Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062
Lagður fram viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2019. Um er að ræða leiðréttingar á fjárhagsáætlun vegna m.a. breyttra forsenda. Í fyrsta lagi aukinn kostnað á launum Íþróttamiðstöðvar Þingeyri kr. 1.598.059,- sem vantaði inn í samþykkta áætlun og er mætt með lækkun á launapotti. Í öðru lagi breytt reikningsskilaaðferð á Eyri sem lækkar rekstrartekjur að fjárhæð 39.381.810,-,lækkar afskriftir um 20.052.575,-, eykur verðbótatekjur að fjárhæð 60.749.483,- og eykur eignir um 41.420.248,-. Rekstrarhalli Eyrar lækkar því um 41.420.248,- og fer því úr því að vera halli að fjárhæð 58.231.785,- í að vera halli að fjárhæð 16.811.537,-. Í þriðja lagi er um að ræða leiðréttingu á vaxtakostnaði og verðbótum að fjárhæð 32.906.108,- vegna lántöku sem áætluð var á eignasjóð en bókuð á aðalsjóð, áhrif á sveitarsjóð eru engin. Að lokum var gerður efnahagsviðauki sem leiðréttir áætlun 2019 í samræmi við lokaniðurstöðu ársreiknings 2018 og hækkar handbært fé í áætlun við það um 117 m.kr. Áhrif viðaukans í heild á rekstrarniðurstöður samantekins A og B hluta Ísafjarðarbæjar er aukin afkoma að fjárhæð 41.420.248,- eða úr afkomu 8.000.000,- í kr. 49.420.248,- en áhrifin á sveitasjóð A hluta er kr. 0 og því rekstrarhalli óbreyttur í kr. 78.171.648,-
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og leggur áherslu á að unnið verði að farsælli lausn varðandi samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og ríkisins vegna hjúkrunarheimilisins Eyrar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri mætir til fundar kl. 8:09.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:09
2.Ársfjórðungsuppgjör Q2 2019 - 2019070025
Lagt er fram til kynningar uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir annan ársfjórðung 2019 sem var sent Hagstofu Íslands 8. ágúst síðastliðinn auk minnisblaðs sem er kynnt. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu upp á 61 m.kr. fyrir janúar til júní 2019. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðum rekstrarafgangi upp á 48,9 m.kr.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín fer af fundi kl 8:47.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri. - mæting: 08:29
3.Umsókn um lóðarleigusamning, Hlíðarvegur 17 - 2019070004
Tillaga 523. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, 14. ágúst 2019, um að heimila endurnýjun lóðaleigsamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 17.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings.
4.Umsókn um lóðaleigusamning - Hlíðarvegur 26a - 2018100048
Tillaga 523. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, 14. ágúst 2019, um að heimila útgáfu lóðaleigsamnings vegna fasteignar að Hlíðarvegi 26a, Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings.
5.Umsókn um lóðarleigusamning, endurnýjun. Hlíðarvegur 30, 400 - 2019080014
Tillaga 523. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, 14. ágúst 2019, um að heimila endurnýjun lóðaleigsamnings vegna fasteignar við Hlíðarveg 30.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings.
6.Breyting á Aðalskipulagi Vesturbyggðar - 2019080020
Tillaga 523. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 14. ágúst sl., um að staðfesta umsögn nefndarinnar um breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Nefndin bókaði eftirfarandi:
„Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemd við breytingu Aðalskipulags Vesturbyggðar 2006-2018, þ.e. breyting á íbúðarsvæði við Lönguhlíð sbr. uppdráttur frá Landmótun dags. 22.07.2019, breytingin varðar ekki hagsmuni Ísafjarðarbæjar. Nefndin gerir jafnframt ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar þ.e. breyting á landnotkun við Melanes, sbr. uppdrátt og greinargerð frá Landnmótun dags. 20.07.2019 Lagt er til við bæjarráð/bæjarstjórn að staðfesta niðurstöðu nefndar.“
Nefndin bókaði eftirfarandi:
„Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemd við breytingu Aðalskipulags Vesturbyggðar 2006-2018, þ.e. breyting á íbúðarsvæði við Lönguhlíð sbr. uppdráttur frá Landmótun dags. 22.07.2019, breytingin varðar ekki hagsmuni Ísafjarðarbæjar. Nefndin gerir jafnframt ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Vesturbyggðar þ.e. breyting á landnotkun við Melanes, sbr. uppdrátt og greinargerð frá Landnmótun dags. 20.07.2019 Lagt er til við bæjarráð/bæjarstjórn að staðfesta niðurstöðu nefndar.“
Bæjarráð staðfestir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar.
7.Aðgerðir vegna bílhræja og númerslausra bifreiða í sveitarfélaginu. - 2019020071
Umræður um aðgerðir vegna bílhræja og númerslausra bifreiða í sveitarfélaginu.
Umræður fóru fram.
Brynjar Þór Jónasson mætir til fundar kl. 9:06 og fer aftur af fundi kl. 09:15
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs. - mæting: 09:06
8.Framtíð flugvallarins á Þingeyri - 2018090052
Lagður fram tölvupóstur Arnórs Magnússonar f.h. Isavia, dagsettur 5. ágúst sl., með svörum við fyrirspurn Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, um framtíð flugvallarins á Þingeyri.
Í ljósi þeirra upplýsinga sem fram koma í svörum svæðisstjóra kallar bæjarráð eftir formlegri afstöðu Isavia varðandi framtíð flugvallarins á Þingeyri.
9.Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi - 2019080033
Lögð fram drög að Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. Drögin eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.
10.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 147 - 1908001F
Fundargerð 147. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 6. ágúst sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
11.Fræðslunefnd - 406 - 1907004F
Fundargerð 406. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 8. ágúst sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 523 - 1908004F
Fundargerð 523. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 14. ágúst sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:44.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?