Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að mál Hendingar um byggingu reiðskemmu verði tekið á dagskrá með afbrigðum.
1.Umsókn um lóð fyrir íbúðarhúsnæði. Daltunga 5 - 2019090067
Agnar Ebeneneser Agnarsson sækir um lóð við Daltungu 5, Ísafirði, jafnframt er sótt um niðurfellingu gatnagerðargjalda á grundvelli 6.gr. laga nr. 153/2006 sbr. bókun bæjarráðs og að frestur verði framlengdur.
Fylgigögn eru undirrituð, umsókn ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók erindið fyrir á 526. fundi sínum 25. september sl., og vísaði ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til afgreiðslu bæjarráðs.
Fylgigögn eru undirrituð, umsókn ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók erindið fyrir á 526. fundi sínum 25. september sl., og vísaði ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina en frestar afgreiðslu þar sem samkomulag um niðurfellingu gatnagerðargjalda í Ísafjarðarbæ hefur ekki verið framlengt.
Gestir
- Brynjar Þór Jónason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:28
2.Umsókn um íbúðarhúsalóð. Daltunga 3 - 2019090058
Ívar Már Valsson sækir um lóð við Daltungu 3, Ísafirði, jafnframt er sótt um niðurfellingu gatnagerðargjalda á grundvelli 6.gr. laga nr. 153/2006 sbr. bókun bæjarráðs og að frestur verði framlengdur.
Fylgigögn eru undirrituð, umsókn ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók erindið fyrir á 526. fundi sínum 25. september sl., og vísaði ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til afgreiðslu bæjarráðs.
Fylgigögn eru undirrituð, umsókn ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók erindið fyrir á 526. fundi sínum 25. september sl., og vísaði ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina en frestar afgreiðslu þar sem samkomulag um niðurfellingu gatnagerðargjalda í Ísafjarðarbæ hefur ekki verið framlengt.
3.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 2 - 2018030103
Lögð fram fyrirspurn Hallvarðar Aspelund hjá Tækniþjónustu Vestfjarða ehf., fyrir hönd Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., dagsett 27. september 2019, varðandi áform Ísafjarðarbæjar um lengingu Sundabakka og áframhaldandi gatna- og veituframkvæmdir á Suðurtanga, Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni og bóka fund með Hraðfrystihúsinu Gunnvör hf. og Tækniþjónustu Vestfjarða vegna áforma um hafnarframkvæmdir, gatna- og veituframkvæmdir á Suðurtanga, Ísafirði.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 8:45.
4.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038
Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 3. október 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Húsasmiðjuna um kaup á innihurðum í Sindragötu 4a.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að ganga til samninga við Húsasmiðjuna hf. um kaup á innihurðum í Sindragötu 4a að uppfylltum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062
Lagður fram viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða 3,2 m.kr. auknar tekjur hjá Þjónustuíbúðum Hlífar og aukið framlag frá velferðarsviði upp á sömu fjárhæð. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 44.486.764,- en áhrifin á sveitasjóð A hluta er aukinn kostnaður um kr. 3.215.000,- og því eykst rekstrarhalli úr kr. 83.105.132,- í kr. 86.319.132,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðauki 10 verði samþykktur.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:00.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:50
6.Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 - 2019100015
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsettur 1. október sl., með drögum að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024, sem eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð vísar umsagnarbeiðninni til atvinnu- og menningarmálanefndar.
7.Verkefnið Hringvegur 2 - 2019100011
Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 30. september sl., ásamt minnisblaði og samantekt vegna vinnustofu Hringvegar 2.
Lagt fram til kynningar.
8.Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078
Lagður er fram tölvupóstur Marinós Hákonarsonar, dags. 10. september sl., þar sem óskað er eftir efni á byggingarsvæði reiðhallar skv. samkomulagi um byggingu reiðskemmu á svæði Hendingar. Enn fremur er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 4. október sl.
Samkvæmt samkomulagi um byggingu reiðskemmu bar Ísafjarðarbæ að afhenda að hámarki 2.800 m3 af möl sem eingöngu var ætlað í púða undir burðarveggi og fyllingu í grunn og við húsnæði. Sú möl sem þörf var á voru rúmlega 2.200 m3 sem afhentir voru á árunum 2017 og 2018. Mölin samkvæmt samkomulaginu var ekki ætluð í aðrar framkvæmdir á svæðinu á vegum Hendingar og fellur því ekki innan samkomulagsins. Bæjarráð hafnar því beiðni um afhendingu malar á grundvelli samkomulagsins.
9.Melrakkasetur - aðalfundur 2019 - 2019100017
Lagt fram bréf Esterar Rutar Unnsteinsdóttur, formanns stjórnar Melrakkaseturs Íslands, dagsett 1. október sl., þar sem boðað er til aðalfundar Melrakkasetursins þann 19. október nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta fyrir hönd Ísafjarðarbæjar til fundarins.
10.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dagsettur 27. september sl., þar sem bent er á að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafi verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram til kynningar.
11.Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. - 2019010030
Lagt fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera umsögn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020.
12.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035
Lögð fram fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 27. september sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 526 - 1909016F
Fundargerð 526. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 25. september sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 526 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Agnar Ebeneser Agnarsson fái lóð við Daltungu 5, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 526 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Ívar Már Valsson fái lóð við Daltungu 3, Ísafirði skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 526 Skipulags- og mannvirkjanend leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir íbúðarhús að Hrafnarbjörgum í Lokinhamradal.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 526 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur við bæjarstjórn að núgildandi samkomulagi um byggingar- og framkvæmdarleyfi sem dagsett er mars 2004, verði sagt upp á grundvelli afstöðu Umhverfisstofnunar til samkomulagsins í bréfi þeirra dags. 09.05.2019.
Jafnframt er lagt til að unnið verði nýtt samkomulag, með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 526 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Elín Árnadóttir fái lóð við Aðalgötu 24 Suðureyri, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 526 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf., fái lóð við Skólagötu 10, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 526 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki Efri- og Neðri Engidals og Hafrafells. Jafnframt landamerki á milli Efri- og Neðri Engidals og Kirkjubóls með fyrirvara, þ.e að komi upp ágreiningur um mörkin síðar, þá gildi fyrri lýsingar.
Fundi slitið - kl. 09:36.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?