eftir gjöld sem bærinn myndi innheimta af framkvæmdinni. Eftirgjöfin verður meiri eftir því sem að framkvæmdin er stærri. Framlag Ísafjarðarbæjar verður nettó alltaf það sama þ.e. að tekjurnar verða engar af leyfisgjöldum“.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 6-0.
Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Hreinsson og Þórir Guðmundsson sátu hjá við atkvæðagreiðslu.

4.Samningur Vegagerðarinnar við Ísafjarðarbæ vegna Dýrafjarðarganga - 2020090050

Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki samning um framlag Vegagerðarinnar til Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar vegna Dýrafjarðarganga.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Verkefnið Sólsetrið á Þingeyri - 2019050058

Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Pálmars Kristmundssonar vegna verkefnisins Sólsetrið á Þingeyri.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Daníel Jakobsson, og Þórir Guðmundsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020

Tillaga frá 1124. fundi bæjarráðs, sem fram fór 5. október sl., um að bæjarstjórn samþykki endurskoðaða áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sif Huld Albertsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir, og Sigurður Jón Hreinsson.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Skógar og Horn í Mosdal við Arnarfjörð - endurheimt votlendis - 2020090060

Tillaga frá 545. fundi skipulags- og mannvirkjanefnd, sem fram fór 14. október sl., um að bæjarstjórn heimili útgáfu framkvæmdaleyfis vegna endurheimt votlendis á jörð Skóga og Horns á vegum Votlendissjóðs. Telur nefndin að svæðið sem um ræðir falli ekki undir skilgreiningu núverandi Aðalskipulags sem landbúnaðarjarðir sem beri að halda í.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Daníel Jakobsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigurður Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Bæjarfulltrúar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar lögðu fram eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar að svæðið sem um ræðir falli ekki undir skilgreiningu núverandi aðalskipulags sem landbúnaðarjarðir sem beri að halda í. Jafnframt telur bæjastjórn að endurheimt votlendis komi ekki í veg fyrir að jarðirnar verði nýttar til landbúnaðar í framtíðinni. Þar sem vinna við nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins er í vinnslu leggur bæjarstjórn áherslu á að unnin verði nýr kafli um loftslagsmál með áherslu á endurheimt votlendis og skógrækt þar sem við á.“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 1124 - 2010004F

Fundargerð 1124. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 5. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 22 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1125 - 2010010F

Fundargerð 1125. fundar bæjarráðs, sem haldinn var 12. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Íþrótta- og tómstundanefnd - 213 - 2010002F

Fundargerð 213. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 7. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 100 - 2010007F

Fundargerð 100. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 13. október 2020 lögð fram til kynningar.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:11.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?