Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Elísabet Samúelsdóttir, mætir til fundarins sem fulltrúi B-listans.
1.Skólalóð Grunnskóla Önundarfjarðar - malbikun körfuboltavallar - 2018050070
Lagt er fram bréf Steinunnar Guðnýjar Einarsdóttur, f.h. Foreldrafélagsins í Grunnskóla Önundarfjarðar, og Ívars Kristjánssonar, f.h. Hverfisráðs Önundarfjarðar, dags. 29. júní, þar sem óskað er eftir því að körfuboltavöllur við grunnskólann verði malbikaður sumarið 2018.
Bæjarráð samþykkir að körfuboltavöllur við Grunnskóla Önundarfjarðar verði malbikaður á árinu 2018 og felur bæjarstjóra að gera viðeigandi breytingu á fjárfestingaráætlun.
2.Velferðarnefnd - 430 - 1806025F
Fundargerð 430. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 3. júlí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 502 - 1806023F
Fundargerð 502. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 4. júlí sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.
4.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 158 - 1806009F
Fundargerð 158. fundar barnanverndarnefndar, sem haldinn var 4. júlí sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
5.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2018 - 2018070015
Lögð fram fundargerð 6. stjórnarfundar Vestfjarðastofu frá 26. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
6.Umsókn um veitingaleyfi að Fjarðargötu 5, Þingeyri, Simbahöllin - 2018010057
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 31. maí sl., ásamt umsókn Wouters Van Hoeymissen f.h. Simbahallarinnar, vegna rekstrarleyfis veitingarstaðs í flokki III. að Fjarðargötu 5, Þingeyri.
Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 6. júlí sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 26 júní sl., og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 4 júní sl.
Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 6. júlí sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 26 júní sl., og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 4 júní sl.
Með vísun til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa veitir bæjarráð jákvæða umsögn um umsókn um rekstrarleyfi.
7.Umsókn um rekstrarleyfi gistiheimilis að Holti, Önundarfirði. - 2018010057
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 24. maí sl., ásamt umsókn Kristjáns Óskars Ásvaldssonar f.h. Holt Inn ehf. vegna rekstrarleyfis gistiheimilis í flokki IV. að Holti 425, Flateyri.
Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 6. júlí sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 5. júlí sl., og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 4. júlí sl.
Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 6. júlí sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 5. júlí sl., og slökkviliðs Ísafjarðarbæjar dags. 4. júlí sl.
Með vísun til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa veitir bæjarráð jákvæða umsögn um umsókn um rekstrarleyfi.
8.Umsókn um gististaðaleyfi að Engjavegi 9, Ísafirði - 2018010057
Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 28. maí sl., ásamt umsókn Sigríðar Ásgeirsdóttur f.h. Engjavegs ehf., vegna rekstrarleyfis gistiheimilis í flokki II. að Engjavegi 9, Ísafirði.
Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 6. júlí sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, dags. 3.júlí sl., og umsögn eldvarnareftirlits dags. 21. júní sl.
Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 6. júlí sl., ásamt umsögnum Hlyns Reynissonar, heilbrigðisfulltrúa, dags. 3.júlí sl., og umsögn eldvarnareftirlits dags. 21. júní sl.
Með vísun til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa veitir bæjarráð ekki jákvæða umsögn um umsókn um rekstrarleyfi þar sem breytt notkun húsnæðis kallar á umsókn um byggingaleyfi.
9.Umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp - 2018070016
Kynnt bréf Maríu Guðmundsdóttur og Hönnu Bjargar Konráðsdóttur f.h. Orkustofnunar, dagsett 3. júlí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Rnes ehf. um nýtingarleyfi á jarðhita í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.
Lagt fram til kynningar.
10.Aflamark Byggðastofnunar á Þingeyri - 2018050086
Lagður fram tölvupóstur Matthíasar Sveinssonar, f.h. Útgerðarfélagsins Oturs ehf. og Sigluness hf., dagsettur 3. júlí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir skýrum svörum og rökstuðningi frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar vegna málsmeðferðar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að greina bréfritara frá aðkomu Ísafjarðarbæjar að úthlutun aflamarks til Þingeyrar.
11.Umsókn um lóð - Hrafnatangi 6 - 2018060044
Tillaga 502. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um að Arctic Oddi ehf. fái lóð að Hrafnatanga 6, Ísafirði.
Lóðin Hrafnartangi 6 verður ekki að fullu nothæf fyrr en að uppfyllingu og hafnarframkvæmdum á svæðinu er lokið. Ákvæði reglna Ísafjarðarbæjar um lóðaúthlutanir þ.e. gr. 3.4 tekur gildi þegar lóðin telst byggingarhæf.
Lóðin Hrafnartangi 6 verður ekki að fullu nothæf fyrr en að uppfyllingu og hafnarframkvæmdum á svæðinu er lokið. Ákvæði reglna Ísafjarðarbæjar um lóðaúthlutanir þ.e. gr. 3.4 tekur gildi þegar lóðin telst byggingarhæf.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni Hrafnatanga 6, Ísafirði.
12.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017
Lagt fram bréf Aðalsteins Óskarssonar f.h. Vestfjarðastofu, dagsett 4. júlí sl. vegna skipunar fulltrúa í svæðisráð strandsvæðaskipulags Vestfjarða. Fulltrúar Vestfjarðarstofu mæta til fundarins.
Bæjarfulltrúar ræddu um skipun fulltrúa í svæðisráð strandsvæðaskipulags Vestfjarða. Bæjarstjóra falið að vera í samskiptum við fulltrúa Vestfjarðastofu vegna þessa.
Sigríður og Aðalsteinn yfirgefa fundinn kl. 8:32.
Gestir
- Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05
- Aðalsteinn Óskarssonar, framkvæmdastjóri byggðasviðs Vestfjarðastofu - mæting: 08:05
13.Skólalóð Grunnskóla Önundarfjarðar - tillaga um töku tilboðs - 2018050070
Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 6. júlí 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Heiðarfell ehf. um endurgerð á lóð Grunnskóla Önundarfjarðar.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Heiðarfell um verkið.
14.Rammasamningar - 2017090026
Umræður um rammasamninga Ríkiskaupa.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að rammasamningi með Ríkiskaupum.
15.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036
Lögð er fram stefna Hraðfrystihússins Norðurtanga ehf. á hendur Ísafjarðarbæ vegna leigu á atvinnuhúsnæði að Sundstræti 36, Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
16.Notendaleyfi í skjalakerfi - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagt fram minnisblað Hjördísar Þráinsdóttur, skjalastjóra, dagsett 6. júlí sl., þar sem upplýst er að kaupa þurfi fleiri notendaleyfi í skjalakerfi Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir þjónustukaupin og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka vegna málsins.
17.Persónuverndarfulltrúi - Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126
Lagður fram tölvupóstur Telmu Halldórsdóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 5. júlí sl., þar sem bent er á tilkynningu frá Persónuvernd, um að skipa þurfi persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins, og tilkynna skipunina til Persónuverndar, fyrir 15. júlí nk.
Bæjarstjóri leggur til að samið verði við Sigurð Má Eggertsson, verkefnastjóra, um að gegna starfi persónuverndarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til áramóta.
Bæjarstjóri leggur til að samið verði við Sigurð Má Eggertsson, verkefnastjóra, um að gegna starfi persónuverndarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til áramóta.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra að ráðningu verkefnastjóra.
18.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu Lýðháskólans á Flateyri.
Bæjarstjóri sagði frá skólasetningu 22. september n.k.
19.Mannekla í leikskólum - 2018070007
Lagt fram minnisblað, dagsett 4. júlí 2018, frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og mannauðsstjóra þar sem gerð er grein fyrir vandræðum við mönnun leikskólans Sólborgar.
Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir starfsmönnum í leikskólann Sólborg þar sem bent er á þau fríðindi sem fylgja starfinu og að tilraun sé gerð til að starfsmenn leikskóla fái forgang að leikskólaplássum og að bæjarstjóra sé veitt heimild til að ákveða frekari aðgerðir ef þörf krefur.
Bæjarráð leggur til við fræðslunefnd að skipulag starfs leikskólakennara sé endurskoðað í heild sinni.
Bæjarráð leggur til við fræðslunefnd að skipulag starfs leikskólakennara sé endurskoðað í heild sinni.
Margrét og Baldur yfirgefa fundinn kl. 9:42.
Gestir
- Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri - mæting: 09:29
20.Reglur um skólaakstur í grunnskólum - 2018020058
Á 393. fundi fræðslunefndar, 21. júní sl., samþykkti fræðslunefnd drög að reglum um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar. Tillaga var um að bæjarráð samþykki reglurnar. Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir framlagðar reglur um skólaakstur í grunnskólum Ísafjarðarbæjar.
Gestir
- Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:19
21.Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017
Fulltrúar Blábankans mæta til fundar bæjarráðs til að ræða stöðu verkefnisins.
Arnar Sigurðsson gerði grein fyrir starfsemi Blábankans.
Arnar Sigurðsson yfirgefur fundinn kl. 9:13.
Gestir
- Arnar Sigurðsson, forstöðumaður Blábankans - mæting: 08:35
Fundi slitið - kl. 10:16.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?