Bæjarstjórn

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
445. fundur 07. nóvember 2019 kl. 17:00 - 17:51 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Kristján Andri Guðjónsson varamaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir forseti
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Forseti leggur til að fyrsta mál á dagskrá "Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068" verði tekið af dagskrá.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

Forseti leggur til að tvö mál verði tekin á dagskrá bæjarstjórnar með afbrigðum annars vegar umsókn um íbúðarhúsalóð Daltungu 3 og hins vegar umsókn um íbúðahúsalóð Daltungu 5.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

1.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Tillaga 1081. fundar bæjarráðs frá 4. nóvember sl., um að taka tilboði Húsasmiðjunnar í hreinlætistæki og pípulagningarefni fyrir Sindragötu 4a.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Tillaga frá 1080. fundi bæjarráðs frá 28. október sl., um að samþykkja tilboð í Sindragötu 4a, íbúð 0301, Ísafirði.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

3.Viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062

Tillaga 1081. fundar bæjarráðs frá 4. nóvember sl., um að viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2019 verði samþykktur.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062

Tillaga 1081. fundar bæjarráðs frá 4. nóvember sl., um að viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2019 verði samþykktur.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Tillaga 1081. fundar bæjarráðs frá 4. nóvember sl., um að tillaga fjármálastjóra að gjaldskrárbreytingum fasteignagjalda 2020 verði samþykkt, og verði þá notuð sem forsendur við fjárhagsáætlunarvinnu 2020.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Umsókn um íbúðarhúsalóð. Daltunga 3 - 2019090058

Tillaga frá 526. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. sept. sl. um að Ívar Már Valsson fái lóð við Daltungu 3 Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Umsókn um íbúðarhúsalóð. Daltunga 5 - 2019110024

Tillaga 526. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 25. september sl., um að Agnar Ebeneser Agnarsson fái lóð við Daltungu 5, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Bæjarráð - 1080 - 1910022F

Fundargerð 1080. fundar bæjarráðs sem haldinn var 28. október sl. Fundargerðin er í 18 liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Hafdís Gunnarsdóttir.

Arna Lára Jónsdóttir, varaforseti, tók við stjórn fundarins kl. 17:24 á meðan Hafdís Gunnarsdóttir tók til máls. Hafdís tók aftur við stjórn fundarins kl. 17:26.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Bæjarráð - 1081 - 1910029F

Fundargerð 1081. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. nóvember sl. Fundargerðin er í 22 liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Gunnhildur B. Elíasdóttir, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Þórir Guðmundsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 410 - 1910004F

Fundargerð 410. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 24. október sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri.

Arna Lára Jónsdóttir varaforseti tekur við stjórn fundarins kl. 17:40 á meðan Hafdís Gunnarsdóttir tekur til máls. Hafdís tekur aftur við stjórn fundarins kl. 17:42.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Hafnarstjórn - 207 - 1910026F

Fundargerð 207. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Marzellíus Sveinbjörnsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 528 - 1910013F

Fundargerð 528. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 28. október sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti og Þórir Guðmundsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal - 2 - 1910023F

Fundargerð 2. fundar starfshóps um skipulag útivistarsvæði í Tungudal og Seljalandsdal, sem haldinn var 29. október sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Til máls tóku: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti og Elísabet Samúelsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Velferðarnefnd - 442 - 1910024F

Fundargerð 442. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Hafdís Gunnarsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:51.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?