Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1019. fundur 04. júní 2018 kl. 08:05 - 08:04 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Malbikun gatna 2018 - 2017100008

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 30. maí 2018, þar sem lagt er til að samið verði við Hlaðbæ Colas hf. um malbikunarframkvæmdir 2018.
Bæjarráð samþykkir tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, um að samið verði við Hlaðbæ Colas hf. um verkið "Malbikunarframkvæmdir 2018" að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

2.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 30. maí sl. þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, 622. mál. Umsagnarfrestur er til 7. júní sl.
Kynnt er minnisblað Sigurðar Más Eggertssonar, sérfræðings á stjórnsýslusviði Ísafjarðarbæjar, dags. 1. júní sl., um tillögur að umsögn Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir tillögu Sigurðar Más Eggertssonar að umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

3.Verkefni nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 2014080062

Á 8. fundi nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu var unnið í skýrslu nefndarinnar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu og ritara nefndarinnar falið að innleiða framkomnar breytingar í skýrsluna.
Skýrslan er kynnt í bæjarráði.
Bæjarráð leggur til að skýrsla nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu verði lögð fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

4.Fundargerð íbúafundar hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis - Málefni hverfisráða 2017-2018 - 2017010043

Lögð er fram fundargerð frá íbúafundi hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis frá 25. maí sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2018020005

Lögð fram fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 18. maí sl., og barst með tölvupósti 29. maí sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 500 - 1805025F

Fundargerð 500. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 30. maí sl. Fundargerðin er í 34 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:04.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?