Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
456. fundur 07. maí 2020 kl. 17:00 - 17:32 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson forseti
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Jón Hreinsson aðalmaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Verkefnastjóri á Flateyri - nýsköpunar- og þróunarverkefni í kjölfar snjóflóða 2020 - 2020040039

Á 1103. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja samning milli Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu ses., nú dags. 30. apríl nk., um stöðu verkefnisstjóra á Flateyri.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, og Sigurður Jón Hreinsson.

Sigurður Jón Hreinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaður getur ekki stutt tillögu um að verkefnastjóri á Flateyri verði starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Að mínu mati er grundvallarspurningin í málinu enn ósvöruð; hvort líklegra sé að starf hans í atvinnuráðgjöf verði árangursríkara, verandi eini slíki starfsmaður bæjarins, eða sem hluti af stærri hópi sérfræðinga í atvinnuráðgjöf hjá Vestfjarðastofu!“

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-1.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Á 1104. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2020, en um er að ræða stöðugildi verkefnastjóra á Flateyri og er kostnaður sveitarfélagsins um 3,4 m.kr. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði og lækkun á handbæru fé. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því lækkun afgangs um kr. 2.263.035,- eða úr afgangi kr. 168.000.000,- í kr. 165.736.965. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er lækkun afgangs kr. 2.263.035,- eða úr kr. 24.000.000,- í kr. 21.736.965,-

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Sigurður Jón Hreinsson sat hjá við atkvæðagreiðslu.

3.Ferðaþjónusta fatlaðra í Ísafjarðarbæ 2020 - 2024 - 2020040011

Á 1104. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja tilboð Vestfirskra Ævintýraferða ehf. vegna útboðs á ferðaþjónustu fatlaðra í Skutulsfirði, Ísafjarðarbæ.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Hafdís Gunnarsdóttir.

Hafdís Gunnarsdóttir lýsti sig vanhæfa við meðferð málsins og vék af fundi.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Hafdís Gunnarsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031

Á 1104. fundi bæjarráðs lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 7 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2020, en um er að ræða útboð á ferðaþjónustu fatlaðra sem leiðir til aukins kostnaðar um 3,6 m.kr. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á handbæru fé. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því lækkun afgangs um kr. 3.579.627,- eða úr afgangi kr. 165.736.965,- í kr. 162.157.338,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er lækkun afgangs kr. 3.579.627,- eða úr kr. 21.736.965,- í kr. 18.157.388,-

Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 8-0. Hafdís Gunnarsdóttir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Hafdís Gunnarsdóttir tók sæti á ný.

5.Bæjarráð - 1103 - 2004018F

Fundargerð 1103. fundar bæjarráðs sem haldinn var 27. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Bæjarráð - 1104 - 2004021F

Fundargerð 1104. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. maí sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Sigurður Jón Hreinsson lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Í-listans:
„Við bæjarfulltrúar Í-listans styðjum tillögur Eldingar um tímabundnar breytingar á reglum um strandveiðar, sem miða fyrst og fremst að því að bregðast við því ástandi sem er á mörkuðum víða um heim, vegna heimsfaraldursin Covid-19. Tillögurnar eru skynsamlegar og munu ekki hafa neikvæð áhrif á aðrar útgerðir í landinu.“

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Hafnarstjórn - 211 - 2004013F

Fundargerð 211. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 27. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Sigurður Jón Hreinsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 207 - 2003011F

Fundargerð 207. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 1. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 3 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Sif Huld Albertsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 96 - 2004017F

Fundargerð 96. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 28. apríl sl. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?