Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.100 ára fullveldisafmæli - 2017050085
Lagt fram bréf Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur, framkvæmdastjóra afmælisnefndar, dagsett í maí 2018, með ýmsum upplýsingum varðandi aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.
Bæjarráð felur bæjarritara að kanna með möguleikana á fögnuði í tengslum við aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands í samráði við forstöðumann Safnahússins.
2.Öldungaráð - 9 - 1805016F
Fundargerð 9. fundar öldungaráðs, sem haldinn var 16. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Velferðarnefnd - 428 - 1805013F
Fundargerð 428. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 15. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66 - 1805003F
Fundargerð 66. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 22. maí sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 499 - 1805012F
Fundargerð 499. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 23. maí sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 499 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stækkun lóðar skv. lóðablaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar, dags. 22.maí 2018.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 499 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að G.E. Vinnuvélar, fái lóð inn á Skeiði 10 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fyrri lóðarúthlutun við Skeiði 16 er felld úr gildi og verður lóðin auglýst að nýju. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 499 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.
Nefndin leggur til að stofnun lóðar verði grenndarkynnt fyrir íbúum við Vallargötu 33 og Aðalstræti 55, 57 -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 499 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila deiliskipulagsvinnu.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 499 Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila,. Niðurstaða nefndarinnar er að strenglagning ljósleiðara í Dýrafirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þá niðurstöðu.
6.Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 8 - 1805022F
Fundargerð 8. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu, sem haldinn var 23. maí sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 185 - 1805014F
Fundargerð 185. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 16. maí sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Íþrótta- og tómstundanefnd - 185 Nefndin leggur til að gjaldskrá á skíðasvæðinu verði samræmd á göngu- og alpasvæði. Þá leggur nefndin til að gjaldskrá sundstaða verði skoðuð sérstaklega með það í huga að hækka staka miða og leigu á handklæðum og sundfötum.
8.Fræðslunefnd - 392 - 1805020F
Fundargerð 392. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 24. maí sl. Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9.Landskerfi bókasafna 2016-2018 - 2016040053
Lagt fram bréf Sveinbjargar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Landskerfis bókasafna, dagsett 9. maí sl., þar sem boðað er til aðalfundar 30. maí nk.
Lagt fram til kynningar.
10.Fyrirspurn um framgang tveggja mála - 2018040022
Lagt fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 13. apríl 2018, auk tölvupósts Rögnvaldar Harðarsonar, f.h. Þjóðskrár Íslands, dags. 2. maí 2018.
Lagt fram til kynningar.
11.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020
Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 4. maí sl., þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fjalli um og samþykki Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Fulltrúar Markaðsstofu Vestfjarða sem unnið hafa Áfangastaðaáætlun Vestfjarða mæta til fundarins.
Fulltrúar Markaðsstofu Vestfjarða sem unnið hafa Áfangastaðaáætlun Vestfjarða mæta til fundarins.
Bæjarráð vísar áfangastaðaáætluninni til umræðu í öllum nefndum sveitarfélagsins og hvetur til þess að Hornstrandastofu verði bætt við í aðgerðaráætlun.
Díana og Magnea yfirgefa fundinn kl. 8:31.
Gestir
- Díana Jóhannsdóttir - mæting: 08:13
- Magnea Garðarsdóttir - mæting: 08:13
12.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028
Lögð fram til samþykktar, drög að uppbyggingarsamningi við Hestamannafélagið Hendingu.
Bæjarráð vísar framlögðum uppbyggingasamningi til afgreiðslu í nýrri bæjarstjórn.
13.Barnasýningar í boði Þjóðleikhússins - 2016060097
Lagður fram tölvupóstur Hildar M. Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Brúðuheima ehf., dagsettur 20. maí sl., vegna sýninga Bernd Ogrodnik, brúðulistamanns, á Ísafirði í september nk.
Bæjarráð felur bæjarritara að kanna kostnað og annað við að verða við beiðninni.
14.Hlaupahátíð á Vestfjörðum - 2012070021
Lagt fram bréf Guðbjargar Rósar Sigurðardóttur, f.h. Hlaupahátíðar á Vestfjörðum, dagsett 13. maí sl., og barst með tölvupósti sama dag. Óskað er eftir að stuðningi Ísafjarðarbæjar við hátíðina, með sama sniði og undanfarin ár. Þ.e. lengdum opnunartíma Sundhallar 13. júlí, fjárframlagi að upphæð kr. 75.000,- og vinnuframlagi áhaldahúss við að koma fánastöngum fyrir á völdum stöðum.
Bæjarráð samþykkir framkomna beiðni um styrk til Hlaupahátíðar á Vestfjörðum.
15.Vestfjarðavegur og Bíldudalsvegur - drög að tillögu að matsáætlun - 2017070028
Lagður fram tölvupóstur Helgu Aðalgeirsdóttur, f.h. Vegagerðarinnar, dagsettur 15. maí sl., vegna tillögu að matsáætlun vegna framkvæmda um Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg. Vegagerðin býðst til að kynna framkvæmdina á kynningartíma matsáætlunarinnar, ef óskað verður eftir því, og mun kynningin líklega fara fram í vikunni 11. - 15. júní.
Bæjarráð þakkar boð um kynningu á matsáætluninni og leggur til að fundurinn verði 11. júní n.k. þar sem áætlað er að fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar verði 12. júní n.k.
16.Stúdíó Dan ehf. - framlenging húsaleigusamnings - 2017050073
Kynnt drög að framlengingu á húsaleigusamningi um Hafnarstræti 20, Ísafirði, vegna reksturs Stúdíó Dan ehf.
Bæjarráð leggur til við nýja bæjarstjórn að samþykkja framlengingu húsaleigusamningsins.
17.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018 - 2018020099
Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 16. maí sl., þar sem óskað er eftir breytingum á fjárhagsáætlun skíðasvæðis.
Lagt er til að gerður verði viðauki vegna málsins. Þannig að viðhald verði lækkað um kr. 6.500.000,- á skíðasvæðinu og að fjárfest verði í snjósleða og fjórhjóli á brettum að fjárhæð kr. 5.737.050,-. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með annars vegar hækkun á ófyrirséðum kostnaði í rekstrarreikningi og lækkun á ófyrirséðum fjárfestingum í framkvæmdaáætlun um sömu fjárhæðir. Áhrif þessa viðauka á rekstrarniðurstöðu og framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar verður því kr. 0,-.
Lagt er til að gerður verði viðauki vegna málsins. Þannig að viðhald verði lækkað um kr. 6.500.000,- á skíðasvæðinu og að fjárfest verði í snjósleða og fjórhjóli á brettum að fjárhæð kr. 5.737.050,-. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með annars vegar hækkun á ófyrirséðum kostnaði í rekstrarreikningi og lækkun á ófyrirséðum fjárfestingum í framkvæmdaáætlun um sömu fjárhæðir. Áhrif þessa viðauka á rekstrarniðurstöðu og framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar verður því kr. 0,-.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna málsins og leggur til við nýja bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
18.Aflamark Byggðastofnunar á Þingeyri - 2018050086
Lagt fram bréf Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, dagsett 25. maí sl., sem barst, ásamt fylgiskjölum, með tölvupósti sama dag, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aflamarks Byggðastofnunar á Þingeyri.
Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Byggðastofnunar um aflamark Byggðastofnunar.
19.Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri - 2018050083
Lagt fram bréf Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra Byggðastofnunar, dagsett 22. maí sl., sem barst, ásamt fylgiskjölum, með tölvupósti sama dag, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aflamarks Byggðastofnunar á Flateyri.
Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Byggðastofnunar um aflamark Byggðastofnunar.
20.Aðalgata og Eyrargata Suðureyri, skilavegir - 2017050064
Lagður fram óundirritaður samningur milli Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar um yfirfærslu þjóðvega í þéttbýli á Suðureyri, einnig minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 25. maí 2018, þar sem lagt er til að bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykki samninginn.
Bæjarráð leggur til við nýja bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
Fundi slitið - kl. 09:06.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?