Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Málefni Náttúrustofu Vestfjarða - 2017100066
Smári Haraldsson og Sigríður Gísladóttir mæta til fundar bæjarráðs f.h. stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, til að ræða málefni Náttúrustofunnar.
Bæjarráð þakkar fyrir upplýsingarnar.
Smári og Sigríður yfirgefa fundinn kl. 8:35.
Gestir
- Smári Haraldsson, formaður stjórnar í Náttúrustofu Vestfjarða - mæting: 08:05
- Sigríður Gísladóttir, stjórnarmaður Náttúrustofu Vestfjarða - mæting: 08:15
2.Aldrei fór ég suður - ýmis málefni hátíðarinnar - 2018090087
Lagður fram (Stuð)samningur milli Aldrei fór ég suður og Ísafjarðarbæjar, sem undirritaður var 18. janúar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna málsins og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.
3.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020
Lagt fram bréf Sigrúnar Brynju Einarsdóttur og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur f.h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dagsett 25. janúar, ásamt samantekt úr áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Bæjarráð vísar áætluninni til atvinnu- og menningarmálanefndar, tiltaka skal þau verkefni sem að sveitarfélaginu koma og áætla hvort til fjármögnunar skuli koma að einhverju leyti frá sveitarfélaginu.
4.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - 2019020003
Lagt fram bréf Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, dagsett 28. janúar, um innleiðingu sveitarfélaga á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Lagt fram til kynningar.
5.33. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2019020001
Lagt fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. janúar, þar sem boðað er til 33. landsþings Sambandsins 29. mars.
Lagt fram til kynningar.
6.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í ungmennaráði Ísafjarðarbæjar.
7.Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar.
Bæjarráð vísar tillögunni til þingsályktunar til velferðarnefndar.
8.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar á velferðarsviði og í öldungaráði.
9.Fundargerð aðalfundar hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis - 2017010043
Lögð fram fundargerð aðalfundar hverfisráðs Holta-, Tungu og Seljalandshverfis frá 23. janúar. Jafnframt lögð fram skýrsla stjórnar hverfisráðsins fyrir árið 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, yfirgefur fundinn kl. 8:50.
10.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036
Kynnt minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 1. febrúar 2019, í tengslum við leigu á Hraðfrystihúsinu Norðurtanga.
Bæjarráð veitir staðgengli bæjarstjóra heimild til að halda áfram að semja vegna leigu á Hraðfrystihúsinu Norðurtanga.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 9:05.
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:54
Fundi slitið - kl. 09:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?