Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Daníel Jakobsson og varamaður hans Hafdís Gunnarsdóttir eru fjarverandi. Fundinn situr Sif Huld Albertsdóttir, áheyrnarfulltrúi.
1.Fyrirspurn um dagvistunarrými fyrir aldraða - 2018100058
Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Matthíasdóttur, formanns öldungaráðs Flokks fólksins, dagsettur 14. október sl., þar sem spurt er eftirfarandi spurninga:
- Er þitt sveitarfélag tilbúið til að útvega húsnæði fyrir dagvistunarrými aldraðra ef ríkið kemur á móts við ykkur með viðunandi rekstrar- og dagvistunargjöldum?
- Hver er þörf sveitafélagsins fyrir dagvistunarrými aldraðra?
- Er þitt sveitarfélag tilbúið til að útvega húsnæði fyrir dagvistunarrými aldraðra ef ríkið kemur á móts við ykkur með viðunandi rekstrar- og dagvistunargjöldum?
- Hver er þörf sveitafélagsins fyrir dagvistunarrými aldraðra?
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar lýsir því yfir að það væri tilbúið til að leggja fram húsnæði, að því gefnu að mótframlag ríkisins væri ásættanlegt. Bæjarráð óskar eftir umbeðnum upplýsingum frá velferðarsviði Ísafjarðarbæjar.
2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018 - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál. Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.
3.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 22. október sl., þar sem farið er yfir breytingar sem gera þarf á uppbyggingasamningi við íþróttafélagið Stefni á Suðureyri. Einnig eru lögð fram breytt drög að samningi við félagið.
Bæjarráð samþykkir að uppbyggingarsamningi við Íþróttafélagið Stefni á Suðureyri verði breytt með þeim hætti að Ísafjarðarbær greiði sinn hlut í uppbyggingu útihreystisvæðisins á Suðureyri með því að greiða hluta af fjárhæð uppbyggingasamningsins, samtals kr. 2.700.000,-, vegna kaupa á hreystitækjum á árinu 2018, ekki jarðvegsvinnu og undirlag og uppsetningu hreystitækjanna. Eftirstöðvar uppbyggingasamningsins, kr. 300.000,- verði greiddar eftir lokaskýrslu í kjölfar úttektar á framkvæmdinni.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:25
- Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:27
4.Viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagður fram viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar lækkun á framkvæmdum ársins um 140 milljónir króna og lækkun á lántöku að sömu fjárhæð. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er kr. 0.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.
5.Lánasjóður 2018-2019 - 2018010032
Lagt fram til kynningar, minnisblað frá Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 18. október sl., um lántöku hjá lánasjóði sveitarfélaga í október 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að lántökum vegna fjárfestinga 2018 fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
6.Fimm ára framkvæmdastefna Ísafjarðarbæjar - 2018030083
Umræður um 5 ára framkvæmdastefnu Ísafjarðarbæjar. Málið var á dagskrá 1033. fundar 8. október sl. og var vísað til næsta fundar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skipuleggja vinnufund um fjárhags- og framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir bæjarstjórnarfund 1. nóvember n.k.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9:18.
7.Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2017 - 2018010095
Lagt fram bréf Þóris Ólafssonar og Eiríks Benónýssonar, f.h. eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 8. október sl., þar sem spurst er fyrir um neikvæða rekstrarafkomu í ársreikningi 2017.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsettur 18. október sl., þar sem erindinu er svarað. Fjármálastjóri vísar í skýringu nr. 22 í ársreikningi 2017, en á árinu 2017 varð að gjaldfæra 159,3 millj. kr. vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við A-deild Brúar, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun og ekki reyndist unnt að mæta með viðauka við fjárhagsáætlun.
Jafnframt lagður fram tölvupóstur Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsettur 18. október sl., þar sem erindinu er svarað. Fjármálastjóri vísar í skýringu nr. 22 í ársreikningi 2017, en á árinu 2017 varð að gjaldfæra 159,3 millj. kr. vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við A-deild Brúar, sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun og ekki reyndist unnt að mæta með viðauka við fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 9:23.
Fundi slitið - kl. 09:28.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?