Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1028. fundur 03. september 2018 kl. 08:05 - 08:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagt fram bréf Sigurðar Ásbjörnssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 29. júní sl., ásamt frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum 5.800 tonna framleiðsluaukningar Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar og frestur veittur til 03. september 2018.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tók erindið fyrir á 503. fundi sínum, 29. ágúst sl., og gerði eftirfarandi umsögn:
„Með vísan í 20. gr. reglugerðar 660/2015 og II. mgr. 9. gr. laga 106/2000 telur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, að fullnægjandi sé gert grein fyrir framkvæmd í frummatsskýrslu Arctic Sea Farm, dags. 28. júní sl. Nefndin tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 4.200 tonnum í 10.000 tonn á ári.
Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það. Áhrif uppsöfnunar næringarefna frá eldinu eru talin hafa mjög takmörkuð áhrif á botndýralíf á svæðinu, en með umhverfisvöktun er ætlun framkvæmdaraðila að fylgjast með mögulegum áhrifum á það og verða kvíaþyrpingar færðar til ef talið verður tilefni til. Í Dýrafirði og í nágrenni hans eru engar laxveiðiár og er því samkvæmt áhættumati Hafró engin áhætta fyrir villta laxfiskstofna af hugsanlegum strokufiski frá eldinu.
Aðkoma skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar og álit þetta er byggt á þeirri staðreynd að bæjarfélagið og íbúar þess hafa hagsmuni af því að nýting lands og nærliggjandi sjávar, sé í sátt við umhverfi og íbúa. Jafnframt er mjög mikilvægt að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið. Í fjölda ára hafa skipulagsnefnd og bæjarstjórn ítrekað það álit að brýn þörf sé á að strandsvæði séu skipulögð og að skipulagsvaldið verði í höndum sveitarfélaganna. Það álit er hér ítrekað.“
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.Fundargerð hverfisráðs eyrar og efribæjar - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Lögð fram fundargerð hverfisráðs Eyrar og efri bæjar, frá fundi sem haldinn var 29. ágúst sl. Í fundargerðinni er svohljóðandi fyrirspurn til bæjarráðs.

Hverfisráðið óskar eftir svörum frá bæjarráði um eftirfarandi:
a. Hvort bærinn sé til í að sjá um að tyrfa svæðið á gamla gæsló, útvega bekki og grjót við bílastæði til að varna akstri inn á það?

b. Jafnframt óskar hverfisráðið eftir heimild til að skipuleggja frekar svæðið á gamla gæsló með það í huga að fá stórt klifurtæki, eitt ungbarnatæki og önnur krefjandi tæki. Hverfisráðið mun þá vinna tillögu að skipulögðu svæði í samvinnu við tæknisvið og kynna fyrir bæjarráði. Næsti fundur hverfisráðsins er 12. september og því óskað eftir svörum fyrir þann tíma ef kostur er en þessi ákvörðun hefur áhrif á það í hvað fjárheimild ársins í ár er varið og jafnframt næstu ára.
Bæjarráð vísar spurningum hverfisráðs til verðmats hjá umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar og frestar erindinu þar til frekari gögn hafa verið útbúin.

3.Félagsheimili Súgfirðinga - endurbætur - 2018080053

Lagt fram bréf Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns stjórnar Hollvinasamtaka félagsheimilis Súgfirðinga, dagsett 27. ágúst sl., þar sem óskað er eftir að brýnar endurbætur á áhaldageymslu félagsheimilisins verði settar á fjárhagsáætlun næsta árs. Einnig er óskað eftir úttekt á öðrum endurbótum á húsnæðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um úrbætur og fjármögnun þeirra.

4.Rammasamningar - 2017090026

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, staðgengils bæjarstjóra, dags. 30. ágúst sl., varðandi aðild Ísafjarðarbæjar að rammasamningum Ríkiskaupa auk aðildarumsóknar að rammasamningum Ríkiskaupa til staðfestingar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær verði aðili að rammasamningum Ríkiskaupa.

5.Úlfsá - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2018030010

Kynntur er tölvupóstur Andra Árnasonar, bæjarlögmanns frá 30. ágúst 2018 ásamt drögum að greinargerð í máli vegna OV og AB fasteigna, vegna virkjunarréttar í Úlfsá.
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstrarleyfi gististaða - 2018010057

Lagt fram til kynningar svarbréf Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, starfandi bæjarstjóra, dags. 17. ágúst 2018, við bréfi gistileyfishafa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að funda með þeim gistileyfishöfum sem málið varðar.

7.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 503 - 1807006F

Fundargerð 503. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 29. ágúst sl. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 503 Með vísan í 20. gr. reglugerðar 660/2015 og II. mgr. 9. gr. laga 106/2000 telur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar, að fullnægjandi sé gert grein fyrir framkvæmd í frummatsskýrslu Arctic Sea Farm, dags. 28. júní sl. Nefndin tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 4200 tonnum í 10.000 tonn á ári.
    Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það. Áhrif uppsöfnunar næringarefna frá eldinu eru talin hafa mjög takmörkuð áhrif á botndýralíf á svæðinu, en með umhverfisvöktun er ætlun framkvæmdaraðila að fylgjast með mögulegum áhrifum á það og verða kvíaþyrpingar færðar til ef talið verður tilefni til. Í Dýrafirði og í nágrenni hans eru engar laxveiðiár og er því samkvæmt áhættumati Hafró engin áhætta fyrir villta laxfiskstofna af hugsanlegum strokufiski frá eldinu.
    Aðkoma skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar og álit þetta er byggt á þeirri staðreynd að bæjarfélagið og íbúar þess hafa hagsmuni af því að nýting lands og nærliggjandi sjávar, sé í sátt við umhverfi og íbúa. Jafnframt er mjög mikilvægt að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið. Í fjölda ára hafa skipulagsnefnd og bæjarstjórn ítrekað það álit að brýn þörf sé á að strandsvæði séu skipulögð og að skipulagsvaldið verði í höndum sveitarfélaganna. Það álit er hér ítrekað
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 503 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gámaþjónustan fái svæðið til afnota skv. fyrirliggjandi samningsdrögum.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 503 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að vikið sé frá gr. 5.8.2. í skipulagsreglugerð 90/2013 með vísan í gr. 5.8.4. Undirrituð heimild landeiganda þ.e. Rarik, þarf að liggja fyrir áður en byggingaleyfi er gefið út.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 69 - 1808012F

Fundargerð 69. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 28. ágúst sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?