Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092
Lögð fram frétt af heimasíðu Umhverfisstofnunar, https://www.ust.is/ sem birt var 7. júní sl., ásamt auglýsingu um friðlandið á Hornströndum frá 13. ágúst 1983 og drögum að stjórnunar- og verndaráætlun um friðland á Hornströndum, dagsettum í júní 2018. Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum um drögin er til 17. júlí nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði efir tillögum að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Á 501. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 27. júní sl. bókaði nefndin að hún teldi að útfæra þurfi kafla 3.12 svo hann sé í samræmi við alþjóðasiglingareglur IMO, einnig verði að útfæra nánar fjöldatakmarkanir ferðamanna á svæðinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók erindið fyrir á 67. fundi sínum 26. júní sl. og lagði það fram til kynningar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði efir tillögum að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Á 501. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 27. júní sl. bókaði nefndin að hún teldi að útfæra þurfi kafla 3.12 svo hann sé í samræmi við alþjóðasiglingareglur IMO, einnig verði að útfæra nánar fjöldatakmarkanir ferðamanna á svæðinu.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók erindið fyrir á 67. fundi sínum 26. júní sl. og lagði það fram til kynningar.
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.
2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 67 - 1805027F
Fundargerð 67. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. júní sl. Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 501 - 1806017F
Fundargerð 501. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. júní sl. Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126
Sigurður Már Eggertsson, verkefnastjóri við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar, mætir til fundar bæjarráðs til að ræða stöðu verkefnisins.
Sigurður Már Eggertsson, verkefnastjóri, mætir til fundar bæjarráðs og fer yfir stöðu mála við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar.
Sigurður Már Eggertsson yfirgefur fundinn kl. 11:24
Gestir
- Sigurður Már Eggertsson, verkefnastjóri - mæting: 11:05
5.Sandkastalakeppni í Holti - 2018060014
Lagður fram tölvupóstur Fjölnis Ásbjörnssonar, sóknarprests í Holti, dagsettur 6. júní sl., þar sem hann óskar eftir því að Ísafjarðarbær útvegi klósettaðstöðu fyrir sandkastalakeppnina í Holti sem haldin verður 5. ágúst nk.
Bæjarráð vísar styrkbeiðninni til skóla- og tómstundasviðs.
6.Umsókn um styrk til að malbika afgirt plan - 2018060071
Lagður fram tölvupóstur frá Hörpu Kristjánsdóttur fyrir hönd Vesturafls, dagsettur 27. júní 2018, þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að malbika 60m2 plan við dósamóttöku Vesturafls. Kynnt er kostnaðaráætlun Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 29. júní 2018, þar sem kostnaður við styrkbeiðnina er metinn.
Bæjarráð samþykkir erindið.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl 10:21.
7.Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043
Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarstjóra, dags. 29. júní sl., með tillögu að nýtingu framkvæmdafjár Hverfisráðs Súgandafjarðar til 1. áfanga Sumarróló.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
8.Díoxínmengun - bótakröfur o.fl. - 2011040059
Kynnt er niðurstaða héraðsdóms í máli Steingríms Jónssonar gegn Ísafjarðarbæ og íslenska ríkinu vegna Funa.
Lagt fram til kynningar. Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
9.Skólamál á Flateyri - 2016110039
Kynnt lokaskýrsla samráðshóps um leik- og grunnskólastarf á Flateyri, dagsett 20. júní sl., unnin af Kristrúnu Lind Birgisdóttur hjá Tröppu ráðgjöf. Skýrslan á eftir að fá kynningu í fræðslunefnd.
Bæjarráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í fræðslunefnd.
10.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 2018060074
Bæjarstjóri leggur til að stofnuð verði verkefnabundin nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss. Kynnt er tillaga að erindisbréfi nefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf nefndarinnar með áorðnum breytingum og skipar eftirfarandi aðila í nefndina.
Aðalmenn:
Kristján Þór Kristjánsson
Sif Huld Albertsdóttir
Sigurður Hreinsson
Varamenn:
Elísabet Samúelsdóttir
Hafdís Gunnarsdóttir
Aron Guðmundsson
Aðalmenn:
Kristján Þór Kristjánsson
Sif Huld Albertsdóttir
Sigurður Hreinsson
Varamenn:
Elísabet Samúelsdóttir
Hafdís Gunnarsdóttir
Aron Guðmundsson
11.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052
Lagðar fram til kynningar niðurstöður úr íbúakönnun um Sundhöll Ísafjarðar.
Lagt fram til kynningar.
12.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Lagt fram minnisblað Sigurðar Ármanns Snævarr, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 29. júní sl., um forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda ársins 2019 og fjárhagsáætlana til þriggja ára.
Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín yfirgefur undinn kl. 10:45.
13.Ársfjórðungsskil Q1 2018 - 2018060080
Lagt fram uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir fyrsta ársfjórðung 2018 sem var sent Hagstofu Íslands 7. júní síðastliðinn. Uppgjörið sýnir rekstrarhalla upp á 89,7 milljónir króna fyrir janúar til mars 2018. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrarhalla upp 59,7 milljónir króna.
Einnig kynnt minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 29. júní sl. með útskýringum.
Einnig kynnt minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 29. júní sl. með útskýringum.
Lagt fram til kynningar.
14.Mánaðaryfirlit 2018 - 2018060078
Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 29. júní sl, um skatttekjur frá janúar til maí 2018 og laun frá janúar til mars 2018. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 50,3 milljón króna yfir áætlun og eru 825,5 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 1,4 milljónum króna yfir áætlun eða 334,7 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 11,2 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 562,2 milljónum króna í lok mars 2018.
Lagt fram til kynningar.
15.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089
Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, dagsett 27. júní sl., varðandi hönnun útivistarsvæðis í Skutulsfirði. Leggja þeir til að hafist verði handa við skipulagningu/hönnun útvistarsvæða í Skutulsfirði með áherslu á Tungudal, Seljalandsdal og heiðarnar þar fyrir ofan.
Bæjarráð samþykkir að vísa verkefninu til umhverfis- og framkvæmdanefndar, þar sem það verði skipulagt og kostnaðarmetið.
Nanný Arna Guðmundsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8:25
Gestir
- Nanný Arna Guðmundsdóttir - mæting: 08:10
16.Skólalóð Grunnskólans á Ísafirði - framkvæmdir - 2017100014
Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 28. júní 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Kubb ehf. um framkvæmdir á skólalóð Grunnskóla Ísafjarðar.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Kubb ehf., að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
17.Gangstéttir 2019 - 2018060075
Lögð fram úttekt Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dagsett 28. júní 2018, á ástandi gangstétta í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar úttektinni til kynningar og umfjöllunar í hverfisráðum, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.
18.Göngustígar 2019 - 2018060076
Kynnt áætlun Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dagsett 28. júní 2018, um fyrirhugaða uppbyggingu göngustíga í Ísafjarðarbæ.
Umræður fóru fram.
19.Göngustígar 2018 - 2018010003
Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 28. júní 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Búaðstoð ehf. um stíg eitt og þrjú í samræmi við útboðsgögn.
Bæjarráð samþykkir að samið verði við Búaðstoð ehf. að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.
20.Pollgata 4, malbikun bílaplans. - 2018060072
Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 27. júní 2018, þar sem lagt er til að bílaplan við Pollgötu 4 verði malbikað sumarið 2018.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
21.Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur - 2018020100
Lagt fram bréf Egils Þórarinssonar f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 25. maí sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um tillögu að matsáætlun um framkvæmdina „Vestfjarðavegur (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur (63) frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ“.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði eftir fresti til að skila umsögn til 6. júlí, og óskaði jafnframt eftir tillögu að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi:
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að tillaga að matsáætlun vegna veglagningar vegna Vestfjarðarvegar (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar (63) að Vestfjarðarvegi á Dynjandisheiði í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ, uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók erindið fyrir á 67. fundi sínum 26. júní sl og gerði ekki athugasemd við tillögu að matsáætlun um framkvæmdina.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1020. fundi sínum 13. júní sl., og óskaði eftir fresti til að skila umsögn til 6. júlí, og óskaði jafnframt eftir tillögu að umsögn frá skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar er eftirfarandi:
Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að tillaga að matsáætlun vegna veglagningar vegna Vestfjarðarvegar (60) um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar (63) að Vestfjarðarvegi á Dynjandisheiði í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ, uppfylli skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum og geri grein fyrir framkvæmdinni á fullnægjandi hátt.
Sigurður Mar Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók erindið fyrir á 67. fundi sínum 26. júní sl og gerði ekki athugasemd við tillögu að matsáætlun um framkvæmdina.
Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.
22.Ránargata 10 - Umsókn um vatnsheimtaug & lóðaleigusamning - 2018060015
Á 501. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 27. júní sl. var lögð fram umsókn eigenda fasteignarinnar að Ránargötu 10, Flateyri þar sem þau óska eftir nýjum lóðaleigusamningi og heimtaug.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Flateyrar dags. 4. mars. 1998.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Flateyrar dags. 4. mars. 1998.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
23.Ártunga 4, umsókn um lóð - 2018050062
Á 501. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 27. júní sl., var lögð fram umsókn Hákons Hermannssonar, dagsett 18. maí sl., um lóðina Ártungu 4.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hákon Hermannsson fái lóð við Ártungu 4, Ísafirði, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Hákon Hermannsson fái lóð við Ártungu 4, Ísafirði, skv. umsókn með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
24.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008
Tillaga 501. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarstjórn heimili endurskoðun núverandi Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Nýtt aðalskipulag kemur til með að hafa gildistíma 2020 til 2032.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
25.Deiliskipulag - Ofanflóðavarnir í Hnífsdal - 2018060054
Á 935. fundi bæjarráðs sem haldinn var 27. júní 2016 var óskað eftir því við Ofanflóðasjóð að hafinn yrði vinna við ofanflóðavarnir í sunnanverðum Hnífsdal. Í svari frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti í bréfi dags. 14. sept. 2016, var samþykkt að verða við framkominni ósk um að hefja undirbúning vegna ofanflóðavarna og hefja vinnu við frumathugun vegna þeirra.
Á 501. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsvinnu vegna ofanflóðavarna í sunnanverðum Hnífsdal.
Á 501. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsvinnu vegna ofanflóðavarna í sunnanverðum Hnífsdal.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
26.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049
Kynnt tillaga að fjárfestingaáætlun Ísafjarðarbæjar 2018 með viðaukum, dagsett 28. júní 2018.
Umræður fóru fram.
Guðmundur M. Kristjánsson yfirgaf fundinn kl. 9:45
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:05
- Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri - mæting: 09:05
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 09:05
27.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109
Fulltrúar Tungumálatöfra mæta til fundarins og kynna verkefni fyrir bæjarfulltrúum og framtíðaráformum þess.
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, Jón Gunnar Biering Margeirsson og Nina Ivanova mæta til fundar bæjarráðs til að kynna verkefnið Tungumálatöfra.
Ólöf Dómhildur, Jón Gunnar og Nina yfirgefa fundinn kl 9:00.
Gestir
- Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir - mæting: 08:40
- Jón Gunnar Biering Margeirsson - mæting: 08:40
- Nina Ivanova - mæting: 08:40
Fundi slitið - kl. 11:24.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?