Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1061. fundur 13. maí 2019 kl. 08:05 - 09:07 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Hafdís Gunnarsdóttir varamaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Eyrarskjól - viðbygging, hönnun og útboð - 2016020093

Lögð fram til kynningar 1. framvinduskýrsla vegna viðbyggingar við Eyrarskjól.
Lagt fram til kynningar.

2.Sindragata 4A, útboð og framkvæmd verkþátta. - 2018050038

Lögð fram til kynningar 17. verkfundargerð vegna Sindragötu 4a, dagsett 23. apríl 2019.
Lagt fram til kynningar.

3.Kaup á íbúð 310 - 2019040033

Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, dagsett 10. maí sl., þar sem upplýst er að íbúð 310 á Hlíf I, hafi verið keypt fyrir kr. 10.000.000,-
Lagt fram til kynningar.

4.Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098

Kynnt að nýju erindi frá Brú lífeyrissjóði, dagsett 29. janúar sl., vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga. Jafnframt kynnt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 16. apríl sl., og frá Akureyrarbæ, dagsett 9. maí sl.
Lagt er til að samþykkja greiðslu á sömu forsendum og Akureyrarbær.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til uppgjörs við Brú lífeyrissjóð vegna ógreidds framlags sem Hjallastefnan telur sig ekki skylduga til að greiða.
Bæjarráð tekur undir bókun Akureyrarbæjar þar sem fram kemur að með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997, lögum nr. 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar með breytingum á samþykktum Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélög gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrissjóðum á grunni kjarasamninga.
Í samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig tl að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila, þ.m.t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.
Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst Ísafjarðarbær á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í Jafnvægissjóð og Varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni þjónustusamnings Hjallastefnunnar við Ísafjarðarbæ samtals kr. 2.826.830,-.

5.Styrkir til félaga og félagasamtaka 2019 - fasteignagjöld - 2019030030

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 8. maí sl., varðandi afgreiðslu styrkja til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2019, samtals fjárhæð kr. 1.507.766,- en gert er ráð fyrir þessum styrkjum í áætlun 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra að afgreiðslu umsókna um styrki til félaga og félagasamtaka.

6.Upplýsingar vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög - 2019050033

Lagt fram bréf Sigurðar H. Helgasonar og Guðrúnar Birnu Finnsdóttur, f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis, dagsett 3. maí sl., með upplýsingum vegna laga um opinber innkaup og breytingar er varða sveitarfélög.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að uppfærslu innkaupareglna Ísafjarðarbæjar m.t.t. laga um opinber innkaup.
Eyþór yfirgefur fundinn kl. 8:31.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknifulltrúi - mæting: 08:28

7.Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2019 v. 2018 - 2019020042

Lagt fram bréf Sigríðar Auðar Arnardóttur og Hafsteins Pálssonar f.h. Ofanflóðanefndar, dagsett 30. apríl sl., þar sem samþykkt er lánsumsókn Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um upphæð lánsins þar til bókhaldsgögn hafa verið yfirfarin.
Lagt fram til kynningar.

8.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lögð fram fundargerð hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis frá 6. maí sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar og verkefni til vinnslu hjá bæjarstjóra.

9.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2019 - 2019030020

Lagðar fram fundargerðir 118., 119., og 120. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 84 - 1904023F

Fundargerð 84. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 196 - 1904016F

Fundargerð 196. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 8. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 404 - 1905002F

Fundargerð 404. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 9. maí sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd - 404 Nefndin geri ekki athugasemdir við tillögur sviðsstjóra og mannauðsstjóra og leggur því til við bæjarstjóra að Jóna Benediktsdóttir verði ráðin skólastjóri í GS og Sonja Dröfn Helgadóttir verði ráðin skólastjóri við GÞ og Laufás til eins árs.
  • Fræðslunefnd - 404 Lögð fram til kynningar lokadrög að nýrri Menntastefnu Ísafjarðarbæjar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýja Menntastefnu.
  • Fræðslunefnd - 404 Fræðslunefnd felur starfsmönnum að breyta uppsetningu á reglunum og leggja þær í framhaldi fyrir sem tillögu fyrir bæjarstjórn.

13.Hafnarstjórn - 204 - 1905006F

Fundargerð 204. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 8. maí sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 204 Hafnarstjórn telur kaupin nauðsynleg og leggur til við bæjarstjórn að leitað verði leiða til að fjármagna þann kostnað sem falla mun á Ísafjarðarbæ verði samningurinn undirritaður. Bókun fundar Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við hafnarstjóra að finna fjármagn til að verða við beiðninni þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagninu í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar. Tillaga að viðauka þarf að koma til samþykktar á fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 09:07.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?