Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Arna Lára Jónsdóttir var kosinn fundarstjóri. Anton Helgi Guðjónsson situr fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
1.Nefndarmenn 2018-2022 - 2018050091
Tillaga Í-listans um að Nanný Arna Guðmundsdóttir verði kosinn varamaður í bæjarráði sem fulltrúi Í-listans í stað Arons Guðmundssonar.
Bæjarráð samþykkir, sem handhafi heimilda bæjarstjórnar, tillögu Í-listann um breytingu á bæjarráði þar sem Nanný Arna Guðmundsdóttir tekur sæti varamanns í stað Arons Guðmundssonar.
2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031
Lagt er fram minnisblað Sigurðar Ármann Snævarr, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. júlí sl. um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2020 og fjárhagsáætlana til þriggja ára.
Lagt fram til kynningar.
3.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 5. júlí sl., þar sem lagt er til að bæjarráð, í sumarleyfum bæjarstjórnar, samþykki framkomin tilboð í íbúðir nr. 0202, 0302 og 0203 í Sindragötu 4a, Ísafirði, sem var samþykkt hafa verið af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir tilboð í íbúð nr. 0202, 0302 og 0203í Sindragötu 4a, Ísafirði, sem handhafi heimilda bæjarstjórnar.
4.Fasteignagjöld 2019 - Sundstræti 36, ósk um niðurfellingu - 2019020078
Kynnt er staða máls vegna beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda á matshluta 2 við Sundstræti 36, Ísafirði.
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar.
5.Framtíð Náttúrustofu Vestfjarða - 2017100066
Lagt er fram bréf Sóleyjar Daggar Grétarsdóttur, f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 27. júní sl., ásamt afriti af samningi milli Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Strandabyggðar, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar annars vegar og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hins vegar um rekstur Náttúrustofu til 5 ára, dags. 29. apríl 2019.
Lagt fram til kynningar.
6.Stúdíó Dan ehf. - kaup og rekstur - 2017050073
Lagður er fram til kynningar ársreikningur Studio Dan ehf. fyrir árið 2018, undirritaður 26. júní sl.
Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.
7.CrossFit Ísafjörður - styrkbeiðni til tækjakaupa - 2019010038
Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 26. júní sl., vegna fyrirspurnar Ísófit ehf. út í rekstur líkamsræktarstöðvar á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara Ísófit m.t.t. umræðna sem fram fóru á fundinum.
Anton Helgi Guðjónsson yfirgefur fundinn kl. 8:20 undir 7. fundarlið. Anton Helgi mætir aftur til fundarins kl. 8:25.
8.Beiðni um styrk á móti kostnaði við framkvæmdaleyfi - Hjóladeild Vestra - 2019070006
Lögð er fram beiðni Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, Héraðssambands Vestfirðinga, dags. 5. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk á móti kostnaði við framkvæmdaleyfi vegna leyfis Vestra hjólreiða til að útbúa fjallahjólaleiðir í Skutulsfirði. Auk þess er lagt fram bréf stjórnar Vestra hjólreiða, dags. 4. júlí sl.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Vestra hjólreiðar um framkvæmdaleyfisgjöldin.
Þórdís Sif Sigurðardóttir yfirgefur fundinn undir 8. fundarlið kl. 8:25. Þórdís mætir aftur til fundarins kl. 8:41.
9.Hafrafellsháls - skógrækt - 2019060060
Tillaga 522. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 26. júní sl., um að heimila Skógræktarfélagi Ísafjarðar afnot af landi til skógræktar í hlíðum Hafrafellsháls, þ.e. 2.3 ha sbr. mynd í greinargerð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og leggja fyrir að nýju.
10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 522 - 1906018F
Lögð er fram fundargerð frá 522. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. júní sl. Fundargerðin er í 12 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?