Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1027. fundur 27. ágúst 2018 kl. 08:05 - 08:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Gestirnir yfirgáfu fundinn kl 8:15

1.60 ára afmæli Sjálfsbjargar í Ísafjarðarbæ - styrkbeiðni - 2018080033

Hafsteinn Vilhjálmsson, Guðný Sigríður Þórðardóttir og Magnús Reynir Guðmundsson mæta til fundar bæjarráðs f.h. Sjálfsbjargar - félags hreyfihamlaðra í Ísafjarðarbæ, til að fylgja eftir erindi sínu til Ísafjarðarbæjar, dagsettu 23. ágúst sl., sem lagt er fram undir þessum lið. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 80.000,- vegna 60 ára afmælisfagnaðar félagsins og einnig rætt um önnur hagsmunamál félagsins.
Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.

Gestir

  • Hafsteinn Vilhjálmsson - mæting: 08:05
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir - mæting: 08:05
  • Magnús Reynir Guðmundsson - mæting: 08:05

2.Íþróttahúsið á Flateyri - niðurfelling á húsaleigu - 2018080020

Lagður fram tölvupóstur Söru Jónsdóttur, f.h. Vagnsins á Flateyri, þar sem óskað er eftir niðurfellinu á húsaleigu vegna sirkuslistasýningar fyrir börn, sem haldin var 20. júlí sl. í íþróttahúsinu á Flateyri.
Bæjarráð samþykkir að fella niður húsaleigu vegna sirkuslistasýningar.

3.Færeysk ferðasýning á Ísafirði - 2018080012

Lögð fram tölvupóstsamskipti við Petur Petersen og Sigríðu Ólöfu Kristjánsdóttur, vegna færeyskrar ferðasýningar á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

4.Þjóðskógur á Vestfjörðum - 2018080032

Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, starfandi bæjarstjóra, dagsett 24. ágúst sl., vegna heimsóknar forsvarsmanna Skógræktarinnar vikuna 3. - 8. september nk., til að skoða jarðir undir Þjóðskóg á Vestfjörðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hitta forsvarsmenn Skógræktarinnar og bjóða þeim bæjarfulltrúum sem hafa áhuga og tök á að mæta að sitja fundinn.

5.Fræðslunefnd - 394 - 1808009F

Fundargerð 394. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 23. ágúst sl. Fundargerðin er í 9 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?