Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1016. fundur 07. maí 2018 kl. 08:05 - 08:22 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - Ártunga 1 - 2018050012

Lagt fram bréf Högna Gunnars Péturssonar, dagsett 30. apríl sl., þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Ártungu 1.
Bæjarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Ártungu 1, í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá 14. júlí 2017 um niðurfellingu gatnagerðargjalda. Miðað er við að framkvæmdum ljúki fyrir 1. maí 2020. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum ekki fyrir 1. maí 2020 fellur lækkunin niður.

2.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - Ártunga 2 - 2018050015

Lagt fram bréf Einars Birkis Sveinbjörnssonar, f.h. Einar Byggir ehf., dagsett 30. apríl sl., þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Ártungu 2.
Bæjarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Ártungu 2, í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá 14. júlí 2017 um niðurfellingu gatnagerðargjalda. Miðað er við að framkvæmdum ljúki fyrir 1. maí 2020. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum ekki fyrir 1. maí 2020 fellur lækkunin niður.

3.Umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - Ártunga 3 - 2018050014

Lagt fram bréf Ólafs Kristjánssonar, dagsett 30. apríl sl., þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Ártungu 3. Ólafur hefur sótt um lóðina Ártungu 3, skv. umsókn dags. 30. apríl sl.
Bæjarráð samþykkir niðurfellingu gatnagerðargjalda fyrir Ártungu 3, í samræmi við ákvörðun bæjarráðs frá 14. júlí 2017 um niðurfellingu gatnagerðargjalda. Miðað er við að framkvæmdum ljúki fyrir 1. maí 2020. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum ekki fyrir 1. maí 2020 fellur lækkunin niður.

4.Engi, leiga á húsnæði til ArtsIceland. - 2017020022

Lögð er fram greinargerð Elísabetar Gunnarsdóttur, f.h. ArtsIceland frá því í apríl 2018, um gestavinnustofur ArtsIceland á Engi.
Bæjarstjóri leggur til að leigusamningur við Kol og Salt vegna ArtsIceland verði framlengdur til 5 ára og húsnæðið leigt án endurgjalds.
Bæjarráð óskar eftir skýrari upplýsingum um nýtingu húsnæðisins Engi frá Elísabetu Gunnarsdóttur og upplýsingum um kostnað af húsnæðinu frá bæjarstjóra. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar atvinnu- og menningarmálanefndar, þar sem m.a. sé tekin afstaða til tímalengdarinnar.

5.Skrúður, málefni garðsins 2017 - 2017090084

Lagður fram ársreikningur Framkvæmdasjóðs Skrúðs fyrir árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

6.Barnavernd aukning stöðugildis - 2018030065

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar og sveitastjórn Súðavíkurhrepps að stöðugildi tilsjónar fari úr 50% í 60% stöðugildi. Vísað er til 24. gr. barnverndarlaga nr. 80/2002. Nefndin óskar eftir að starfsmenn nefndarinnar taki saman kostnað vegna úrræðisins, enda ekki gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðstjóra velferðarsviðs, dags. 2. maí sl., með nánari upplýsingum vegna aukins stöðugildis í barnavernd.
Bæjarráð samþykkir erindið.

7.Samkomulag um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga árið 2019-2023, sambandið og ríkið - fjárhagsáætlun - 2018050017

Lagt er fram til kynningar samkomulag fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra annars vegar og Sambands íslenskra sveitarfélaga hins vegar um markmið um afkomu og efnahag sveitarfélaga árin 2018-2023, dags. 6. apríl 2018.
Lagt fram til kynningar.

8.Umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði 2017 - 2018 - 2017030091

Lögð fram fjögur bréf Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, dagsett 9. og 10. apríl sl., þar sem upplýst er að Ísafjarðarbær hefur hlotið styrki úr húsafriðunarsjóði vegna Tjöruhúss, Turnhúss og Faktorshúss í Neðstakaupstað á Ísafirði, og vegna Svarta pakkhússins á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumvarp til laga um Kristinsjóð o.fl. - 2018020003

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), 269. mál. Umsagnarfrestur er til 24. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.s.frv. - 2018020003

Lagt fram afrit af bréfi Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi, til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dagsett 22. mars sl. sem barst með tölvupósti 2. maí sl., með umsögn samtakanna um frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis), 287. mál.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2018020005

Lögð fram fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 27. apríl sl. Fundargerðin barst með tölvupósti 2. maí sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 184 - 1804024F

Lögð er fram til kynningar fundargerð 184. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldin var 30. apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:22.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?