Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1024. fundur 16. júlí 2018 kl. 08:05 - 08:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagt fram bréf Sigurðar Ásbjörnssonar f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 29. júní sl., ásamt frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum 5800 tonna framleiðsluaukningar Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

2.Endurheimt votlendis - beiðni Votlendissjóðsins um samstarf - 2018070023

Lagt er fram bréf Ásbjörns Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Votlendissjóðsins, dags. 9. júlí sl., þar sem óskað er samstarfs við Ísafjarðarbæ um endurheimt votlendis innan sveitarfélagsins.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á verkefninu og felur bæjarstjóra að boða forsvarsmenn sjóðsins á fund við fyrsta hentuga tækifæri.
Baldur Ingi Jónasson mannauðsstjóri kom til fundar klukkan 08.15.

3.Ráðning bæjarstjóra - 2018060019

Þrettán umsóknir um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar kynntar.
Farið yfir umsóknir um stöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og mannauðsstjóra falið í samstarfi við Capacent að ræða frekar við sex umsækjendur.

Fundi slitið - kl. 08:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?