Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019 - 2019090103
Lagður fram tölvupóstur Svandísar Ingimundardóttur, skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 19. september sl., vegna Skólaþing sveitarfélaga 2019.
Bæjarráð vísar erindinu til ungmennaráðs og fræðslunefndar.
2.Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087
Samningur um rekstur Studio Dan ehf. rennur út í lok janúar 2020. Umræður um framtíðarskipan.
Bókun færð í trúnaðarmálabók.
3.Vinnuverndarráðstefna á Ísafirði - 2019090104
Lagður fram tölvupóstur Sigurðar Einarssonar f.h. Vinnueftirlitsins, dagsettur 19. september sl., þar sem boðað er til vinnuverndarráðstefnu á Ísafirði 9. október nk.
Lagt fram til kynningar.
4.Minningargarður í Ísafjarðarbæ - 2019090110
Lagt fram bréf Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur f.h. félagsins Trés lífsins, dagsett 20. september sl., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til þess að opna minningargarð í sveitarfélaginu.
Bæjarráð telur að um áhugavert verkefni sé að ræða, en sér sér ekki fært að vera með í verkefninu að svo stöddu.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 25. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál. Umsagnarfrestur er til 5. október nk.
Lagt fram til kynningar.
6.Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 26. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101. mál. Umsagnarfrestur er til 10. október nk.
Lagt fram til kynningar.
7.Tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 26. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál. Umsagnarfrestur er til 17. október nk.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í velferðarnefnd og öldungaráði.
8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 26. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál. Umsagnarfrestur er til 10. október nk.
Bæjarráð telur um gott skref að ræða í uppbyggingu fráveitu
og felur bæjarstjóra að gera umsögn við frumvarpið.
og felur bæjarstjóra að gera umsögn við frumvarpið.
9.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvipóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál. Umsagnarfrestur er til 18. október nk.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í fræðslunefnd.
10.Styrktarsjóður EBÍ 2018-2019 - 2018030013
Lögð fram fundargerð 17. aðalfundar fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, sem haldinn var 20. september sl.
Lagður fram til kynningar.
11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019 - 2019090111
Lagt fram bréf Ragnhildar Hjaltadóttur og Guðna Geirs Einarssonar f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins 2. október nk.
Bæjarstjóri mætir til fundarins f.h. Ísafjarðarbæjar.
12.Fræðslunefnd - 409 - 1909023F
Fundargerð 409. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 26. september sl., fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 199 - 1909022F
Fundargerð 199. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 25. september sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.
14.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 14 - 1909019F
Fundargerð 14. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss, sem haldinn var 25. september sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
15.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 88 - 1909009F
Fundargerð 88. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 24. september sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 08:36.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?