Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1026. fundur 20. ágúst 2018 kl. 08:05 - 10:23 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Mánaðaryfirlit 2018 - 2018060078

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóri, dags. 17. ágúst sl, um skatttekjur og laun frá janúar til júní 2018. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 48,5 milljón króna yfir áætlun og eru 999,4 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 3 milljónum króna yfir áætlun eða 411,5 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 1,2 milljónum króna yfir áætlun en kostnaðurinn nemur 1.221 milljónum króna í lok júní 2018.
Lagt fram til kynningar.

2.Afnot af íþróttahúsi Flateyrar - 2018080017

Lagt fram bréf Helenu Jónsdóttur, skólastjóra Lýðháskólans á Flateyri, dagsett 16. ágúst sl., þar sem óskað er eftir gjaldfrjálsum afnotum af íþróttahúsi Flateyrar dagana 21. - 23. september vegna skólasetningar Lýðháskólans. Jafnframt er óskað eftir 10 gjaldfrjálsum klukkustundum á viku skólaárið 2018-2019 vegna skipulagðrar íþróttastarfsemi og viðburða á vegum skólans. Þess er sérstaklega getið að íbúum Flateyrar og nærliggjandi bæja verði boðið að taka þátt í íþróttastarfi skólans og nýtist aðstaðan því fleirum en nemendum.
Bæjarráð samþykkir beiðnina að því gefnu að það rúmist innan starfsemi íþróttahússins og felur bæjarstjóra að gera samning við Lýðháskólann á Flateyri vegna þessa.

3.Rekstur Hornstrandastofu - 2018080018

Kynnt drög að rekstrarsamningi milli Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar um rekstur Hornstrandastofu.
Umræður fóru fram um uppbyggingu og rekstur Hornstrandastofu.
Hlé var gert á fundinum kl. 9:25. Fundi haldið áfram kl. 9:38.

4.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 2018060074

Tillaga nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss frá 15. ágúst sl., um að bæjarstjórn tilnefni formann og varaformann í samræmi við erindisbréf nefndarinnar. Einnig óskar nefndin eftir því að Héraðssamband Vestfirðinga eigi áheyrnarfulltrúa í nefndinni.
Bæjarráð samþykkir að Kristján Þór Kristjánsson verði formaður nefndarinnar og Sif Huld Albertsdóttir verði varaformaður nefndarinnar. Bæjarráð felur nefndinni að kalla til þá gesti sem þeir vilja að sitji fundina hverju sinni.

5.Suðurtangi - umhverfismál - 2018060058

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætir til fundar bæjarráðs til að ræða um hreinsun á Suðurtanga.
Bæjarráð felur sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs að koma upp verklagi þar sem fylgst verður með þeim sem koma með rusl á Suðurtangann og fylgja því eftir að það verði fjarlægt.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:52

6.Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun - 2018020003

Lögð eru fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun, sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennra náttúruverndar, mál nr. S-99/2018.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 10:08.

7.Gæðamat leikskólans Eyrarskjóls skólaárið 2017-2018 - 2018080019

Lagt fram bréf Þórdísar Jónu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar, ódagsett en barst 17. ágúst sl., þar sem kynnt er gæðamat fyrir leikskólann Eyrarskjól skólaárið 2017-2018.
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

8.Fjallskilanefnd - 11 - 1808007F

Fundargerð 11. fundar fjallskilanefndar, sem haldinn var 15. ágúst sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Hafnarstjórn - 199 - 1808003F

Fundargerð 199. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 10. ágúst sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 1 - 1808006F

Fundargerð 1. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss, sem haldinn var 15. ágúst sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Þórdís Sif Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum lið og Hjördís Þráinsdóttir tekur við ritun fundarins.

11.Ráðning bæjarstjóra - 2018060019

Lagt er til að Guðmundur Gunnarsson verði ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Einnig er lagt til að formanni bæjarráðs verði falið að ganga frá ráðningarsamningi við Guðmund, sbr. meðfylgjandi drög, sem skal staðfestur af bæjarstjórn.
Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum meirihlutans.

Fulltrúi Í-listans, Arna Lára Jónsdóttir, lætur bóka hjásetu sína, og telur að rétt sé að ákvörðunin fari fyrir fullskipaða bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Fulltrúar meirihlutans taka undir bókun Örnu Láru, enda er það það sem er lagt til.

Fundi slitið - kl. 10:23.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?