Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1054. fundur 18. mars 2019 kl. 08:05 - 09:29 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.25 ára afmæli Félags eldri borgara á Ísafirði - styrkumsókn - 2019030044

Lagt fram bréf Sigrúnar C. Halldórsdóttur, formanns Félags eldri borgara á Ísafirði og nágrenni, dags. 10. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 200.000,- vegna 25 ára afmælis félagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vísa styrknum til umsóknar í menningarstyrki Ísafjarðarbæjar.

2.Aðalfundur Worldloppet samtakanna - styrkbeiðni - 2019030053

Lagt fram bréf Kristbjörns R. Sigurjónssonar f.h. Fossavatnsgöngunnar, ódags. en barst með tölvupósti 5. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk til að halda aðalfund Worldloppet samtakanna 13.-16. júní nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja sig í samband við bréfritara vegna umsóknarinnar.
Daníel Jakobsson yfirgefur fundinn undir þessum lið.

3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 516 - 1903009F

Fundargerð 516. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. mars sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 195 - 1903004F

Fundargerð 195. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. mars sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 195 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fjármunum sem áætlað er í uppbyggingasamninga til íþróttafélaga verði úthlutað jafnt milli þeirra félaga sem sóttu um, hvert félag fær þá 1,5 milljónir.

5.Fræðslunefnd - 402 - 1903011F

Fundargerð 402. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 11. mars sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 11. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. Umsagnarfrestur er til 25. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 13. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Umsagnarfrestur er til 27. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvarp til nýrra umferðarlaga - umsögn Samgöngufélagsins - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Samgöngufélagsins vegna athugasemda við frumvarp til nýrra umferðarlaga. Í umsögninni hefur félagið lagt til að breytt verði ákvæðum um heimilaðan ökuhraða í þá veru að hámarkshraði á vegum með malarslitlagi verði lækkaður úr 80 km í 70 km á klst en jafnframt verði heimilaður allt að 100 km hraði á klst á þeim vegum sem nýjastir eru og besti úr garði gerðir og þar sem umferð telst lítil.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvarp til laga um fiskeldi, 647. mál - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dags. 11. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Umsagnarfrestur er til 29. mars nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögnina í samráði við þær nefndir sem málið varðar.

10.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032

Lagt fram bréf Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs Sveitarfélaga, ódagsett en barst með tölvupósti 11. mars sl., þar sem boðað er til aðalfundar Lánasjóðsins 29. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. mars sl., þar sem meðal annars kemur fram að Hjördís Þráinsdóttir hafi verið tilnefnd Persónuverndarfulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

12.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi - 2017010103

Lagður fram tölvupóstur Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dags. 13. mars sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar vegna útgáfu rekstrarleyfis fyrir Arctic Sea Farm vegna sjókvíaeldis að Snæfjallaströnd, Ísafjarðardjúpi.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

13.Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS-508 - forkaupsréttur - 2019030052

Lagður fram tölvupóstur Gunnars Torfasonar f.h. Tjaldtanga ehf., dags. 11. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur að Guðbjörgu Sigurðardóttur ÍS-508.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að falla frá forkaupsréttinum.

14.Úthlutun stofnframlaga 2019 - 2019030054

Lagður fram tölvupóstur Rúnar Knútsdóttur f.h. Íbúðalánasjóðs, dags. 5. mars sl., þar sem auglýst er að opnað hafi verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum fyrir árið 2019.
Lagt fram til kynningar.

15.Hjallastefnan - Bókhaldsleg meðferð uppgjörs lífeyrisskuldbindinga í A-deild Brúar og umfjöllun um opinber fjármál - 2017050098

Kynnt er minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 8. mars sl., vegna uppgjörs í tengslum við breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs gagnvart Hjallastefnunni.
Málið kynnt bæjarráðsfulltrúum.

16.Íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar - 2019030056

Lagður er fram tölvupóstur Önnu G. Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar sl., varðandi íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar sem sveitarfélögum er gefinn kostur á að sækja um þátttöku í. Enn fremur er lögð fram glærukynning sem farið var yfir á kynningarfundi um verkefnið 13. mars sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða málið við sviðsstjóra og leggja svo aftur fyrir bæjarráð.

17.Afnotagjald af íþróttahúsinu við Austurveg - 2019030046

Kynnt minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, Margrétar Halldórsdóttur, dags. 15. mars sl., sem snýr að leigu í íþróttahúsinu við Austurveg.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrá er snýr að leigu íþróttahússins við Austurveg.

18.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Kynnt eru drög að vinnutilhögun fjárhagsáætlunar 2020.
Umræður fóru fram um drög að vinnutilhögun fjárhagsáætlunar 2020.
Edda María yfirgefur fundinn kl. 9:16.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:48

19.Nemendagarðar Lýðháskólans á Flateyri - 2016110085

Kynnt eru drög að kaupsamningi og afsali vegna 85% hlutar í fasteigninni Eyrarvegi 8, Flateyri, þar sem Ríkissjóður Íslands gerir Ísafjarðarbæ tilboð um að kaupa hlutinn í fasteigninni, í samræmi við bókun frá 1047. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja kaupsamninginn og fela bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að bæjarstjóri fái umboð til að selja eignina til sjálfseignarstofnunar Nemendagarða Lýðháskólans á Flateyri, fyrir að lágmarki jafnvirði kaupverðs eignarinnar.

20.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - 2017030089

Lagt er fram minnisblað Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 15. mars sl., með tillögum að breytingum á starfshópi um skipulag útivistarsvæða í Tungu- og Seljalandsdal, ásamt tillögu að erindisbréfi starfshópsins.
Bæjarráð vísar erindisbréfinu til samþykktar í bæjarstjórn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Enn fremur leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur að breytingum á skipan starfshópsins, þannig að starfshópinn skipi formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, skipulags- og byggingarfulltrúi og forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðar.

21.Eyrarskjól - viðbygging - 2016020093

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 15. mars 2019, þar sem lagt er til að samið verði við Gömlu spýtuna ehf. um verkið "Eyrarskjól viðbygging og endurbætur".

Enn fremur er kynntur viðauki sem lagt er til að bæjarráð vísi til bæjarstjórnar til samþykktar.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samið verði við Gömlu spýtuna hef. um verkið "Eyrarskjól viðbygging og endurbætur" og að framlagður viðauki verði samþykktur.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 8:29.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:17

22.Sláttur opinna svæða 2019 útboð - 2018100028

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 15. mars sl., þar sem lagt er til að samið verði við Kjarnasögun ehf. um slátt opinna svæða 2019-2021.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að ganga til samninga við Kjarnasögun ehf. um slátt opinna svæða 2019-2021 að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

Fundi slitið - kl. 09:29.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?