Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1068. fundur 22. júlí 2019 kl. 08:05 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir staðgengill bæjarstjóra
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. júlí 2019, þar sem lagt er til við bæjarráð, í sumarleyfum bæjarstjórnar, að samþykkja framkomið tilboð í íbúð 0205 í Sindragötu 4a, Ísafirði, sem samþykkt hefur verið af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir tilboð í íbúð nr. 0205 í Sindragötu 4a, Ísafirði, sem handhafi heimilda bæjarstjórnar.

2.Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2019 v. 2018 - 2019020042

Lagt er fram bréf Sóleyjar Daggar Grétarsdóttur, dags. 10. júlí sl., ásamt afriti af skuldabréfi að fjárhæð kr. 61 milljón króna. Lagt er til að bæjarráð feli bæjarstjóra að undirrita skuldabréfið f.h. Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita skuldabréfið f.h. Ísafjarðarbæjar og önnur gögn í tengslum við lántökuna.

3.Áskorun Verkalýðsfélags Vestfirðinga vegna samningaviðræðna félagsmanna - 2019070010

Lagt er fram bréf Finnboga Sveinbjörnssonar, formanns, f.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dags. 9. júlí 2019, með áskorun til sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum í tengslum við kjarasamningaviðræður Starfsgreinasambands Íslands, sem Verkalýðsfélag Vestfirðinga, á við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna félagsmanna sem starfa hjá sveitarfélögum.
Samningsumboð Ísafjarðarbæjar er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en við sýnum sjónarmiðum Verkalýðsfélags Vestfirðinga skilning.

4.Staða dýralæknis á Vestfjörðum - 2019070015

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 16. júlí sl., varðandi aðgerðaráætlun Mast og landbúnaðarráðherra vegna dýralæknaþjónstu í dreifðum byggðum.
Bæjarráð telur stöðuna ólíðandi en finna verður tímabundnar leiðir og varanlegar til að þjónustan verði til staðar.
Bæjarráð skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa starfshóp sem allra fyrst til að finna leiðir til að fjölga dýralæknum í dreifðari byggðum og starfshópurinn starfi hratt og vel.

5.Hafrafellsháls - skógrækt - 2019060060

Tillaga 522. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar tekið fyrir á 1067. fundi bæjarráðs 8. júlí sl., þar sem bæjarstjóra var falið að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir að nýju.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að heimila afnot til skógræktar af svæði sem er skilgreint sem 2,3 ha á mynd í greinargerð Skógræktarfélags Ísafjarðar.

Bæjarráð lýsir jafnframt yfir vilja til þess að Skógræktarfélag Ísafjarðar fái svæðið sem skilgreint er sem 8,5 ha á mynd í greinargerð til skógræktar og vinni að því með Ísafjarðarbæ að gera svæðið að útivistar- og útsýnissvæði.

6.Vigur - áskorun til umhverfisráðherra - 2019020062

Kynnt er minnisblað Aðalsteins Óskarssonar, ódags. en barst 11. júlí sl., ásamt minnisblaði Unnars Hermannssonar, f.h. Erasmus ehf., dags. 11. júlí sl., vegna mögulegrar sölu á Vigur.
Bæjarráð undirstrikar vilja sinn til þess að ríkið kaupi Vigur og lýsi eftir afstöðu umhverfisráðherra við fyrri áskorun Ísafjarðarbæjar á umhverfisráðherra og ríkisstjórn Íslands um að kaupa eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi.

7.Hverfisráð Önundarfjarðar - Málefni hverfisráða - 2017010043

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasvið, dags. 12. júlí 2019, þar sem óskað er eftir í samráði við Hverfisráð Önundarfjarðar að nýta framkvæmdafé ársins í að gera timburpall og skjólvegg við ærslabelginn.
Bæjarráð samþykkir tillögu Hverfisráðs Önundarfjarðar að nýtingu framkvæmdafjár í timburpall og skjólvegg við ærslabelginn.

8.Hverfisráð Súgandafjarðar - Málefni hverfisráða - 2017010043

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 12. júlí 2019, þar sem hverfisráð Súgandafjarðar óskar eftir að nýta framkvæmdafé ársins í 2. áfanga við lagfæringar á Sumarróló.
Bæjarráð samþykkir tillögu Hverfisráðs Súgandafjarðar að nýtingu framkvæmdafjár í Sumarróló.

9.Hverfisráð eyrar og efri bæjar - Málefni hverfisráða - 2017010043

Lögð er fram fundargerð aðalfundar hverfisráðs eyrar og efri bæjar frá 23. maí sl. og minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 17. júlí sl.
Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að ræða við hverfisráð eyrar- og efri bæjar um uppbyggingu leiksvæðis í efri bæ Ísafjarðar.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?