Bæjarstjórn
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
II)
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Flateyrar á alls 300 þorskígildistonnum, sem tilheyra fiskveiðiárinu 2019/2020, með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a)
Ákvæði a-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnu-skyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
b)
Ákvæði c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2019.
Önnur málsgrein 1. gr. fellur brott.
c)
Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla¬marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, alls 300 þorskígildistonn, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2018/2019, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
Bátar geta fengið úthlutun úr báðum pottum, þó skal við hámarksúthlutun á bát miða við samtölu úthlutunar úr báðum pottum, I) og II).
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
d)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla, sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan byggðarlagsins, á tíma-bilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.
Ísafjarðarbær getur þó heimilað að aflanum sé landað innan sveitarfélags með áritun á umsókn viðkomandi um byggðakvóta.
III)
Ákvæði 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 676/2019 verði felld niður, þ.e. eftirfarandi málsgrein:
"Heimilt er að úthluta aflamarki byggðarlaga til fiskiskipa, sem uppfylla skilyrði a- og b-liðar og eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í öðru byggðarlagi en umsókn um byggðakvóta beinist að, ef þeir stunda einnig útgerð með skip sem skráð eru í því byggðarlagi sem þeir hafa heimilisfang í."
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Daníel Jakobsson
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Dagskrá
1.Æðartangi 6, lóðarúthlutun 2020 - 2019120060
Tillaga 534. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nora Seafood ehf. fái lóð við Æðartanga 6, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
2.Æðartangi 8, lóðarúthlutun 2020 - 2020010044
Tillaga 534. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla spýtan ehf. fái lóð við Æðartanga 8, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Bæjarfulltrúar voru sammála að taka til afgreiðslu lóðarúthlutun Æðartanga 8, 10, 12, 14 og 16 í einu lagi. Umræður ritaðar undir þennan lið.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Bæjarfulltrúar voru sammála að taka til afgreiðslu lóðarúthlutun Æðartanga 8, 10, 12, 14 og 16 í einu lagi. Umræður ritaðar undir þennan lið.
3.Æðartangi 10, lóðarúthlutun 2020 - 2020010045
Tillaga 534. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla spýtan ehf. fái lóð við Æðartanga 10, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
4.Æðartangi 12, lóðarúthlutun 2020 - 2020010046
Tillaga 534. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 12, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
5.Æðartangi 14, lóðarúthlutun 2020 - 2020010048
Tillaga 534. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 14, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
6.Æðartangi 16, lóðarúthlutun 2020 - 2020010047
Tillaga 534. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar s.l. þar sem skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð við Æðartanga 16, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
7.Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2020 - 2020010031
Á 1094. fundi bæjarráðs sem haldinn var 17. febrúar sl., lagði bæjarráð til bæjarstjórn að samþykkja viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2020. Um er að ræða búnaðarkaup fyrir aðgerðarstjórn almannavarna að fjárhæð 500.000,-. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er því kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 168.000.000,-. Áhrifin á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma kr. 24.000.000,-.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Þórir Guðmundsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
8.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019/2020 - 2019090036
Bæjarstjóri leggur fram tillögu að sérreglum fyrir byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020 fyrir byggðakvóta á Flateyri í þremur liðum:
"I)
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Flateyrar sem fluttist frá fiskveiðiárinu 2018/2019, alls 178 þorskígildistonn, með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a)
Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks byggðarlagsins sem varð eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, samtals 178 þorskígildistonn, skal fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan byggðarlagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2018/2019.
Afli af fiskiskipum sem landað er í byggðarlaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan byggðarlagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
b)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er heimilt að landa þessum afla, á fiskmarkað innan byggðarlagsins án mótframlags og án vinnsluskyldu, á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Fiskistofa skal afhenda byggðakvóta í þorskígildum talið, jafnóðum og löndun á sér stað og vigtarnótur berast, þar til úthlutun er fullnýtt.
Ísafjarðarbær getur þó heimilað að aflanum sé landað innan sveitarfélags með áritun á umsókn viðkomandi um byggðakvóta.
"I)
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Flateyrar sem fluttist frá fiskveiðiárinu 2018/2019, alls 178 þorskígildistonn, með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a)
Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks byggðarlagsins sem varð eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, samtals 178 þorskígildistonn, skal fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan byggðarlagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019. þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2018/2019.
Afli af fiskiskipum sem landað er í byggðarlaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan byggðarlagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
b)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er heimilt að landa þessum afla, á fiskmarkað innan byggðarlagsins án mótframlags og án vinnsluskyldu, á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Fiskistofa skal afhenda byggðakvóta í þorskígildum talið, jafnóðum og löndun á sér stað og vigtarnótur berast, þar til úthlutun er fullnýtt.
Ísafjarðarbær getur þó heimilað að aflanum sé landað innan sveitarfélags með áritun á umsókn viðkomandi um byggðakvóta.
II)
Ákvæði reglugerðar nr. 676/2019 gilda um úthlutun byggðakvóta Flateyrar á alls 300 þorskígildistonnum, sem tilheyra fiskveiðiárinu 2019/2020, með eftirfarandi viðauka/breytingum:
a)
Ákvæði a-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Hafa leyfi til veiða í atvinnu-skyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.
b)
Ákvæði c-liðar 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í sveitarfélaginu 1. júlí 2019.
Önnur málsgrein 1. gr. fellur brott.
c)
Ákvæði 1. málsl. 1. og 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess afla¬marks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, alls 300 þorskígildistonn, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal fyrst úthluta bátum með frístundaleyfi sbr. a-lið, 1 þorskígildistonni á bát, 40% af því sem eftir stendur skal skipt jafnt milli annarra skipa, þó ekki meira í þorskígildum talið en viðkomandi bátur landaði í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2018/2019, afganginum skal skipt hlutfallslega, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, sem landað var innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
Bátar geta fengið úthlutun úr báðum pottum, þó skal við hámarksúthlutun á bát miða við samtölu úthlutunar úr báðum pottum, I) og II).
Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélaginu af bátum sem ekki eru skráðir innan sveitarfélagsins á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
d)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla, sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan byggðarlagsins, á tíma-bilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.
Ísafjarðarbær getur þó heimilað að aflanum sé landað innan sveitarfélags með áritun á umsókn viðkomandi um byggðakvóta.
III)
Ákvæði 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 676/2019 verði felld niður, þ.e. eftirfarandi málsgrein:
"Heimilt er að úthluta aflamarki byggðarlaga til fiskiskipa, sem uppfylla skilyrði a- og b-liðar og eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í öðru byggðarlagi en umsókn um byggðakvóta beinist að, ef þeir stunda einnig útgerð með skip sem skráð eru í því byggðarlagi sem þeir hafa heimilisfang í."
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Nanný Arna Guðmundsdóttir og Daníel Jakobsson
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
9.Ráðning bæjarstjóra 2020 - 2020020031
Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að ráða Birgi Gunnarsson í starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og samþykkja framlagðan ráðningarsamning. Áætlað er að Birgir hefji störf 1. mars n.k.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Sigurður J. Hreinsson, Arna Lára Jónsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Þórdís Sif Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson og Þórir Guðmundsson.
Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 17:36 á með Kristján Þór Kristjánsson tekur við stjórn fundarins. Kristján tekur við stjórn fundarins kl. 17:37.
Sigurður J. Hreinsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Í-listans:
„Bæjarfulltrúar Í-listans sitja hjá við afgreiðslu tillögu um ráðningu nýs bæjarstjóra.
Sú leið meirihluta bæjarstjórnar, að handvelja bæjarstjóra, vekur athygli.
Með þessu hefur Framsóknarflokknum, á aðeins 20 mánuðum, tekist að tvíbrjóta sitt stærsta kosningaloforð, að auglýsa eftir og ráða hæfasta umsækjandann í starfi bæjarstjóra.
Sérkennileg er sú nýlunda meirihlutans að láta Ísafjarðarbæ útvega nýráðnum bæjarstjóra íbúðarhúsnæði, með því að taka stóru íbúðin í Sindragötu 4a af sölu til afnota fyrir bæjarstjóra. Í-listinn hefur þegar óskað eftir upplýsingum um leigukjör og fleira sem tengist þessari ráðstöfun. Í ljósi þess að fulltrúar meirihlutans hafa lýst því yfir að þeirra vilji sé að fækka íbúðum í eigu sveitarfélagsins, er sú ákvörðun að taka umrædda íbúð úr söluferli mjög sérstök. Einnig er þessi ákvörðun í ósamræmi við gildandi fjárhagsáætlun, þar sem gert er ráð fyrir sölutekjum af þessari íbúð.
11 íbúðir af 13 í fjölbýlishúsinu Sindragötu 4A, voru ætlaðar á leigumarkað með tekjulága einstaklinga sem markhóp. Hinar tvær voru alla tíð ætlaðar til sölu á almennum markaði. Nú er meirihlutinn ekki aðeins búinn að setja allar ætlaðar leiguíbúðir á sölu, heldur líka taka aðra söluíbúðina af sölu til að koma í útleigu. Skilaboðin eru augljós, meirihlutinn ber engar skyldur gagnvart tekjulágum hópum en er umhugað um þá sem teljast til hátekjuhópa. Meirihlutinn skuldar ekki bara Íbúðalánasjóði skýringar á því hvað varð um þörfina fyrir leiguíbúðir fyrir tekjulága, heldur skuldar meirihlutinn líka íbúum Ísafjarðarbæjar skýringar á því hversvegna bæjarbúar þurfa að niðurgreiða íbúð fyrir nýráðinn bæjarstjóra.
Nýráðinn bæjarstjóri ber ekki ábyrgð á axarsköftum meirihluta bæjarstjórnar. Birgi Gunnarssyni óskum við velfarnaðar í sínu starfi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess.“
Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins:
„Húsnæðismál bæjarstjóra eru ekki til umfjöllunar hér og hefur engin ákvörðun verið tekin í þeim efnum. Hvorki um leiguverð né umrædda leigu. Rétt er að fyrirætlanir eru um að leigja honum umrædda íbúð sem hefur verið í byggingu í 20 mánuði og sölu í langan tíma. Ljóst er að umræddur aðili er að flytja hingað með 2 ára starfssamning og því er okkur ljúft og skylt að aðstoða viðkomandi með að leysa húsnæðismál hans eins og oft er gert.“
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 5-0. Fulltrúar Í-listans sitja hjá við atkvæðagreiðslu.
Hafdís Gunnarsdóttir tekur við stjórn fundarins kl. 17:36 á með Kristján Þór Kristjánsson tekur við stjórn fundarins. Kristján tekur við stjórn fundarins kl. 17:37.
Sigurður J. Hreinsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd Í-listans:
„Bæjarfulltrúar Í-listans sitja hjá við afgreiðslu tillögu um ráðningu nýs bæjarstjóra.
Sú leið meirihluta bæjarstjórnar, að handvelja bæjarstjóra, vekur athygli.
Með þessu hefur Framsóknarflokknum, á aðeins 20 mánuðum, tekist að tvíbrjóta sitt stærsta kosningaloforð, að auglýsa eftir og ráða hæfasta umsækjandann í starfi bæjarstjóra.
Sérkennileg er sú nýlunda meirihlutans að láta Ísafjarðarbæ útvega nýráðnum bæjarstjóra íbúðarhúsnæði, með því að taka stóru íbúðin í Sindragötu 4a af sölu til afnota fyrir bæjarstjóra. Í-listinn hefur þegar óskað eftir upplýsingum um leigukjör og fleira sem tengist þessari ráðstöfun. Í ljósi þess að fulltrúar meirihlutans hafa lýst því yfir að þeirra vilji sé að fækka íbúðum í eigu sveitarfélagsins, er sú ákvörðun að taka umrædda íbúð úr söluferli mjög sérstök. Einnig er þessi ákvörðun í ósamræmi við gildandi fjárhagsáætlun, þar sem gert er ráð fyrir sölutekjum af þessari íbúð.
11 íbúðir af 13 í fjölbýlishúsinu Sindragötu 4A, voru ætlaðar á leigumarkað með tekjulága einstaklinga sem markhóp. Hinar tvær voru alla tíð ætlaðar til sölu á almennum markaði. Nú er meirihlutinn ekki aðeins búinn að setja allar ætlaðar leiguíbúðir á sölu, heldur líka taka aðra söluíbúðina af sölu til að koma í útleigu. Skilaboðin eru augljós, meirihlutinn ber engar skyldur gagnvart tekjulágum hópum en er umhugað um þá sem teljast til hátekjuhópa. Meirihlutinn skuldar ekki bara Íbúðalánasjóði skýringar á því hvað varð um þörfina fyrir leiguíbúðir fyrir tekjulága, heldur skuldar meirihlutinn líka íbúum Ísafjarðarbæjar skýringar á því hversvegna bæjarbúar þurfa að niðurgreiða íbúð fyrir nýráðinn bæjarstjóra.
Nýráðinn bæjarstjóri ber ekki ábyrgð á axarsköftum meirihluta bæjarstjórnar. Birgi Gunnarssyni óskum við velfarnaðar í sínu starfi fyrir sveitarfélagið og íbúa þess.“
Daníel Jakobsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins:
„Húsnæðismál bæjarstjóra eru ekki til umfjöllunar hér og hefur engin ákvörðun verið tekin í þeim efnum. Hvorki um leiguverð né umrædda leigu. Rétt er að fyrirætlanir eru um að leigja honum umrædda íbúð sem hefur verið í byggingu í 20 mánuði og sölu í langan tíma. Ljóst er að umræddur aðili er að flytja hingað með 2 ára starfssamning og því er okkur ljúft og skylt að aðstoða viðkomandi með að leysa húsnæðismál hans eins og oft er gert.“
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 5-0. Fulltrúar Í-listans sitja hjá við atkvæðagreiðslu.
10.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100
Á 534. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar sl., var tekinn fyrir tölvupóstur Egils Þórarinssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 27. desember sl. þar sem óskað var umsagnar vegna frummatsskýrslu um vegagerð á Vestfjarðarvegi (60) um Dynjandisheiði og á Bíldudalsvegi (63). Lagt er til að bæjarstjórn taki undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar, sem er svohljóðandi:
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur frummatsskýrslu vegna vegagerðar þ.e. Vestfjarðarvegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg uppfylla skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt. Með hliðsjón af valkostum í frummatsskýrslu í áföngum I, II og III. Er það mat skipulags- og mannvirkjanefndar að þverun Vatnsfjarðar sé ákjósanlegasti kosturinn í leiðarvali í fyrsta áfanga þ.e. að farnar verði veglínur F2 eða F3, gera má ráð fyrir því að ásýnd í landslagi verði veruleg, hinsvegar felur umhverfismat í sér að samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið séu metin. Veglínur F2 og F3 í áfanga I munu hafa jákvæð áhrif á þá sem munu dveljast í Vatnsfirði, þar með jákvæð áhrif á útivist og ferðamennsku. Einnig má gera ráð fyrir nokkuð neikvæðum áhrifum á fornleifar og gróður við leiðarval A1 og A 3 í áfanga I. Í áfanga II eru lagðir fram eftirfarandi valkostir þ.e. veglínur F, B2, D og E. Í samanburði valkosta er leið E frá Norðurdalsár og norður fyrir Botnshestinn þ.e. jarðgangaleiðin ákjósanlegasti kosturinn með tilliti til umhverfisáhrifa framkvæmdarinnar. Í framhaldi áfanga II er Veglína F um Dynjandisvog ákjósanleg m.t.t. umferðaröryggissjónarmiða og minna rasks á fornminjum. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að leið F verði farin um Dynjandisvog og að ásýnd framkvæmdarinnar verði lágmörkuð með mótvægisaðgerðum. Nefndin leggst gegn leiðarvali D þar sem hún uppfyllir ekki viðmið um hönnunarstaðla, þar sem forsendur framkvæmdarinnar er styrking samfélags með bættum samgöngum og með m.t.t. umferðaröryggis. Í áfanga III: Bíldudalsvegur, Bíldudalsflugvöllur-Vestfjarðarvegur er lagt upp með veglínur x, y og z. Almenn sátt virðist ríkja á milli Vegagerðar og landeigenda með veglínu Z og leggur Vegagerðin til að sú leið verði valin. Nefndin tekur undir sjónarmið Vegagerðar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Daníel Jakobsson og Sigurður J. Hreinsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, Daníel Jakobsson og Sigurður J. Hreinsson.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.
11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075
Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsettur 12. febrúar sl., með drögum að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 24. febrúar nk.
Bæjarráð telur að lögin muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi sveitarfélaga, styrki þau og auðveldi að veita betri þjónustu. Bæjarráð telur mikilvægt að Jöfnunarsjóði séu tryggð framlög til að styðja við sameiningar sveitarfélaga. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.
Bæjarráð telur að lögin muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi sveitarfélaga, styrki þau og auðveldi að veita betri þjónustu. Bæjarráð telur mikilvægt að Jöfnunarsjóði séu tryggð framlög til að styðja við sameiningar sveitarfélaga. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.
Forseti leggur til við bæjarstjórn að taka undir bókun bæjarráðs.
Tillagan samþykkt 8-1. Sigurður J. Hreinsson greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Forseti leggur til við bæjarstjórn að taka undir bókun bæjarráðs.
Tillagan samþykkt 8-1. Sigurður J. Hreinsson greiðir atkvæði á móti tillögunni.
12.Bæjarráð - 1093 - 2002006F
Lögð er fram til kynningar fundargerð 1093. fundar bæjarráðs sem haldinn var 10. febrúar sl. Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Bæjarráð - 1094 - 2002014F
Lögð er fram fundargerð 1094. fundar bæjarráðs sem haldinn var 17. febrúar sl. Fundargerðin er í 17 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
14.Fræðslunefnd - 413 - 2002007F
Lögð er fram fundargerð 413. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 13. febrúar sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 534 - 2002001F
Lögð er fram fundargerð 534. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 12. febrúar sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Til máls tóku: Kristján Þór Kristjánsson, forseti og Sigurður J. Hreinsson.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 93 - 2001021F
Lögð er fram fundargerð 93. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 11. febrúar sl. Fundargerðin er í 4 lið.
Til máls tók: Kristján Þór Kristjánsson, forseti.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:04.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.