Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Arna Lára Jónsdóttir boðaði forföll og hennar varamaður einnig. Nanný Arna Guðmundsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
1.Umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp - 2018070016
Lögð er fram til kynningar umsögn Ísafjarðarbæjar, dagsett 13. september sl., vegna umsóknar Rnes ehf. um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
Bæjarráð leggur áherslu á að málið sé leitt til lykta eins fljótt og auðið er.
2.Velferðarnefnd - 431 - 1809006F
Fundargerð 431. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 11. september sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Velferðarnefnd - 431 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að félagsmálateymi á velferðarsviði taki við því hlutverki þjónustuhóps að úthluta leiguíbúðum á Hlíf og Tjörn á grundvelli fyrirliggjandi reglna.
Velferðarnefnd leggur jafnframt til við bæjarstjórn að erindisbréf velferðarnefndar verði samþykkt með áorðnum breytingum. Að lokum bendir nefndin á að gera þurfi breytingar á bæjarmálasamþykkt og skipan í öldungaráð á grundvelli nýrra laga.
3.Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða - 2018020038
Lagður fram tölvupóstur Þóris Sveinssonar, f.h. stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, dagsettur 7. september sl., ásamt fundargerð stjórnar NAVE frá 24. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.
4.Fundargerð heilbrigðisnefndar og kjör fulltrúa í heilbrigðisnefnd - 2018030012
Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 5. september sl., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 31. ágúst sl., og bréfi frá 9. júlí sl., vegna kosningar fulltrúa í heilbrigðisnefnd.
Lagt fram til kynningar.
5.Landsfundur jafnréttismála 2018 - ungt fólk og jafnréttismál. - 2018090032
Lagður fram tölvupóstur Sigríðar Ólafar Guðmundsdóttur, sérfræðingi hjá Mosfellsbæ, dagsettur 4. september sl., þar sem boðað er til landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál 20. september nk. Fulltrúi velferðarnefndar Ísafjarðarbæjar mun sitja fundinn.
Lagt fram til kynningar.
6.Ársfundur Náttúrustofu Vestfjarða - 2018020038
Lagt fram bréf Nancy Bechtloff f.h. Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett 12. september sl., þar sem boðað er til ársfundar NAVE 17. október nk. Einnig lagður fram ársreikningur fyrir árið 2017 og samþykktir NAVE.
Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að mæta á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða og fara með atkvæðisrétt Ísafjarðarbæjar.
7.Aðalfundur Hvetjanda 2017 - 2018090045
Lagt fram bréf Kristjáns G. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Hvetjanda hf., dagsett 11. september sl., þar sem boðað er til aðalfundar Hvetjanda hf. 25. september nk.
Bæjarráð felur bæjarstjóra umboð til að mæta á fund Hvetjanda og fara með atkvæðisrétt Ísafjarðarbæjar.
Brynjar yfirgefur fundinn kl. 10:23.
8.Framkvæmdaáætlun - Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Umræður um framkvæmdaáætlun 2018-2022.
Umræður fóru fram um framkvæmdaáætlun 2018-2022 og bæjarstjóra falið að vinna skjalið áfram, kynna það fyrir sviðsstjórum og halda vinnufund með bæjarráðsfulltrúum.
9.Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni - 2018090051
Lagt fram bréf Hermanns Jónassonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs, dagsett 11. september sl, þar sem kynnt er tilraunaverkefni sjóðsins um húsnæðismál á landsbyggðinni. Leitað er eftir sveitarfélögum til að taka þátt í verkefninu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í verkefninu.
10.Reiknilíkan fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2017120066
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 14. september sl., þar sem farið er yfir kostnað og ástæður þess að lagt er til að breyta viðmiðum á fjölda barna á hvern kennara í leikskólum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fræðslunefndar verði samþykkt og taki gildi frá og með 1. janúar 2019. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að hafin verði vinna í fræðslunefnd og skóla- og tómstundasviði við að skoða starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólum í samræmi við tillögu fræðslunefndar.
Margrét yfirgefur fundinn kl. 8:30.
Gestir
- Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:07
11.Lóðamál og fasteignir Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. - 2018030103
Lagt fram bréf Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., dagsett 11. september sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ vegna lóðamála og fasteigna fyrirtækisins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort og þá hvernig Ísafjarðarbær geti notað Ásgeirsgötu 1 og Suðurgötu 10.
12.Hverfisráð Eyrar og efri bæjar - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043
Lögð er fram eftirfarandi fyrirspurn Daníels Jakobssonar, formanns bæjarráðs, vegna ærslabelgs á Eyrartúni:
1. Hver tók ákvörðun um kaup á belgnum og staðsetningu hans?
2. Samræmist staðsetning hans aðalskipulagi (ekki deiliskipulagi) sem er nýrra en deiliskipulagið sem vitnað er í minnisblaði Brynjars frá í morgun og hverfisvernd Túngötu?
3. Mætti t.d. með sömu rökum og notuð voru við val á staðsetningu setja hann hvar sem er á sjúkrahústúnið og janfvel inn í kirkjugarðinn.
Enn fremur er lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. september sl.
1. Hver tók ákvörðun um kaup á belgnum og staðsetningu hans?
2. Samræmist staðsetning hans aðalskipulagi (ekki deiliskipulagi) sem er nýrra en deiliskipulagið sem vitnað er í minnisblaði Brynjars frá í morgun og hverfisvernd Túngötu?
3. Mætti t.d. með sömu rökum og notuð voru við val á staðsetningu setja hann hvar sem er á sjúkrahústúnið og janfvel inn í kirkjugarðinn.
Enn fremur er lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. september sl.
Formaður bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun: „Formaður bæjarráðs minnir á að mikilvægt er að vandað sé til bókana og að skýrt sé hvaða tillögur sé verið að afgreiða.“
13.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005
Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. september sl., varðandi viðbyggingu við Íþróttahúsið Torfnesi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ekki verði unnið frekar að þeim teikningum sem liggja fyrir varðandi viðbyggingu við Íþróttahúsið á Torfnesi vegna líkamsræktaraðstöðu.
Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við þarfagreiningu á Torfnessvæðinu með framtíðarþarfir og heildarskipulag í huga.
Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að hafin verði vinna við þarfagreiningu á Torfnessvæðinu með framtíðarþarfir og heildarskipulag í huga.
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:48
14.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126
Lögð fram til samþykktar tillaga að persónuverndarstefnu Ísafjarðarbæjar unnin af Sigurði Má Eggertssyni, verkefnastjóra við innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf.
Jafnframt eru kynnt drög að fræðslubréfi til almennings og skráðra aðila, sem ætlað er til birtingar á vefsíðu sveitarfélagsins til þess að fræða einstaklinga um réttindi samkvæmt nýjum persónuverndarlögum.
Að lokum eru kynnt drög að beiðnaformi fyrir einstaklinga um nýtingu réttinda samkvæmt persónuverndarlögum. Hugsunin er að hafa beiðnaformið aðgengilegt í gegnum rafrænan Ísafjörð til að tryggja auðkenningu einstaklinga. Einnig er til skoðunar að nota rafrænan Ísafjörð sem vettvang fyrir rafræna afhendingu á upplýsingum til skráðra einstaklinga samkvæmt auðkenndri beiðni þess efnis.
Jafnframt eru kynnt drög að fræðslubréfi til almennings og skráðra aðila, sem ætlað er til birtingar á vefsíðu sveitarfélagsins til þess að fræða einstaklinga um réttindi samkvæmt nýjum persónuverndarlögum.
Að lokum eru kynnt drög að beiðnaformi fyrir einstaklinga um nýtingu réttinda samkvæmt persónuverndarlögum. Hugsunin er að hafa beiðnaformið aðgengilegt í gegnum rafrænan Ísafjörð til að tryggja auðkenningu einstaklinga. Einnig er til skoðunar að nota rafrænan Ísafjörð sem vettvang fyrir rafræna afhendingu á upplýsingum til skráðra einstaklinga samkvæmt auðkenndri beiðni þess efnis.
Bæjarráð vísar persónuverndarstefnunni til samþykktar bæjarstjórnar.
15.Seljalandsvegur 100, uppkaup. - 2018090014
Kynnt minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 12. september 2018, varðandi fyrirhuguð uppkaup á fasteigninni Seljalandsvegi 100, Ísafirði.
Málið kynnt fyrir bæjarráði.
16.Framtíðarsýn og stefna sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar - 2018090050
Almennar umræður um framtíðarsýn og stefnumótun sveitarfélagsins Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið og eftir þörfum gera ráð fyrir fjármagni í verkefnið í fjárhagsáætlun 2019.
17.Aflamark Byggðastofnunar - 2018050083
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. september sl., varðandi athugasemd við túlkun reglugerðar varðandi aflamark ásamt tölvupósti Annasar Sigmundssonar, sérfræðings hjá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 4. september sl.
Lagt fram til kynningar.
18.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052
Lögð er fram samantekt Sigurborgar Kr. Hannesdóttur hjá ILDI, þjónustu og ráðgjöf um verkefnið „Öll vötn til Dýrafjarðar“ með skilaboðum íbúaþings á Þingeyri frá í mars 2018.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?