Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109
Lagt fram bréf Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, Matthildar Helgadóttur Jónudóttur og Vaidu Braziunaite, forsvarsmanna Tungumálatöfra, dagsett 3. október sl., þar sem óskað er eftir 750.000 kr. fjárframlagi vegna verkefnisins á árinu 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu beiðnarinnar og vísa til fjárhagsáætlunar 2019.
2.Íþrótta- og tómstundanefnd - 188 - 1810001F
Lögð fram til kynningar fundargerð 188. fundar íþrótta- og tómstundanefndar. Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 188 Lagt fram til kynningar.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 188 Nefndin leggur til við bæjarstjórn minniháttar breytingar á gjaldskrá og felur starfsmanni að leggja fram breytingartillögu í samræmi við umræður á fundinum.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 188 Unnið að skipulagi við endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar.
3.Hverfisráð Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis, fundargerð - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043
Lögð er fram til kynningar fundargerð Hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis frá 19. september sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarstjóri upplýsti hvað það er sem hefur tafið vinnu við leikvöllinn í Tunguhverfi, honum er falið að grípa til viðeigandi aðgerða til að klára verkið eins fljótt og auðið er.
4.5 ára framkæmdaáætlun - Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Umræður um 5 ára framkvæmdastefnu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð ákvað að vísa framkvæmdastefnunni til næsta fundar bæjarráðs.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:40
- Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:40
5.Aldrei fór ég suður - ýmis málefni hátíðarinnar - 2018090087
Fulltrúar tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður mæta til fundar bæjarráðs til að ræða málefni hátíðarinnar, s.s. möguleika á framlengingu stuðsamnings, viðburði í kring um hátíðina og húsnæðismál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við rokkstjóra um endurnýjun samnings milli Aldrei fór ég suður og Ísafjarðarbæjar.
Kristján, Örn og Hálfdán yfirgefa fundinn kl. 9:32.
Gestir
- Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður - mæting: 09:06
- Örn Guðmundsson, stjórnarformaður Aldrei fór suður - mæting: 09:06
- Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, stjórnarmaður Aldrei fór ég suður - mæting: 09:06
6.Frumvörp til breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - 2018020003
Lagður er fram tölvupóstur Bryndísar Gunnlaugasdóttur, lögfræðings hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. október sl., þar sem bent er á frumvarp til breytinga á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem er til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem og drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum frá velferðarráðuneytinu vegna nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsagnir að frumvörpunum fyrir Ísafjarðarbæ.
7.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 28. september sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál. Umsagnarfrestur er til 26. október nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í velferðarnefnd.
8.Ærslabelgur á Eyrartúni - 2017010043
Lagt fram bréf Gylfa Sigurðssonar, íbúa við Túngötu 5 á Ísafirði, dagsett 4. október sl., með athugasemdum vegna ærslabelgs á Eyrartúni.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulag- og mannvirkjanefndar.
9.70 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar - 2018100019
Umræður um 70 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar og afmælisgjöf í tilefni þess.
Bæjarstjóra falið að færa Tónlistarskóla Ísafjarðar afmælisgjöf í tilefni 70 ára afmælisins í samræmi við umræður á fundinum.
10.Against the current - styrkbeiðni - 2018090092
Lagður fram tölvupóstur Veigu Grétarsdóttur, dagsettur 28. september sl., þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við verkefnið Against the current. Veiga hyggst róa á kajak í kring um Ísland og safna fé fyrir Pieta samtökin.
Bæjarráð vísar erindinu til næstu úthlutunar styrkja til menningarmála í atvinnu- og menningarmálanefnd.
11.Ársfjórðungsskil Q2 2018 - 2018090085
Lagt er fram til kynningar uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir annan ársfjórðung 2018 sem var sent Hagstofu Íslands 22. ágúst síðastliðinn auk minnisblaðs sem var kynnt. Uppgjörið sýnir afgang upp á 44,7 milljónir króna fyrir janúar til júní 2018. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrarhalla upp á 31,4 milljónir króna.
6 mánaða uppgjör lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:05
12.Viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagður fram viðauki 12 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar aukinn kostnað við snjómokstur um 25 milljónir króna, aukinn kostnað við holræsi fráveitu um 21 milljón króna, aukinn kostnað vegna díoxímengunar í Funa 21,5 milljón króna og aukins lögfræðikostnaðar tæknideildar vegna OV mála. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu milli málaflokka, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar eru því 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki viðaukann.
Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 8:47.
13.Viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagður fram viðauki 11 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar kaup á skjalaskápum fyrir grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar til að uppfylla lagaskyldu um verndun viðkvæmra persónuupplýsinga. Jafnframt mun kostnaður vegna jafnlaunavottunar og aðkeypt þjónusta vegna ársreikningagerðar verða meiri en áætlað var. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan aðalsjóðs, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar eru því 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki viðaukann.
14.Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagður fram viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar aukna fjárveitingu vegna viðhalds á íbúðum Ísafjarðarbæjar á Hlíf 1. Lagt fram minnisblað frá Sædísi M. Jónatansdóttur, deildarstjóra félagsþjónustu, dagsett 5. október sl., en áður var lagt fram minnisblað frá Margréti Geirsdóttur, dagsett 4. september sl., á 1029. fundi bæjarráðs þann 10. september síðastliðinn og var þá bæjarstjóra falið að kanna hvort beiðnin rúmist innan fjárheimilda ársins. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu milli velferðarsviðs og þjónustuíbúða, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar eru því 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki viðaukann.
15.Viðauk i 9 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagður fram viðauki 9 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar aukið stöðugildi á Eyrarskjóli í samræmi við minnisblað frá Guðrúnu Birgisdóttur, skóla- og sérkennslufulltrúa, sem lagt var fyrir 1009. fund bæjarráðs þann 12. mars sl. og var þá bæjarstjóra falið að undirbúa viðauka. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan aðalsjóðs, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar eru því 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
16.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagður fram viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar aukningu á framlögum til HSV í samræmi við samstarfssamning. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan aðalsjóðs, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar eru því 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki viðaukann.
17.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagður fram viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar fjölgun á stöðugildum á Flateyri vegna fjölgunar barna í framhaldi af móttöku flóttamanna í mars 2018. Einnig er lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundarsviðs, dagsett 13. febrúar sl., þar sem óskað var eftir heimild til að fjölga stöðugildum en það minnisblað fór fyrir 1010. fund bæjarráðs 19. mars sl. og var bæjarstjóra falið að gera viðauka. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan málaflokksins, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar eru því 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki viðaukann.
18.Viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagður fram viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2018. Viðaukinn varðar ósk um aukna aðkeypta þjónustu að fjárhæð kr. 2.420.000,- vegna framtíðarskipan skólamála á Flateyri. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan aðalsjóðs, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu Ísafjarðarbæjar eru því 0 kr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki viðaukann.
19.Mánaðaryfirlit 2018 - 2018060078
Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 17. ágúst sl., um skatttekjur og laun frá janúar til ágúst 2018. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 32 milljón króna yfir áætlun og eru 1.334 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 13,6 milljónum króna yfir áætlun eða 573 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 16,8 milljónum króna yfir áætlun en kostnaðurinn nemur 1.676 milljónum króna í lok ágúst 2018.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?